Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 26

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 26
Brjóstlíkneski af Þemoklesi farmst í Ostíu hjá Róm. Það var gert eftir frummynd frá árnu 470 f. Kr., aðeins 10 árum eftir sigur Grikkja á Persum. aðra sérfræðinga í grískum áletr- unum við Princetonháskólann í New Jersey var textinn endurgerð- ur. Ef til vill hefur tilskipunin byrjað með ákalli til guðanna, en stafimir eru ekki lengur læsilegir. Fyrir utan tuttugu og eins stafa eyðu er endurgerð textans lokið, þýðing hans með nokkrum skýringum inn- an homklofa fer hér á efir: „Samþykkt af Ráðinu [500 menn, fulltrúar fyrir öll borgarhverfi og hreppa í Attíku, kosnir með hlut- kesti til eins árs í senn] og Fólkinu [allir frjálsir menn á þingi] tillaga frá Þemistoklesi syni Neoclesar í borgarhverfinu Phrearri að fela gyðjunni Aþenu, gyðju Aþeninga, borgina til varðveizlu og öllum öðrum guðum að gæta landsins og verja það fyrir Barbörum [þar er átt við menn, sem ekki voru grískir, í þessu tilfelli Persa og var ekki ófrávíkjanlega niðrandi]. Aþeningar og útlendingar búsettir í Aþenu eiga að flytja konurnar og bömin til Tro- izen [eyða, tuttugu og einn staf vantar] hetjan, sem stofnsetti ríkið. Eldri menn [yfir fimmtugt] og allt laust verðmæti skal flytja til Sala- mis[eyja við strönd Attíku]. Hof- gæzlumennirnir [gættu eigna guð- anna] og hofmeyjamar skulu vera kyrr á Akropolis [hin forna háborg og heilög vé Aþeninga] til vemdar eignum guðanna. Allir aðrir Aþeningar og útlend- ingar í Aþenu á herskyldu aldri skulu fara um borð [sem ræðarar og sjómenn] í þau 200 skip, sem liggja tilbúin [önnur hinna 300 skipa voru mönnuð Grikkjum, sem ekki vöm Aþeningar] og verja eigið frelsi og annarra Grikkja í félagi við Spartverja, Korinþumenn, Eginu- búa [verstu óvinir Aþeninga] og alla aðra, sem vilja leggja sig sam- eiginlega í hættu. Hershöfðingjamir [10 að tölu, einn kosinn af hverjum hinna 10 ættflokka] skulu útnefna, frá og með morgundeginum, 200 skipherra, einn á hvert skip, þeir skulu útnefndir úr hópi þeirra, sem land eiga í Aþenu, eiga skilgetin böm og eru ekki eldri en 50 ára. Skipunum skal úthluta til þessara manna með hlut- kesti [til þess að útiloka ásakanir um hlutdrægni hjá hershöfðingjun- um]. Hershöfðingjarnir skulu ráða 20 sjómenn á hvert skip, á aldrinum 20 til 30 ára, og 4 bogmenn á hvert skip. Einnig skulu þeir útnefna und- irforingja [þjálfaða sjómenn] á skipin, um leið og skipherrana. Hershöfðingjamir skulu skrifa nöfn skipshafna skipanna á hvít spjöld, nöfn Aþeninganna skulu þeir taka af nafnalistum hvers borgarhverfis [kjörskrám], en nöfn útlendinganna af nafnaskrám yfirmanns hermál- anna. Þeir eiga að skrifa nöfnin og útnefna alla mennina í 200 jafnar herdeildir, og skrifa við hverja her- deild nafn skipsins, skipherrans og nöfn undirforingjanna, til þess að hver herdeild viti hvaða skip hún á að fara um borð í. Þegar búið er að mynda herdeildimar og raða þeim niður á skipin skulu Ráðið og hers- höfðingjamir ljúka við að full- manna og útbúa hin 200 skip, eftir að hafa fært friðþægingarfóm hin- um almáttuga Seifi [aðalguði Grikkja] Aþenu, Sigurgyðjunni og Póseidon [sj ávarguðnum]. Þegar búið er að manna skipin, skal fara á 100 þeirra á móti óvinin- um við Artemision á Evböju. [Hið helga vé gyðjunnar Artemis á norð- urenda Evböjueyjar]. A 100 skipum skal fara til Salamis, hin skulu liggja við Attíkuströnd og gæta landsins. Til þess að allir Aþeningar geti sameinazt í vöm gegn Barbörunum skulu þeir, sem hafa verið dæmdir til 10 ára útlegðar, fara til Salamis og vera þar þangað til fólkið gerir aðrar ráðstafanir varðandi þá, en þeir, sem hafa verið sviftir borgara- legum réttindum skulu fá þau aftur [ef til vill að undanteknum þeim sem eru trúarlega flekkaðir].” Að fela borgina gyðjunni Aþenu þýddi sama og telja vöm hennar vonlausa gegn ofureflisher Persa á landi. Þá vom sennilega ekki fleiri kai'lmenn í Aþenu á aldrinum 18 til 50 ára en 30000. En Aþeningar hugðu ekki á uppgjöf. Allir menn yngri en 50 ára áttu að róa stríðsgal- eiðunum, en jafnvel þó menn væru eldri en 50 ára áttu þeir að þjóna í heimavarnarliðinu á Salamiseyju. Borg og landi skyldi fórna fyrir tæki færi til að verja frelsi sitt á sjónum. Aðeins eitt virðist vera í ósamræmi við þessa fyrirætlun: ákvörðun um að fjárgæzlumennimir og hof- meyjamar skyldu vera kyrr á Akro- polis. Síðari sagnfræðingar segja okkur, að leiðtogar Aþeninga hafi deilt um varnarstefnuna, og spurt véfréttina í Delfi ráða. I svömnum var yfirleitt uppgjafartónn, en vé- fréttin mælti með því, að Aþening- ar reiddu sig á „timburveggi.” Þem- istokles hélt því fram, að þetta ætti við skipin 200, sem hann hafði komið Aþeningum til að smíða fyrir um- framtekjur af silfurnámum ríkisins. En íhaldssamari raddir töldu guð- ina mæla með timburgirðingu um- hverfis hina gömlu háborg. Akvörð- unin virðist því vera málamiðlun við þennan hóp manna. Ef til vill var það von manna, að Barbaramir myndu virða hina helgu menn og hina helgu staði. Reyndin varð sú, að Persar rændu og brenndu Akro- polis og drápu hvert mannsbam, sem þar var að finna. Tilskipunin er ódagsett og virðist sú hafa verið venja með opinber skjöl hinna fornu Aþeninga. En sú ákvöi'ðun, að helmingur flotans ætti 1 0 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.