Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 11
ÚTGEFANDI:
SJÓMANNADAGSRÁDIÐ
Sjómannadagsblaðið
3. júní 1962 — 25. órgangur
Tuttugu og fimm ár
Útgefandi:
SJÓMANNADAGSRÁÐ
Ritstj. og ábyrgSarm.:
Halldór Jónsson. Guðm. H. Oddsson.
Ritnefnd:
GarSar Jónsson. Halldór Jónsson.
Jónas Guðmundsson. Júllus Kr. Ólafsson
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H-F
EFNISYFIRLIT
Tuttugu og fimm ár ....... 17
*
Sjómannadagurinn í Reykja-
vík 1961 ............... 20
*
Þættir úr stofnsögu Sjómanna-
dagssamtakanna ......... 22
*
Selandia ................. 33
*
Eitt mesta sjóslys siglinga-
sögunnar ............... 37
*
Minjagripaveiðar ......... 40
*
Sýnishom af Paradís....... 41
*
Hollendingurinn fljúgandi .. 44
*
Sjómannadagur 25 ára (frh.) 49
*
Sjómannadagur úti um land:
Grafarnesi 54, Eskifirði 55
Ólafsfirði 57, Húsavík 58
ísafirði 59, Bolungarvík 61,
Súgandafirði 64, Skagastr. 66,
Siglufirði 67.
*
Skáld sjómanna og sæfara .. 68
*
Ferð til Jan Mayen 1957 .... 75
*
Sólarhringur við Grænland.. 81
*
Thalassa ................... 88
*
Equator — línuskip.......... 94
*
Kveðjur til sjómanna o. fl.
Á þessu vori fylkja sjómenn liði í
25. sinn og halda Sjómannadaginn
hátíðlegan. Þann 28. nóvember 1937
voru samtökin, sem að honum hafa
staðið síðan, mynduð af félögum sjó-
manna í Reykjavík og Hafnarfirði
og ákveðið að stofna til Sjómanna-
dagsins.
Þær starfsreglur, sem þá voru sett-
ar fyrir samtök þessi voru ekki fjöl-
skrúðug að máli né fjölbreytilegar,
en hugsunin, sem að baki þeim lá,
hefur verið í heiðri höfð síðasta ald-
arfjórðung, og mun svo verða um
langan tíma enn.
I starfsreglum þessum segir, að
takmark Sjómannadagsins eigi að
vera:
1. að efla samhug meðal sjómanna
og hinna ýmsu starfsgreina sjó-
mannastéttarinnar.
2. að heiðra minningu látinna sjó-
manna og þá sérstaklega þeirra,
er í sjó drukkna.
3. að kynna þjóðinni lífsbaráttu
sjómannsins við störf sín á sjón-
um.
4. að kynna þjóðinni hve þýðing-
armikil störf stéttin vinnur í
þágu þjóðfélagsins.
5. að beita sér fyrir menningar-
málum varðandi sjómannastétt-
ina og vinna að velferðarmálum
hennar.
Á slíkum tímamótum í sögu sam-
taka, sem Sjómannadagsins, vaknar
að sjálfsögðu sú spurning, hvort gat-
an hafi verið gengin til góðs fram
eftir veg. Hefur þeim góðu áform-
um, sem í starfsreglunum er getið,
verið framfylgt?
Ef litið er á tvö fyrstu atriðin,
verður að benda á, að þrátt fyrir
mikinn skort á samstarfi þeirra
stéttarfélaga, sem meðlimi sína eiga
á skipaflota okkar, í kaup- og kjara-
málum, þá hefur aldrei staðið á sam-
starfi þeirra í milli, þegar um áhuga-
mál Sjómannadagsins hefur verið að
ræða.
I hópgöngum, á úti- og innifundum
ganga þeir, standa og sitja saman,
hlið við hlið, og rígur á milli stétta
er látinn hverfa.
Aldrei kemur þetta berlegar í ljós
en þegar okkur verður hugsað til
annars atriðis framangreindra starfs-
reglna. Þá hneigja allir höfuð sitt
sameiginlega, við minninguna um
horfna félaga, sem látizt hafa við
skyldustörf sín á hafinu.
Á 25. Sjómannadaginn eru komn-
ar 801 stjarna í stjörnufána sam-
takanna.
Hver stjarna táknar eitt mannslíf.
Á þessu tímabili hafa því .. sjó-
menn í sjó drukknað.
Þetta er geigvænlega há tala og
engin stétt landsmanna á svo hörmu-
lega slysatölu í starfi sínu sem sjó-
mannastéttin.
En þótt mörg heimili hafi misst
fyrirvinnu sína og mörg börn orðið
föðurlaus við þá átakanlegu sjó-
skaða, sem orðið hafa á þessu tíma-
bili, þá ber okkur jafnframt minn-
ingu og heiðri hinna látnu, að bera
fram hljóða þökk fyrir alla þá, sem
koma heilir á húfi að landi aftur.
Sá atvinnuvegur, sem íslenzkir
fiskimenn verða að stunda við sínar
hættulegu aðstæður, gefur ekki
ástæðu til mikillar bjartsýni um það,
að sjóferðinni ljúki alltaf vel.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 7