Vetrarbrautin - 01.01.1907, Side 50

Vetrarbrautin - 01.01.1907, Side 50
48 rak lengi vel ýmislegt frá þvi. 1893 var til á Horni stór járnkrókur og var hann meðalmannstak. Hafði Jason Sigurðsson, er þar bjó, fundið krókinn af skipinu og var hann að sögn notaður til að festa í hvalina og vinda þá upp á þilfarið. Skipbrotsmenn voru í Bolungarvíkurseli þar til búið var að halda uppboðið; voiu margir af þeim danskir. Síðan fóru þeir til ísafjarðar og komust þar í skip og íóru utan. Eigi þótti skipstjóri kyr liggja, ept.ir að þeir fjelagar grófu hann í Melkollunum, og þótti hann jafnan fylgia manni þeim er var með Einari, enda hafði hann náð mestu af peningunum og haldið þeim síðan. En mað- urinn vissi lengra en nef hans náði og sakaði því hvorki sjálfan hann nje aðra, þótt margir yrðu varir við að hann væri ekki einn á ferð. fegar jeg var ungur sá jeg tópt þá, er skípbrots- menn þessir höfðu hlaðið í Bolungarvíkurseli. Enn- íremur þekki jeg vel flesta þá staði og örnefni er tilnefnd eru. — Sögu þessa sagði mjer Þorleifur sonur Einars Snorrasouar sem fyr er getið og sagðist hann hafa verið 8—9 ára þegar „Pjetursborg* st.randaði, en vai á áttræðisaldri er hann sagði mjer sögu þessa. — Hann var fæddur 1818, en dáinn 1897. Jeg ólst lengi upp hjá þ’orleifi og var hann ákaflega minnugur og íróöur um margt. Pórður Þórðarson, Grunnvíkingur.

x

Vetrarbrautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vetrarbrautin
https://timarit.is/publication/522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.