Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 35
Sýnishorn aí Paradís
Vestur Samoa-eyjarnar, hinar
paradísku eyjar á ystu suðurslóð-
um Kyrrahafsins, þar sem Robert
Louis Stevenson lifði, skrifaði og
dó, eru fyrstu eyjarnar í Kyrrahafi,
sem undir eftirlitsstjórn Sameinuðu
þjóðanna hafa hlotið fulla Sjálfs-
stjórn, en það átti sér stað 1. jan-
úar 1962.
A sama aldarskeiði, sem ofsafeng-
in þjóðerniskennd, og sjálfstjórn
hefir orðið sameiginlegur hugsjúk-
dómur meðal minni þjóðernishópa í
heiminum — þar sem leiðin að sjálf-
stæði hefir legið yfir blóðidrifnar
slóðir, skæruhernaðar og morða, og
stundum leitt til innri eyðileggingar,
þannig að herdeildir SÞ hafa orðið
að grípa til vopna, til þess að koma
á a. m. k. yfirborðs bráðabirgða
friði — mætti hið hávaða og yfir-
lætislausa skref vestur-Samoaeyja
með aðstoð SÞ, vera öðrum til fyr-
irmyndar, á hinni þyrnum stráðri
braut til frelsis og sjálfstjómar, á
skynsamlegan máta.
Með óskiftu almennu fylgi, án
nokkura teikna um valdastreitu
milli einstakra sérhópa um stjórnar
yfirráð, og án nokkurra upphróp-
ana um Sovéthugsjónafræði, hefir
hinum stolta, en vingjarnlega og
fagra polynesiska þjóðflokki á vest-
ur Samoa suðurhafseyjum tekist að
fá fullkomna sjálfstjórn viðurkennda
af hálfu umboðsstjórnar SÞ.
Forsætisráðherra er innfæddur
eyjabúi, tveir elstu höfðingjar eyj-
anna, hafa verið valdir til yfirstjórn-
ar, þjóðþing og löggjafarráð hefir
verið stofnað. En það sem mestu
máli skiftir er, að tekist hefir að
sameina heildarstjórn fyrir eyjarn-
ar, með aðstoð ráðgjafa frá Ástra-
líu og Nýja Sjálandi í samráði
við löggjafarráðsmenn Samoa-manna
og fulltrúa umboðsmanna SÞ. í maí-
mánuði 1961 fór fram þjóðarat-
Æðsti maður Samoaeyja, Tupua Tamasese,
er einn þeirra fullvöxnu. Tveir metrar á
hæð á sokkaleistum, og 150 kg. netto. —
Come along boys!
kvæðagreiðsla, er samþykkti stjórn-
arskrá landsins og sjálfstæði. I októ-
ber 1961, gerði umboðsstjóm SÞ
samhljóða samþykkt um sjálfstjórn
eyjanna, og þar með var vestra-
Samoa veitt fullt sjálfstæði frá 1.
janúar 1962.
Þegar hinn föngulegi forsætisráð-
herra Fiame Mata’afa Faumuina
Mulinu’u 2., höfðingi Lepea-borgar
lagði sjálfstæðiskröfur eyjabúa fyr-
ir fulltrúa hinna 82 þjóða árið 1960,
voru margir meðal þeirra sem þá
fyrst fengu hugmynd um, að SÞ
hefðu farið með umboðsstjórn þess-
ara Paradisku eyja suðurhafsins.
Vestra Samoa eru tvær stórar
eyjar Upolu og Savai’i og tvær minni
Manono og Apolima, er liggja milli
13 og 15 breiddargráðu og 171. til
173. lengdargráðu. Við síðasta mann-
tal var íbúafjöldinn 107,000 manns.
Samoanirnir eru af Polynesa ætt-
flokki, hafa ljósbrúnan litarhátt, eru
glaðlyndir, hraustir, stoltir en vin-
gjamlegir. Gestrisni er ekki tillærð,
heldur meðfædd. Virðing þeirra og
samheldni fyrir hinu ættföðurlega
stjórnarkerfi aðskilur þá frá öðrum
þjóðflokkum.
Hinar fögru konur Samoaeyjanna
geta stært sig af því að hafa mýkri
Hafið og sólskrýddar strendur eyjanna er leikvangur barnanna á
Samoa-eyjum.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41