Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 44

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 44
komið var á fót sérstakri sjóminja- safnsnefnd, er í áttu sæti: þjóðminja- vörður, skipaður af (atvinnumála- ráðherra, og fulltrúar tilnefndir af Fiskifélagi Islands og Sjómannadags- ráði. Fulltrúar í nefndinni af hálfu Sjómannadagsráðs voru Guðmundur H. Oddsson, Þorgrímur Sveinsson og Friðrik Halldórsson. Sjómannadagsráð gleymdi ekki að minnast hinna látnu félaga sinna, þótt ekki hefði náðst samstaða í upphafi til að vinna að því að reisa eitt allsherjar minnismerki yfir alla drukknaða sjómenn, þá komu þeir því í verk strax fyrsta haustið að reisa myndarlegan minnisvita á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogs- kirkjugarði. Var minnisvarðinn af- hjúpaður með hátíðlegri athöfn 16. nóv. 1938. Þá voru sjómennirnir ekki síður vakandi fyrir ýmislegri tímanlegri velferð samtakanna. Þannig var strax í upphafi hafinn undirbúningur að því að fá smíðaða kappróðrabáta til að nota við róðrarkeppni á Sjó- mannadaginn, og hafa flest sjó- mannadagssamtök úti um land kom- ið sér upp slíkum bátum. Kappróðra- bátar sjómannadagsráðsins í Reykja- vík eru fjórir og bera nöfn land- vættanna. Þeir eru nú orðnir yfir 20 ára gamlir og eru uppi sterkar radd- ir um að fá þá endurnýjaða, annars hafa þeir verið vel geymdir og þeir lítið látið ásjá í gegnum árin. Sjómannasamtokin efndu og til keppni um hátíðaljóð og lag við það. Var mikil þátttaka hinna ágætustu listamanna um þetta hvorutveggja. Niðurstaðan varð svo hið frábæra kvæði Islands Hrafnistumenn, eftir Örn Arnarson (Magnús Stefánsson) með hinu gullfallega lagi Emils Thor- oddsen, sem vonandi á eftir að hljóma á hverjum Sjómannadegi um alla framtíð. Þá færði Sigfús Hall- dórsson Sjómannadeginum að gjöf ódauðlegt tónverk eftir sig við hið svipmikla kvæði Amar Amarsonar, Stjáni blái, og hefur Sjómannadags- ráð nú með aðstoð Sinfóníuhljóm- sveitar Islands og Ríkisútvarpsins, fengið þetta tónverk varanlega greipt á tónplötu. Skáldið Örn Arnarson arfleiddi Sjómannadagssamtökin að skáld- verkum sínum, og hefur Sjómanna- dagsráð helgað hið myndarlega bókasafn Dvalarheimilisins jninn- ingu skáldsins og ber það nafn hans. Sjómannadagshátíðahöldin fóru fram með sama hátíðabrag öll styrj- aldarárin. Þrátt fyrir miklar blóð- fórnir stéttarinnar. Margir fulltrúar í Sjómannadagsráði sigldu öll stríðs- árin og sumir létu lífið. Arið 1944 fóru Sjómannadagshátíðahöldin fram við Sjómannaskólann nýja, er lagð- ur var homsteinn hans, og var bygg- ingin þá að mestu uppsteypt og kom- in undir þak. Sveinn Björnsson, ríkisstjóri Islands, framkvæmdi þá athöfn. Nokkmm dögum síðar var hann á Þingvöllum kjörinn fyrsti forseti Islands, þá er lýðveldið var endurreist. Þetta var mjög minnis- stæður Sjómannadagur með mikilli og almennri skrúðgöngu upp að Sjó- mannaskóla og með mikilli þátttöku almennings. Arið 1947 var 10. Sjómannadagur- inn haldinn hátíðlegur um allt land. I Reykjavík minntist Sjómannadags- ráð þessa afmælis með því að stofna til merkilegrar dýrasýningar og