Vetrarbrautin - 01.01.1907, Page 49

Vetrarbrautin - 01.01.1907, Page 49
47 Margir urðu t.il þess aö ganga á reka þegar strand- ið frjettist, því engin byggð var þá í Barðsvik eða Smiðjuvik og hvergi frá Bolungarvík að Horni. Einar Snorrason bjó þá í Bolungarvík. Hana var faðir Þorleifs, er bjó þar lengi siðan. Einar fór ásamt öðrum manni yflr í Barðsvík og hafði þar þá rekið ýmislegt af bát. þeim, er fórst á Straumnesboðanum og skipstjórinn var á. Fundu þeir að sögn skáp, er skipstjóri hafði átt, með peningum í. Lik skipstjóra höfðn þeir einnig fundið og dysjuðu þeir það þar i sandinum, sem Melkollar heita. Hirtu þeir nú pening- ana og ýmislegt fleira og sueiu siðan heim. Litlu síðar tóku þeir bát og reru þangað sem „Pjetursborg" var. t’angað komu og margir fleiri og hafði hver í burtu með sjer það er hann vildi. Jón nokkur er bjó í Reykjarfirði á Ströndum kom þangað á bát allstórum og hióð hann. Nokkru síðar kom sýslumaður norður til að grennslast eptir strandinu. Voru þá margir kallaðir fyrir rjett er grunsamir þóttu, og skiluðu flestir öllu aptur, þar á meðal Einar Snorrason í Bolungarvík. Jón í Reykjarflrði var og kallaðar fyrir og þrætti hann harðlega fyrir að hafa tekið af strandinu nema að eins í eina „kráku.“ Ljet sýslumaður hann vinna eið að frambuiði sínurn og sleppti honum síðan óátöldum og kvaðst ekki teJja þótt maðurinn hefði ásælst slika smámuni. Jón sór eiðinn, en bát.ur sá, er hann hlóð aí strandinu, hjet Kráka. Skipið „Pjetursborg" hafði verið búið að veiða 5 hvali er það strandaði. Höfðu þeir verið brytjaðir niður í skipið og saitaðir, og kom sú matbjörg mörgum manni að góðu gagni. Skipið liðaðist síðan sundur og

x

Vetrarbrautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vetrarbrautin
https://timarit.is/publication/522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.