Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 53
orði kveða, að veðráttan ein hafi í
því sambandi ráðið mestu um svip-
brigði dagsins á umliðnum árum.
Öll hátíðahöldin hafa alltaf farið
fram á sjálfan Sjómannadaginn og
hafa þá alltaf útihátíðahöldin borið
hæst, þegar veðrið hefur reynzt deg-
inum hliðhollt.
Við Bátahöfnina fara fram kapp-
leikir sjómanna, eins og kappróður
keppni í beitingu, netabætingu og
vírasplæsi.
Skipasmíðastöð M. Bemharðsson-
ar smíðaði tvo kappróðrabáta fyrir
Sjómannadaginn, sem alltaf síðan
hafa gengt sínu hlutverki þennan
dag. Þeir bera nöfnin „Frosti“ og
„Fjalar“.
Þá fara einnig fram ýmsir leikir
á íþróttavellinum, t. d. reiptog,
knattspyrna og boðhlaup af ýmsu
tagi til skemmtunar áhorfendum.
Þátttaka almennings í þessum há-
tíðahöldum hefur ætíð verið mjög
góð, þegar veður hefur leyft.
Að kvöldi dagsins er svo kvöld-
skemmun í aðalsamkomuhúsi bæj-
arins, Alþýðuhúsinu, og að lokum
dansleikir í þremur danssölum.
Agnar Guðmundsson, skipstjóri,
hlaut heiðursmerki Sjómannadagsins 1959.
Hann hefur verið harðduglegur og þraut-
seigur sjósóknari í áratugi og siglir enn
saltan mar og sækir björg í bú.
ísafjörður, þar er ein ágætasta höfn á landinu.
Sjómannadagurinn
á Isafirði
Á ísafirði var Sjómannadagurinn
fyrst haldinn hátíðlegur vorið 1938.
Fyrir hátíðahöldunum stóðu eftir-
talin félög:
Sjómannafélag Isfirðinga,
Skipstjóra og stýrim.f. „Bylgjan11
Vélstjórafélag Isafjarðar.
Félög þessi. hafa þannig frá upp-
hafi haft allan veg og vanda af sjó-
mannadeginum á Isafirði, og kjósa
þau hvert um sig 3 fulltrúa í sjó-
mannadagsráð.
Fyrsta Sjómannadagsráðið á Isa-
firði var þannig skipað:
Frá sjómannafélagi Isfirðinga:
Kristján Kristjánsson,
Eiríkur Einarsson,
Sigurgeir Sigurðsson.
Frá „Bylgjunni":
Haraldur Guðmundsson,
Símon Helgason,
Svanberg Magnússon.
Frá Vélstjóraf. ísafjarðar:
Sigurður Pétursson,
Kristján Bjarnason,
Arinbjörn Clausen.
Haraldur Guðmundsson,
skipstjóri, fyrsti form. Sjómannadagsráðs.
Hann hlaut heiðursmerki Sjómannadagsins
1959. Haraldur var afburða farsæll skip-
stjóri og björgun hans á skipshöfn vél-
bátsins Eggerts Ólafssonar 25. febr. 1936
var í senn afreks-og snilldarverk.
Hátíðahöldum Sjómannadagsins
hefur jafnan verið hagað á svip-
líkan hátt frá ári til árs. Má svo að
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 59