úti- leikvangs í Örfirisey, og voru sjó- mennirnir þarna brautryðjendur, eins og á mörgum öðrum sviðum. Munu fáir geta gert sér í hugarlund, hvað þetta var mikið verkefni, sem sjómennirnir komu í framkvæmd á ótrúlega stuttum tíma. Leita varð fyrir sér um sýningar- dýr, ekki einungis í fleiri löndum, heldur og í öðrum heimsálfum. — Pöntuð voru sæljón frá Kyrrahafs- strönd Ameríku, skógarbimir frá Kanada, ísbjörn frá Svíþjóð, skraut- fuglar frá Danmörku, 10 apar voru fengnir að láni frá dýragarðinum í Edinborg. Að þessu öllu vann Sjó- mannadagsráðið sjálft, endurgjalds- laust, og munu fáir geta gert sér í hugarlund alla þá miklu fyrirhöfn og umstang, sem þessu fylgdi. Byggja var girðingar og steinsteyptar gryfjur, leggja rafmagn og vatn út í Örfirisey, sem aldrei hafði verið lagt þarna áður. En sárgrætilegast var, að mörg dýrin varð að senda út aftur vegna þess, að dýra-heilbrigð- isyfirvöldin þorðu ekki að hleypa þeim í land, þótt þeim fylgdi dýra- læknisvottorð erlendis frá. Þannig var það með bjarndýrin, sem komin voru að hafnarbakkanum. Má geta nærri, hvað þetta var kostnaðar- samt, þótt tapið á tekjumöguleikum væri ekki reiknað með. Reynt var að bæta sér missi þessara dýra með inn- lendum dýrum, selum, tófum, fálk- um og hröfnum, geitum og ferhymd- um hrútum. Eitt er víst, að aðsóknin að sýning- unni varð gífurleg. Sem sjá má á því, að aðgangseyrir nam kr. 307. 696,11, en verð aðgöngumiða var kr. 10,00 fyrir fullorðna og kr. 5,00 fyrir böm. Sýningin var fyrst og fremst haldin til að afla fjár fyrir Dvalarheimili aldraðra sjómanna, og varð af henni góður hagnaður, þrátt fyrir mikinn stofnkostnað. Var ætlunin að halda þessum sýningum áfram næstu sum- ur með ýmsum breytingum, en vegna hræðslu við dýrasjúkdóma fengust aldrei nein leyfi, og mannvirkin var aldrei hægt að nota nema þetta eina sumar. Til að minnast 10 ára afmælisins var líka efnt til verðlaunasamkeppni meðal húsameistara um væntanlegt Dvalarheimili aldraðra sjómanna. — Hlutskarpastur varð Agúst Stein- grímsson, byggingafræðingur, en honum var seinna falið að annast endanlegar teikningar að heimilinu, sem þá urðu í allt annarri mynd eins og heimilið er nú. Þegar Sjómannadagssamtökin í Reykjavík voru 10 ára nam peninga- eign Sjómannadagsins sjálfs krónur 365.312,54, en fjársöfnun til D. A. S. kr. 1.238.254,84. Bæði hafði Sjó- mannadagsráð efnt til ýmislegrar fjáröflunarstarfsemi í þessu skyni, og svo höfðu einstakir menn og al- menningur sýnt einstaka rausnar- semi varðandi þetta mál, er naut al- mennra vinsælda. Þegar farnar voru að safnast álit- legar fjárhæðir í Dvalarheimilis- sjóðinn, fóru margir fulltrúamir að verða þess fýsandi, að hafizt væri handa um byggingu heimilisins, svo fjársöfnunin yrði að engu í dýr- tíðarflóði og gengislækkunum. — I ræðu, sem formaður Sjómannadags- ráðs flutti á Sjómannadaginn, kom hann inn á þetta mál og sagði meðal annars: „Hér á landi erum við liðfáir og höfum farið illa með þann vinnu- kraft sem til er. Þeir sem vinna gagn- legu störfin eru of fáir og það er lítið 50 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.