Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 51
Þegar sumarsíldveiðin hefst fyrir Norðurlandi, er mikil önn á Ölafsfirði, karlar, konur,
ungir og gamlir, allir leggja hönd að verki.
Þegar stormveður vetrarins sendir úthafsöldur upp að strönd Ólafsfjarðar, mæðir
þungt á hafnarmannvirkjum.
Margvísleg keppni fer fram við sundlaugina í Ólafsfirði.
S j ómannadagurinn
á Olafsfirði
Sjómannadagurinn hefur verið
haldinn hátíðlegur í Olafsfirði frá
árinu 1939. En þá efndi íþróttafélag
staðarins til hátíðahalda í tilefni af
fjársöfnun til sundlaugarbyggingar
sem þá var að hefjast.
Síðan hefur Slysavarnasveitin séð
um hátíðahöld dagsins. Forsvars-
menn sjómannadagsins hafa að sjálf-
sögðu verið stjórnarmenn Slysa-
varnasveitarinnar og sjómannadags-
nefnd sem kosin hefur verið á hverju
ári til að sjá um hátíðahöld dagsins.
Hátíðahöldunum hefur í flestum til-
fellum verið háttað á þann veg að
þau hafa hafist með sjómannaguðs-
þjónustu, síðan hafa verið útisam-
komur (þegar veður hefur leyft)
með ræðuhöldum, útileikjum og
íþróttum, sundkeppni, kappróðri o.
s. frv. einnig samkomur í Samkomu-
húsi og að sjálfsögðu dansleikir.
Flest árin hafa útihátíðahöld dags-
ins farið fram við Sundlaug bæjar-
ins .S. 1. 10 ár hefur verið keppt í
róðri milli skipshafna á heimabátum
um snotran verðlaunagrip (stýris-
hjól), sem gefinn var af þeim bræðr.
um Alfreð og Rögnvaldi Möller, en
Afreð smíðaði gripinn, einnig hef-
ur verið sérstök sundkeppni sjó-
manna hin síðari ár um annan verð-
launagrip, „Alfreðsstöngina“, sem
einnig var smíðaður af Alfreð Möll-
er og gefinn af þeim bræðrum og
Guðmundi Þorsteinssyni. Er hér um
að ræða keppni í björgunar og
stakkasundi. Agóða af hátíðahöld-
um dagsins var í fyrstu varið til
sundlaugarbyggingar, en hin síðari
til starfsemi Slysavarnafélags Is-
lands m. a. til kaupa á björgunar-
skútu norðurlands, meðan sú fjár-
söfnun stóð yfir.
Margir hafa unnið vel fyrir Sjó-
mannadaginn og allir Olafsfirðingar
ungir sem gamlir halda þennan dag
hátíðlegan, enda lifa þeir í svo nán-
um tengslum við sjóinn og sjó-
mennina, og eiga allt sitt undir sjó-
sókn og afla úr sjónum að það segir
sig sjálft að Sjómannadagurinn verð-
ur þessu fólki að einum af stærri
hátíðisdögum ársins.
Þ. Þ.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 57