Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 54
Nokkrum sinnum hafa aldraðir
sjómenn verið heiðraðir með heið-
ursmerki Sjómannadagsins.
Um þessa menn alla má segja,- að
þeir hafi hlotið þessa viðurkenningu
fyrir ágæt og þýðingarmikil störf á
langri ævi í þágu bæjarfélagsins og
þjóðfélagsins, ýmist við skipstjórn,
vélgæzlu eða almenna sjómennsku.
Fyrstu ísfirðingarnir voru heiðr-
aðir á Sjómannadaginn 1946. Þeir
voru:
Sigurvin Hansson, skipstjóri,
Þorleifur Þorsteinsson, vélstjóri,
Magnús Jónsson, sjómaður.
Þá var einnig heiðraður Arni
Gíslason, yfirfiskimatsmaður og
fyrrv. skipstjóri. Hann var, sem
kunnugt er, brautryðjandi í notkun
véla á fiskibátum.
Arið eftir eru heiðraðir:
Kristján Kristjánsson, hafnsögum.,
Ingólfur Jónsson, skipstjóri,
Asgeir Jónsson, vélstjóri.
Halldór Sigurðsson, skipstjóri,
hlýtur svo heiðursmerki árið 1949,
og Sigurður Pétursson, vélstjóri ár-
ið 1956.
Þrír ísfirzkir skipstjórar voru svo
loks heiðraðir 1959, Agnar Guð-
mundsson, Haraldur Guðmundsson
og Jón Kristjánsson.
Þessir ágætu sæfarar hafa nú flest-
ir siglt sína hinnztu för, en aðrir
sett skipið í naust fyrir aldurs sakir,
nema Agnar Guðmundsson, sem
ennþá heldur sjó, þrautseigur að
vanda.
Allir hafa þessir menn verðskuld-
að þennan viðurkenningarvott Sjó-
mannadagsins. Þeir voru hetjur í
starfi og stríði hinnar erfiðu lífsbar-
áttu liðinna tíma.
Sjómannadagurinn á Isafirði send-
ir þeim, lífs og liðnum, hugheilar
þakkir fyrir dáðrík störf, — fyrir
þá steina, sem þeir lögðu í þann
grunn, er við byggjum á okkar til-
veru í dag, svo og öllum öðrum
ónefndum liðsmönnum í þeirri
vösku sveit, sendir Sjómannadag-
urinn á Isafirði kveðjur sínar og
þakkir.
Formenn Sjómamiadagsráðs.
Fyrsti formaður Sjómannadags-
ráðs á Isafirði var Haraldur Guð-
mundsson, og gegndi hann því starfi
í mörg ár.
Þrír formenn Sjómannadagsráðs, frá vinstri: Jón H. Guðmundsson, núverandi form.;
Kristján H. Jónsson, fyrrv. form.; Marías Þ. Guðmundsson, form. um langt skeið.
Fyrstu árin var ágóða dagsins
safnað í sérstakan sjóð til sund-
laugarbyggingar á ísafirði.
Sjómannasamtökin á Isafirði
höfðu um langt skeið beitt sér fyrir
því máli af kappi, þar sem þeim
var svo augljós nauðsyn þess, að
allir sjómenn væru syndir.
A árunum 1944 og 1945 var svo
byggð sundhallar- og íþróttahúss-
bygging á staðnum, og var þá þessi
sjóður Sjómannadagsins látinn renna
óskiptur til byggingarinnar, en hann
var þá orðinn kr. 60,00, sem var mik-
ið fé á þeim tíma.
Þegar þessu áhuga- og nauðsynja-
máli ísfirzku sjómannasamtakanna
hafði verið komið í höfn, var far-
ið að leggja ágóða dagsins í sjóð,
sem nota skal, þegar nýtt elliheim-
ili verður byggt á Isafirði, og er þá
auðvitað haft í huga að stuðla að
notalegum samastað fyrir aldraða
sjómenn á ævikvöldi þeirra.
Jafnhliða þessari fjársöfnun, legg-
ur Sjómannadagurinn einnig fé í
sjóð í því skyni að reisa veglegt
minnismerki í bænum, um drukkn-
aða sjómenn, þegar nægilegt fé verð-
ur fyrir hendi.
Halldór Sigurðsson, skipstjóri,
var sæmdur heiðursmerki Sjómannadags-
ins 1949. Hann var fengsæll og farsæll sæ-
garpur um áratugi og naut virðingar og
hylli skipverja sinna og samborgara.
Jón Kristjánsson, skipstjóri,
hlaut heiðursmerki Sjómannadagsins 1959.
Hann var farsæll fyrirmyndar skipstjórn-
armaður langa sjómannsævi.
60 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