Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 42

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 42
Hinn þjóðsögufrægi „Fljúgandi Hollendingur" sem fjöldi sjómanna af öllum þjóðernum telja sig hafa séð „ljóslifandi" á liðnum ára- tugum, lifir í hugskoti þeirra, sem sigla fyrir Góðravonarhöfða. því hvílir. Þeir eru aðeins sammála um aðal siglingasvæði þess. Hinn ameríski sjómaður gerði sig ánægð- an með hina einföldu sögn um hol- lenzka skipstjórann, sem var á leið til heimahafnar, hann hreppti þrá- láta mótdræga storma við Góðrar- vonarhöfða, sem ollu því að hann komst ekkert áleiðis, þá sór hann þess eiða að snúa ekki við, en halda áfram baráttu sinni við að komast fyrir höfðann allt til Dómsdags ef nauðsynlegt kynni að reynast. Hann var tekinn á orðinu og er enn í dag að berjast við að komast fyrir Borð- flóa. Frakkar lengja sögnina og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Aður fyrr var skipstjóri nokkur, sem ekki trúði á Guð. Hann lenti í miklu stórviðri við Góðrarvonarhöfða. Hann hló að hræðslu skipshafnar- innar og fór með söngva, sem voru viðbjóðslegir og til þess fallnir að kalla hundraðfalda bölvun yfir skip- ið. Þegar hann var að hæðast að veðurofsanum, opnaðist ský og geysi- lega stór vera steig niður á aftur- þilfarið. Þetta var Hinn Eilífi Faðir. Allir voru hræddir, en skipstjórinn hélt áfram að reykja pípu, hann lyfti ekki einu sinni húfunni þegar veran ávarpaði hann. „Skipstjóri“ sagði veran „þú ert frávita". „Þú ert mjög ókurteis ná- ungi“ sagði skipstjórinn illilega. „Eg bið þig einskis, hafðu þig á brott eða ég slæ þig í höfuðið svo að heilinn liggi úti.“ Hin virðulega persóna svaraði engu, en yppti öxlum. Skipstjórinn greip nú skammbyssu, spennti upp gikkinn og miðaði á skýjaveruna. Skotið hitti ekki hina hvítskeggjuðu veru, en hljóp í hendi skipstjórans. Hann spratt á fætur og ætlaði að slá veruna með hnefanum, en hend- in féll máttlaus niður. Hin stóra vera sagði: „Þú ert bölvaður. Him- ininn dæmir þig til að sigla enda- laust, án þess að geta nokkursstaðar komist til hafnar. Þú skalt vera tó- bakslaus og bjórlaus, þú skalt alltaf drekka gall. Þú skalt tyggja rauð- glóandi járn í stað tóbaks. Þjónustu- drengur þinn skal vera með horn á enni, hann skal vera með tígrisdýrs- skolta, húð hans skal vera hrufótt- ari en húð á sjóhundi. Þú skalt allt- af vaka og aldrei sofa, þegar þú lok- ar augunum mun langt sverð nísta skrokk þinn, þér skal engrar hvíldar verða auðið og ekkert gott veður fá. Þú skalt alltaf fá ofsaveður en al- drei golu. Þú skalt sveima um við Góðrarvonarhöfða til Dómsdags. Hver, sem skip þitt sér mun verða fyrir óhappi.“ „Eg býð þér byrginn“. Var svar skipstjórans. Hinn heilagi faðir hvarf. Skipstjórinn varð einn eftir á þilfari með skipsdrengnum, sem orð- inn var til útlits eins og spáð hafði verið. Skipshöfnin var horfin upp í skýin. Munnmælum Frakka lýkur með söng úr söngvasafni frá suðurhöf- um eftir O’ Reylly. Hvað verðnr til verndar skipi sem vofuna nálgast um sjá? Engum, sem anga það lítur auðnast að herma þar frá. Aldrei mun stýra til strandar né stíga á feðranna grund sá sem hinn fljúgandi Hóllending hittir í hafi um stund. Grímur Þorkelsson þýddi grein- ina. Jónas Guðmundsson þýddi ljóðið. 48 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.