Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 11

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 11
ÚTGEFANDI: SJÓMANNADAGSRÁDIÐ Sjómannadagsblaðið 3. júní 1962 — 25. órgangur Tuttugu og fimm ár Útgefandi: SJÓMANNADAGSRÁÐ Ritstj. og ábyrgSarm.: Halldór Jónsson. Guðm. H. Oddsson. Ritnefnd: GarSar Jónsson. Halldór Jónsson. Jónas Guðmundsson. Júllus Kr. Ólafsson ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H-F EFNISYFIRLIT Tuttugu og fimm ár ....... 17 * Sjómannadagurinn í Reykja- vík 1961 ............... 20 * Þættir úr stofnsögu Sjómanna- dagssamtakanna ......... 22 * Selandia ................. 33 * Eitt mesta sjóslys siglinga- sögunnar ............... 37 * Minjagripaveiðar ......... 40 * Sýnishom af Paradís....... 41 * Hollendingurinn fljúgandi .. 44 * Sjómannadagur 25 ára (frh.) 49 * Sjómannadagur úti um land: Grafarnesi 54, Eskifirði 55 Ólafsfirði 57, Húsavík 58 ísafirði 59, Bolungarvík 61, Súgandafirði 64, Skagastr. 66, Siglufirði 67. * Skáld sjómanna og sæfara .. 68 * Ferð til Jan Mayen 1957 .... 75 * Sólarhringur við Grænland.. 81 * Thalassa ................... 88 * Equator — línuskip.......... 94 * Kveðjur til sjómanna o. fl. Á þessu vori fylkja sjómenn liði í 25. sinn og halda Sjómannadaginn hátíðlegan. Þann 28. nóvember 1937 voru samtökin, sem að honum hafa staðið síðan, mynduð af félögum sjó- manna í Reykjavík og Hafnarfirði og ákveðið að stofna til Sjómanna- dagsins. Þær starfsreglur, sem þá voru sett- ar fyrir samtök þessi voru ekki fjöl- skrúðug að máli né fjölbreytilegar, en hugsunin, sem að baki þeim lá, hefur verið í heiðri höfð síðasta ald- arfjórðung, og mun svo verða um langan tíma enn. I starfsreglum þessum segir, að takmark Sjómannadagsins eigi að vera: 1. að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjó- mannastéttarinnar. 2. að heiðra minningu látinna sjó- manna og þá sérstaklega þeirra, er í sjó drukkna. 3. að kynna þjóðinni lífsbaráttu sjómannsins við störf sín á sjón- um. 4. að kynna þjóðinni hve þýðing- armikil störf stéttin vinnur í þágu þjóðfélagsins. 5. að beita sér fyrir menningar- málum varðandi sjómannastétt- ina og vinna að velferðarmálum hennar. Á slíkum tímamótum í sögu sam- taka, sem Sjómannadagsins, vaknar að sjálfsögðu sú spurning, hvort gat- an hafi verið gengin til góðs fram eftir veg. Hefur þeim góðu áform- um, sem í starfsreglunum er getið, verið framfylgt? Ef litið er á tvö fyrstu atriðin, verður að benda á, að þrátt fyrir mikinn skort á samstarfi þeirra stéttarfélaga, sem meðlimi sína eiga á skipaflota okkar, í kaup- og kjara- málum, þá hefur aldrei staðið á sam- starfi þeirra í milli, þegar um áhuga- mál Sjómannadagsins hefur verið að ræða. I hópgöngum, á úti- og innifundum ganga þeir, standa og sitja saman, hlið við hlið, og rígur á milli stétta er látinn hverfa. Aldrei kemur þetta berlegar í ljós en þegar okkur verður hugsað til annars atriðis framangreindra starfs- reglna. Þá hneigja allir höfuð sitt sameiginlega, við minninguna um horfna félaga, sem látizt hafa við skyldustörf sín á hafinu. Á 25. Sjómannadaginn eru komn- ar 801 stjarna í stjörnufána sam- takanna. Hver stjarna táknar eitt mannslíf. Á þessu tímabili hafa því .. sjó- menn í sjó drukknað. Þetta er geigvænlega há tala og engin stétt landsmanna á svo hörmu- lega slysatölu í starfi sínu sem sjó- mannastéttin. En þótt mörg heimili hafi misst fyrirvinnu sína og mörg börn orðið föðurlaus við þá átakanlegu sjó- skaða, sem orðið hafa á þessu tíma- bili, þá ber okkur jafnframt minn- ingu og heiðri hinna látnu, að bera fram hljóða þökk fyrir alla þá, sem koma heilir á húfi að landi aftur. Sá atvinnuvegur, sem íslenzkir fiskimenn verða að stunda við sínar hættulegu aðstæður, gefur ekki ástæðu til mikillar bjartsýni um það, að sjóferðinni ljúki alltaf vel. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.