Vetrarbrautin - 01.01.1907, Síða 46

Vetrarbrautin - 01.01.1907, Síða 46
Smaladrengurinn. Sjer á fætur flýtir litli smalinn, — fögur sólin litur on’i dalinn — biður mömmu um bætur fyrir skóna, og bláa sokka’ er Stína var að prjóna. Mamraa vefur hlýjan klút að hálsi; — hjalar úti svalablærinn frjálsi; til fjalla syngur sólskríkjunnar tunga söngljóð fyiir smalapiltinn unga. Dreng er fengið nesti til að neyta; — nú er búið mjólkurfjeð að hreyta; hleypt er út, að heiman ev hann genginn — hundur tryggur eltir smaladrenginn. Ljómar sund og sumarskrýddur balinn, — sólin blessuð lítur yflr dalinn; kveður lind, og kvakar fuglsins tunga; kyssir golan smalapiltinn unga. Þarna’ á hann að dvelja allan daginn, — er dúnalognið jafnar gullinn sæinn — upp í hlíð, hjá ám, með tryggum rakka, — og eins, er veðrin hlaða skýja-bakka. Möig er töfin, margt er þreytusporið, — miklu betra’ að leika sjer um vorið, en elta kindur upp unr fjalla-geima, er aðrir krakkar fá að stökkva heima.

x

Vetrarbrautin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vetrarbrautin
https://timarit.is/publication/522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.