Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 51

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 51
er Dumbshaf elzta nafn á hafinu milli Noregs og Grænlands norðan íslands. í Bárðarsögu Snæfellsáss segir svo: „Dumbur hefir konungr heitit. Hann réð fyrir hafsbotnum þeim, er ganga norðr um Helluland ok nú er kallat Dumbshaf ok kennt er við Dumb konung. Hann var kom- inn af risakyni í föðurætt sína, ok er þat vænna fólk ok stærra en aðr- ir menn, en móðir hans var komin af tröllaættum, ok brá því Dumbi í hváratveggja ætt sína” . . . Dumbur konungur, sem samkvæmt þessu hefur verið hálfgoðsöguleg persóna, var faðir Bárðar Snæfellsáss. I Landnámu er einnig getið um Dumbshaf, þar sem skýrt er frá land- námi Helga magra, og er þá sýni- lega átt við hafið norðan Islands. Nafnið kemur og fyrir í Þorskfirð- ingasögu. Hafsvæðið milli Islands og Noregs var aftur á móti nefnt Islandshaf, og sú nafngift efalaust til orðin eftir þeirri almennu reglu, að höfin drógu nafn af því landi, sem siglt var til. ísland var numið frá Noregi og var því hafið milli landanna nefnt Is- landshaf. A sama hátt nefndist haf- ið milli Islands og Grænlands Græn- landshaf, af því að Grænland var byggt frá Islandi. En af fornsögun- um má sjá, að nafnið Islandshaf var jafnt notað, hvort sem siglt var frá Noregi til Islands eða Islandi til Nor- egs. A sjókortum frá miðöldum gætir nokkurs ruglings í nafngiftum norð- urhafa. Þannig koma fyrir nöfnin Mare Glaciale (íshaf), Mare Sept- entrionalis (Norðurhaf), Mare Ger- manicum (Germanska hafið) eða jafnvel Mare Danicum (Danska haf- ið) um hafsvæðið vestan Noregs. Venjulegast var þó Mare Germanic- um notað um Norðursjóinn, Mare Septentrionalis eða Mare Glaciale (stundum Congelatum) um svæðið norðan Islands og Oceanus Deacali- donius (Skozka hafið) um Atlants- hafið sunnan Islands. A kortum Ro- berts Dudley frá 1647 koma fyrir nöfnin Mare di Grönlandia (Græn- landshaf) um hafið norðvestan ís- lands, Mare d'íslandia (Islandshaf) um hafið sunnan Islands og L‘Oce- ano Settentrionale (Norðurhaf) um hafið austan Islands. A íslenzkum sjókortum frá 18. og 19. öld er hafsvæðunum sjaldnast gefin sérstök nöfn. I vísindaritum frá þessum öldum eru nöfnin „the Northem Ocean” (Norðurhaf) eða „Das nördliche Nordmeer” (hið norðlæga Norðurhaf) notuð um svæðið milli Noregs og Islands. En árið 1878 kom norski prófessorinn Mohn með tillögu að nýju nafni. Kvað hann hafið milli Noregs, Fær- eyja, Islands og Jan Mayen ekki hafa hlotið neitt sérstakt nafn til þessa. En um þetta hafsvæði hafi Norð- menn siglt í nærfellt 1000 ár eða allt frá því Island var byggt, og nú hafi vísindalegar rannsóknir verið hafn- ar á þessu svæði fyrir forgöngu norsku þjóðarinnar. Því segist Mohn gera það að tillögu sinni, að það hljóti nafnið Noregshaf. Svo virðist sem Mohn hafi ekki SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.