Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 39

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 39
ótta við að slíkt nafn myndi draga úr kjarki siglingamanna í framtíð- inni, hann gerði sér ljóst að þarna var fundin sjóleið til Indlands, sem lengi hafði verið leitað að. Konung- urinn gaf höfðanum nafnið Góðrar- vonarhöfði. Petro Cabral, sem útnefndur hafði verið flotaforingi Indlands af kon- unginum í Portugal, vissi ekki hve mikilvægt afrek hafði verið unnið. Hann lagði út frá Portugal með flota- deild, sem í voru 13 vel vopnuð skip, mönnuð 1500 mönnum. A einu þeirra var Bartholomeus Diaz. Siglt var áleiðis til Illviðrahöfða. í leiðarbók flaggskipsins var skráð mjög óvenju- legt fyrirbrigði. A hinni löngu sigl- ingu í átt til höfðans sáu þeir mikla halastjörnu á himninum, hún var undanfari hræðilegs fárviðris sem skyndilega brast á, þar, sem hinn litli floti var staddur. I myrkrnu og fárviðrinu fórust fjögur skipanna með manni og mús. Einu þeirra, sem fórst var hinn aldurhnigni Bart- holomeus Diaz. Maðurinn, sem fund- ið hafði höfðann lét lífið á þeirri leið, sem hann hafði kannað. Vasco da Gama sigldi fyrir 111- viðrarhöfða árið 1497 og fór til Ind- lands. Eftir þetta voru farnar tvær frægar ferðir í kringum jörðina. Leiðangur Ferdinands Magellans 1519—1522 og Sir Francis Drake 1577—1580. Hið litla skip Viktoría, eina skipið sem af komst úr leiðangri Magell- ans sigldi allt suður á 42. breiddar- gráðu til þess að komast fyrir höfð- ann. Vegna stöðugrar vestan og norðvestan áttar, sem öðru hvoru nálgaðist ofsa varð hún að lækka seglin, hún var níu vikur að komast fyrir Góðrarvonarhöfða. Anthony Pigapheta borgarráðsmaður frá Vicenca og riddari of Rhodes segir meðal annars frá ferð sinni með leið- angri Magellans á þessa leið. Þann 6. maí komumst við loks með Guðs hjálp fyrir hinn hræðilega höfða, en við urðum að vera í 15 mílna fjar- lægð frá honum annars hefðum við aldrei komizt fyrir hann. I leiðar- bókina var skrifað: Föstudagur 16. maí. Eg mældi sólina, hæð hennar var 3314°, deklination 21,°6 og breiddin 35°39’ miðum A. S. A— V.N.V. Við vorum 60 mílur af Góðr- arvonarhöfða. I dag brotnaði fram- mastrið og framrá. Við lágum til drifs allan daginn. Vindurinn var á vestan. Viktoría komst fyrir höfðann 18—19. maí. Ferð Drakes er fræg í sögunni. Viktoría úr leiðangri Magellans sigldi kringum jörðina 50 árum áð- ur, en Drake var fyrsti Englending- urinn, sem það gerði. Enn fremur fann hann land fyrir sunnan Mag- ellanssund. Hann sýndi fram á, að Tierra del Fuego var eyjaklasi, en ekki hluti af stóru suðlægu megin- landi, út frá eyjunum var opið haf til austurs, suðurs og vesturs. „Hafið sem ég nú sigli inn á ætti að heita Hafið æsta fremur en Hafið kyrra. Það væri meira réttnefni11, sagði Drake. Hann hafði farið fyrir Horn- höfða langt í suðri og komizt þang- að, sem nú kallast Suður-Ishafs- svæði. A skipi sínu Golden Hind, sem áð- ur hét Pelíkan. Sigldi Drake yfir Indlandshaf og fór fyrir Góðrarvon- arhöfða í kyfru veðri. Drake for- mælti Portugölum fyrir að kalla höfðann hættulegasta höfða í heimi. vegna hinna óþolandi storma, sem þar geysuðu. Drake sagði: „Þessi höfði er mjög tignarlegur og fegursti höfðinn, sem við sáum á allri ferð okkar umhverfis jörðina.“ Menn, sem siglt hafa kringum jörðina og farið hafa fyrir Hornhöfða og Góðr- arvonarhöfða í góðu veðri geta sam- þykkt þetta. En þegar Hollendingur- inn fljúgandi er á sveimi við þann síðarnefnda breytist viðhorfið ger- samlega. Munnmælin um Hollendingimi fljúgandi eru til með nokkrum af- „Atlas stendur á yztu brún jarðar, og heldur uppi hinni þungu himingjörð, með höfði og berum höndum.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.