Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Side 40

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Side 40
AKRANES: „Því aðeins er hægt að halda þessu öllu uppi, að enn fáist Akurnesingar til þess að fara til fiskiveiða, hvort heldur er á „kútter Haraldi“ eða öðrum fögrum farskosti." Brot úr sögu Akranessbæjar Fyrir 1864 hafði oft verið farið fram á að fá löggildingu til verzlun- a(r á Akranesi, en Alþingi alltaf neitað. Akranesi, Borgarfjarðarsýslu og Mýrarsýslu, vestur að Hítará, bar fyrst að sækja verzlun sína í Hólm- inn (Reykjavík). Þó var nokkurn tíma um 1660 leyft að sigla á Krossa- vík, en það stóð mjög skamman tíma. Fram eftir öllu var verzlunin því sótt frá Akranesi til Reykjavíkur. Var það að vonum erfitt mjög og hættusamt á opnum skipum, enda hlutust þar af mannskaðar miklir og skipatjón. Það var lagt af stað í tvísýnu veðri, og oft skall á slæmt veður, jafnvel þó að útlit væri sæmi- legt. Stundum var líka treyst á fremsta hlunn, eins og gerist og geng ur, stundum haldið lengur áfram en vera skyldi, og stundum farið af stað án þess að nokkur fyrirsjón væri. Ósjaldan hefur ofhleðslu verið um að kenna, sérstaklega meðan salt var sótt. Þegar um það var að ræða, keypti hver fyrir sig og vildi koma sem mestu með, fyrst ferðin var gerð á annað borð, en allir vita, að salt er slæmur flutningur, ef það vöknar. Síðast en ekki sízt kom það því miður oft fyrir, að menn væru um of við öl í þessum ferðum, og má nærri geta, hvort það hafi skapað öryggi. Einu sinni voru Mýramenn á suð- urleið. Þegar þeir koma opinn Hval- fjörð, sjá þeir, hvar skammt frá þeim rekur mannlaust skip. Þegar að var gáð, var þarna einn á ferð Narfi á Mel, „slompaður”, en hefur ósköp rólegur lagzt til svefns og lætur bara reka. Á árunum 1829—1839, segir Hall- grímur Jónsson, að verzlunin hafi verið mjög erfið. Öll við kaupmenn í Reykjavík. Þá áttu þeir hér salt- hús, seldu þar salt og keyptu blaut- an fisk. Einnig seldu þeir brauð, tó- bak og brennivín. Þessi pakkhús voru þá einustu timburhúsin á Akra- nesi. Milli 1850 og ‘60 fara fastakaup- menn úr Reykjavík að senda upp á Krossvík skip með þungavörur og til að taka þar aftur á móti innlendum vörum. Árið 1863 fluttu kaupmenn í fyrsta sinn saltfarm til Akranes. Sögðu Akurnesingar um þetta, að þeim hefði verið meiri hagur að þessu, en þó að þeir hefðu fengið saltið gefins í Reykjavík og orðið að sækja það þangað. Það var því ekki furða þó að þeir vildu fá lög- giltan verzlunarstað á Akranesi, fá allar vörur beint þangað og losna við hina hvimleiðu flutninga til og frá Reykjavík. Árið 1863, 13. júní, er haldinn „frjáls” fundur í Höfn í Melasveit, og er þar samið bænarskjal til Al- 24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.