Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 17

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 17
unna, því svo mikil væru þau verð- mæti er þeir færðu þjóðarbúinu. Sjómannadagshátíðahöldin, voru ekki eingöngu innbyrðis samtök sjó- manna sjálfra, sjálfum þeim og þeirra nánustu til ánægju og heilla, held- ur voru þetta útréttar hendur sjó- manna til annarra landsmanna til sérhverra þeirra átaka er verða mætti þjóðinni til heilla. Strax í byrjun var leitað samstarfs um þessi mál við útvegsmenn og helztu forráðamenn þjóðarbúsins, í þeirri vissu von, að þeir tækju í útrétta höndina og veittu þessari við- leitni sjómanna fullan stuðning þar sem vitanlegt var að mörg hugðar- efni sjómanna væru jafnt þeirra og þjóðarinnar allrar hugðarefni, en þetta á við um öll framfara, öryggis- og uppbyggingamál og efling þeirra atvinnuvega sem þjóðin byggir mest afkomu sína á, mál sem því aðeins verða leyst svo viðunandi sé allir taki höndum saman um lausn þeirra, enda var allsstaðar góðum skilningi að mæta. Þær góðu undirtektir sem hugmyndin um Sjómannadaginn fékk hjá öllum almenningi og þann brennandi áhuga sem það vakti með- al helztu fulltrúa sjómanna mun ávallt verða minnst sem einnar mestu vakningu er orðið hefur með- al sjómanna. Hvenær hugmynd fæðist er ekki gott að segja, Sæmundur Ólafsson, sem lengi var stýrimaður á togur- um og oft var útvarpsþulur við úti- íþróttir Sjómannadagsins, segir frá því á mjög skáldlegan hátt í 20. tbl. Sjómannadagsblaðsins 1957, þegar hann álítur að hugmyndin um Sjó- mannadaginn hafi fyrst komist af hljóði, á fögrum vormorgni við aust- urbrún Isafjarðardjúps 1929. Eftir því má segja að þessi hugsjón sé ósvikið sjávarfóstur. Henry A. Hálfdánsson loftskeyta- maður, sem hafði forustu með hvor- tveggja að koma hugmyndinni á framtæri og einnig að framkvæma hana svo hún yrði að sýnilegum og áþreifanlegum veruleika, segist frá barnæsku hafa verið mjög hrifinn af siglingaafrekum forfeðranna er sér virtist ekki vera nægilega gaum- ur gefinn af mönnum almennt, og eftir að hann gerðist sjómaður 15 ára gamall, þótti honum sjómenn vera ærið tómlátir um mörg sín mál. Hann hafi því oft hugsað um hvern- ig hægt væri að vekja sjómenn til sameiginlegra átaka fyrir sínum vel- ferða- og menningarmálum. Tækifærið gafst 1934. Þá var hann ritstjóri Firðritarans, mánaðarits, sem loftskeytamenn gáfu út sín á milli og ræddu um ýmis hugðar- efni þeirra og öryggismál sjómanna yfirleitt. Þar á meðal frétt frá 12. Alþjóðaþingi loftskeytamanna er haldið var í Gautaborg þ. á., þar sem samþykkt var, að félögin beittu sér fyrir því, hvert í sínu landi, að kom- ið yrði á árlegum minningardegi þeirra loftskeytamanna, sem látið hafa lífið mitt í skyldustörfum sín- um við að kalla á hjálp handa öðr- um. En einmitt á þessum árum, kom það ekki ósjaldan fyrir að hetju- dáð loftskeytamanna í þessum efn- um vakti heimsathygli. Henry Hálfdánssyni var það strax Ijóst, að þetta var kærkomið tæki- færi til að vekja áhuga manna fyrir minningu þeirra manna er létu lífið við hættuleg störf sín á sjónum, ekki einungis loftskeytamanna, held- ur allra þeirra íslenzkra sjómanna er létu lífið við skyldustörfin, jafn- framt væri í sambandi við það mögu- leiki á að efna til árlegs Sjómanna- dags er sjómennirnir sjálfir hefðu allan veg og vanda af. Hann ræddi þetta við félaga ýmsra félaga, bæði loftskeytamenn, og aðra Frá fyrstu hátíðahöldum Sjómannadagsins — Áhugasamir áhorfendur. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.