Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Page 58

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Page 58
hafði, og bað þá að sjá um, að lækn- ir yrði sóttur. Eg gekk að deyjandi manninum. Wei Sang, sagði ég með hægð. — Hann hreyfði sig örlítið, stundi af veikum burðum, en lauk ekki upp augunum. Wei Sang, sagði ég aftur. Heyrirðu ekki í mér? Það er ég Norðmaður- inn, sem ávarpar þig. • Það fór kippur um náfölt andlit hans. Síðan leit hann á mig án þess að segja nokkuð. Það var hitagljái í augunum —. Smám saman virtist hann koma til sjálfs sín. Ég tyllti mér hjá honum og tók í hönd hans. Wei Sang, þekkirðu mig? Hann kinkaði kolli af veikum mætti. Ég skýrði fyrir honum í stuttu máli, hvernig háttað væri kynnum mínum af „Ynez” og gerði honum skiljanlegt, að ég væri grunaður um að eiga sök á því, að hann féll á þil- farið. I káetunni var grafarþögn. Ljósið á luktinni blakti örlítið og skugg- arnir brugðu á leik. Einhver hlutur við niðurganginn í káetuna hentist að veggnum í hvert sinn, sem bátur- inn hreyfðist. Það var draugalegt hljóð. Tíminn leið, mér virtist hvert and- artak sem eilífð. Ég beið í ofvæni. Wei Sang reyndi af veikum burð- um að rísa upp við dogg og mæla í hálfum hljóðum. Stúlka, sem komið hafði niður í káetuna, vék sér að honum, studdi hann og þurrkaði við og við blóðið, sem vætlaði úr munni hans. Hann svarað,i mér á sinni bjöguðu ensku: — No, no, you not Galu. Wei Sang greindi frá eftirfarandi, sem lögregluþjónn ritaði orðrétt nið- ur. En oft varð hlé á frásögn hans og röddin varð sífellt lægri. — Það var Galu, sem hreyfði fæt- ur mínar. Þessi ókunni maður hefur ekkert gert á hluta minn. Eitt sinn skal hver deyja. Ég er orðinn gam- all, ég dey og það er vel. Ég var á „Ynez” og þá sá ég Galu, það eru mörg ár síðan. Ég var tældur til að vinna í áburðarnámum á Chinhas- eyjum eins og svo margir aðrir land- ar mínir. Okkur var lofað háum launum, en sviknir um þau. Með- ferðin á okkur var verri en á þræl- um, verri en á skepnum. Okkar hlut- skipti var hungur og hýðing og óbærilega erfitt starf. Nótt eina réðumst við sex saman að tveimur varðmönnum og drápum þá. Síðan strukum við á burt á fleka. Hann bar hratt frá eyjunni fyrir straumi og vindi. Ekki veit ég, hvort okkur var veitt eftirför. Við vorum matarlausir, vatnslausir, það eina sem við lögðum okkur til munns var rekþang. Síðan liðu margir dagar, félagar mínir dóu hver á fætur öðr- um. Við hentum þeim í hafið. Ég drakk blóðið úr þeim síðasta áður en ég velti honum með veikum burð- um út af flekanum. Ég var að því kominn að sturlast. Hákarlarnir yf- irgáfu ekki flekann, þeir urðu aldrei mettir — þeir biðu eftir mér — einni máltíð í viðbót. Skipverjar á „Ynez” komu auga á flekann og hirtu mig af honum. Ég náði mér skjótt, varð matsveinn þar um borð og' í heilt ár lék gæfan við mig. Þá var það, að Galu birtist okkur. Nóttina, sem hið brennandi skip fór fram hjá okkur, sá ég tvo menn standa þar um borð og veifa til mín, það voru varðmennirnir, sem ég ásamt félögum mínum, hafði myrt. Ég sá ekki eftir þeim verkn- aði, en nú skildi ég, hvers vegna Galu hafði gert vart við sig. Frá þessari stundu var ég við öllu búinn. Þegar jarðskjálftinn varð og haf- ið reis eins og himinglæfa, sökk „Ynez”, en skaut aftur upp mikið brotið. Ég komst einn af af áhöfn- inni. Menn, sem reru um þessar slóðir í björgunarbát til þess að vita hvort þeir fyndu ekki einhverja lífs af áhöfnum hinna mörgu skipa, sem fórust, rákust á mig nær dauða en lífi fljótandi á stöng. Skipið, sem ég var fluttur um borð í, átti að fara til San Francisco og síðan til Kína. Ég fékk að fljóta með, og þannig atvik- aðist það, að ég komst heim aftur. Ég hef alltaf haldið, að „Ynez” hefði einhvers staðar borið að landi og brotnað í spón, eða verið höggvin í eld. Þess vegna var það, þegar þú — nú leit Wei Sang til mín og reyndi að brosa — sagðir mér frá hlutum, sem ég hélt mig vita eina um, að ég sá tvímenningana um borð í Galu veifa til mín. Og nú kemst ég ekki hjá því að hlýða — ég fer í friði. Wei Sang hefur átt hlut í manndrápi, en Wei Sang hefur aldrei borið hat- urs- eða fólskuhug til nokkurs manns. Galu verður á vegi allra. Fyrr eða síðar verða allir að gera reikningum sínum skil hinzta sinni. Síðustu setninguna gat ég trauðla heyrt. Hendur hans, sem höfðu hreyfzt með kippum, sigu aflvana niður. Nokkrum mínútum síðar kom læknirinn. En þá hafði Wei Sang gefið upp öndina, og ég var frjáls maður á ný. Við urðum samferða í land, lækn- irinn og ég. Ur bátnum og upp á bryggjuna lágu þunnar fjalir og mér fannst sem ég færi yfir hyldýpi, er skildi líf og dauða. Dagur var að kvöldi kominn og Shanghai var sem ljóshaf. I engri milljónaborg Austurlanda eru jafn- mörg auglýsingaljós, hvergi eins margir búðargluggar, götuljós né sporvagnar. Við fórum yfir hina breiðu „Garðbrú”, beygðum yfir á The Bund og gengum síðan upp al- lýsta Nankinggötu — ævintýragötu Shanghaiborgar, að minnsta kosti á árunum milli heimstyrjalda. Alls staðar var iða af lífi, allra þjóða menn voru þar á kreiki. En einnig í þessari borg var skammt á milli mestu auðlegðar og' sárustu fátækt- ar og eymdar. Við snerum við og borðuðum mið- dagsverð í Cathay Hotel. Eftir að hafa drukkið kaffið, settumst við úti á svalir og athuguðum hringiðuna á fljótinu og The Bund — allt iðaði af lífi. Nóttin var austurlenzk, yfir okkur hvelfdist geislandi stjörnu- himinn, allt var þrungið dulúð — það var sem ævintýri úr þúsund og einni nótt. Viðræðunum sleit eins og af sjálf- um sér. Ég var dálítið annars hugar — átti erfitt með að hætta að hugsa um það, sem gerzt hafði síðustu sundirnar. Ég hugsaði um Wei Sang, um það sem nefnt er örlög, um tafl- leik lífsins, þar sem hver maður leggur við lff sitt og gæfu. 42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.