Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 23

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 23
að koma sér saman um ræðumenn og ákveða nánar um þennan lið. 6. Kl. 15.00. Kappróður sjómanna í nótabátum milli einstakra skipshafna. Síldveiði- menn væru vanir að róa og af því myndi verða góð skemmtun, og til væru verðlaun, skjöldur mikill, sem Morg- unblaðið hefði gefið til kappróðurs og væri hann fáanlegur handa Sjó- mannadeginum til umráða. 7. Kl. 16.00. Stakkasundskeppni sjómanna. Þetta væri atriði sem Sjómannadagurinn ætti að taka að sér framkvæmd á. Til væri silfurbikar, góður gripur, sem Sjó- mannafélag Reykjavíkur hefði gefið til keppni í þessari þýðingarmiklu íþrótt. 8. Kl. 20.00. Hefst útvarpskvöld Sjómannadags- ins. Hvert félag fái 15 min. til umráða. Reynt verði að koma á leikþætti. Kvaðst stjórnin vera búin að fá út- varpið til umráða þetta kvöld að lokn- um fréttum. Guðmundur H. Oddsson lagði fram sýnishorn, gerð af Tryggva Magnússyni, að þrennskonar merkj- um til að selja á Sjómannadaginn. Vildi hann að fundurinn tæki ákvörðun um söluverð merkjanna, sem gæti verið 25 aurar 50 aurar og 100 aurar, eða jafnvel kr. 2.00 ef menn teldu það heppilegt allt eftir gerð merkisins. Fundarmönnum fannst stjórnin hafa verið viðbragðsfljót og þökkuðu störf hennar en sumum fannst hún helzt til stórhuga, því erfitt yrði að koma öllu því í kring sem hún hefði áformað, þar á meðal væri sýning- in. Ingvar Ag. Bjarnason var mót- fallinn kappróðri á notabátum, vegna þess hvað erfiðir og þungir þeir væru. Hann kom með þá uppástungu að hvert félag í ráðinu lánaði stjórn- inni kr. 100,00, til að standa undir byrjunarkostnaði, og yrðu pening- ar þessir endurgreiddir eftir dag- inn ef fjárhagur leyfði. Nokkrar umræður urðu um sölu- verð merkjanna, og vildu menn ekki að verð þeirra yrði leift hærra en ein króna. Jónas Jónasson lagði mikla áherzlu á, að efnt yrði til hópgöngu sem myndi setja mikinn svip á bæ- inn, og hann taldi það óhæfu að félögin skyldu ekki hafa viljað gang- ast undir fjárhagslegar skuldbind- ingar í sambandi við daginn, en án fjár væri lítið hægt að gera. Henry og Þorgrímur Sveinsson vildu láta útbúa víkingaskip til að hafa í hóp- göngunni til að lífga hana upp og gera hana áhrifa meiri, en öðrum fannst það ókleift vegna kostnaðar. Halldór Jónsson tók upp hugmynd Ingvars Ág. Bjarnasonar um að hvert félag legði til eitthundrað krónur til að standa stramn af und- irbúningi dagsins, og yrði þetta fé skoðað sem lán, er ætti að endur- greiðast að deginum loknum, ef fé væri fyrir hendi, annars ekki. Gerði hann þetta að tillögu sinni og var það samþykkt. Vegna þess hvað margir höfðu ótrú á að hægt væri að stofna til sýningar á þessum fyrsta Sjómanna- degi, voru eftirtaldir menn kosnir í nefnd til að athuga málið. Þor- steinn Loftsson vélstjóri, Friðrik V. Ólafsson skipherra og Friðrik Hall- dórsson loftskeytamaður. Samtals hélt Fulltrúaráð Sjó- mannadagsins fimm fundi til und- irbúnings Sjómannadeginum, en mest hvíldu þó undirbúningsstörfin á stjórninni og þeim mönnum er hún gat náð í sér til aðstoðar í hvert skifti. Þriðji fundur ráðsins var haldinn 19. maí. Formaður gat þess að hann hefði flutt tvö útvarpserindi til sjó- manna á hafi úti í gegnum talstöð b. v. Hannesar ráðherra, þar sem hann starfaði, aðallega til að vekja áhuga þeirra fyrir þátttöku í íþrótt- um Sjómannadagsins. Sérstaklega kappróðri, stakkasundi, reiptogi og hópgöngu og hefðu undirtektir ver- ið mjög góðar, svo farið væri að þátttöku. Þá hefði Sigurjón Einars- son skipstjóri á b. v. Garðari, útvarp- að áskorun til skipanna og áhafnir skipa þeirra, til þátttöku í íþrótt- um Sjómannadagsins. Tilkynnti Sig- urjón að hann myndi mæta með skipi sínu og allri sinni áhöfn og hvatti aðra til að gera hið sama. Formaður sagði, að stjórnin hefði haldið áfram að vinna að undirbún- ingi þeirrar dagskrár sem lögð hefði verið fyrir síðasta fund, og hefði verið bætt á dagskrána nýjum lið- um, svo sem útgáfu á sérstöku blaði, Sjómannadagsblaði, og keppni í knattspyrnu og reipdrætti, þá legði og stjórnin til, að haldið yrði sérstakt sjómannahóf að Hótel Borg, að af- lokinni íþróttakeppni dagsins, þar sem fram færu ræðuhöld og skemmtiatriði og þaðan yrði svo út- varpað því sem fram færi til sjó- manna á hafi úti og landsmanna út um land. Knattspyrna yrði háð milli íslenzkra sjómanna og sjómanna á einhverju erlendu skipi er lægi í höfninni en reipdráttur yrði milli Sjómannafélags Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og væri í ráði að Veið- arfæraverzlanir í Reykjavík gæfu grip til þeirrar keppni, þá legði stjórnin til að slegnir yrðu verð- launapeningar með merki dagsins til að verðlauna með hina ýmsu þátt- takendur en stóru gripirnir yrðu farandgripir, sem ekki væri hægt að vinna til eignar, heldur skyldi á þá grafin nöfn sigurvegara hverju sinni. Hvað ræðumenn snerti, væri ákveð- ið að aðalræðumaður dagsins yrði atvinnumálaráherra, sem talaði við Leifsstyttuna og Sigurjón Á. Ólafs- son sem talaði úr útvarpssal, í sjó- mannahófinu að Hótel Borg legði hver starfsgrein fram sinn ræðu- mann. Þá var formaður vongóður um að hagnaður yrði af hátíðahöldum dags- ins, og hvað nauðsynlegt að fulltrú- arnir tækju ákvörðun um, til hvers þeim ágóða skyldi varið, því viss áróðursstyrkur væri í því að geta kynnt það fyrir almenningi strax í byrjun, og benti á, að þegar væri komin fram hugmynd um að leggja hagnaðinn í dvalarheimili fyrir aldr- aða sjómenn. Formaður las síðan upp eftirfar- andi bréf frá nefnd þeirri er síðasti fundur tilnefndi til að athuga mögu- leika á að koma upp sýningu. „Sunnudaginn 9. maí 1938 kl. 9.30 árd. mættu undirritaðir, er kosnir höfðu verið af fulltrúaráði Sjómannadagsins 1938, til að taka um það ákvörðun, hverjir möguleikar myndu verða á þvi að haldin yrði í sambandi við vænt- anlegan Sjómannadag 6. júlí n. k. al- menn sýning, er hugmynd gæti gefið um þróun og lífsskilyrði sjómanna- stéttarinnar almennt. — Urðu um mál SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.