Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 54

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 54
Nokkrum sinnum hafa aldraðir sjómenn verið heiðraðir með heið- ursmerki Sjómannadagsins. Um þessa menn alla má segja,- að þeir hafi hlotið þessa viðurkenningu fyrir ágæt og þýðingarmikil störf á langri ævi í þágu bæjarfélagsins og þjóðfélagsins, ýmist við skipstjórn, vélgæzlu eða almenna sjómennsku. Fyrstu ísfirðingarnir voru heiðr- aðir á Sjómannadaginn 1946. Þeir voru: Sigurvin Hansson, skipstjóri, Þorleifur Þorsteinsson, vélstjóri, Magnús Jónsson, sjómaður. Þá var einnig heiðraður Arni Gíslason, yfirfiskimatsmaður og fyrrv. skipstjóri. Hann var, sem kunnugt er, brautryðjandi í notkun véla á fiskibátum. Arið eftir eru heiðraðir: Kristján Kristjánsson, hafnsögum., Ingólfur Jónsson, skipstjóri, Asgeir Jónsson, vélstjóri. Halldór Sigurðsson, skipstjóri, hlýtur svo heiðursmerki árið 1949, og Sigurður Pétursson, vélstjóri ár- ið 1956. Þrír ísfirzkir skipstjórar voru svo loks heiðraðir 1959, Agnar Guð- mundsson, Haraldur Guðmundsson og Jón Kristjánsson. Þessir ágætu sæfarar hafa nú flest- ir siglt sína hinnztu för, en aðrir sett skipið í naust fyrir aldurs sakir, nema Agnar Guðmundsson, sem ennþá heldur sjó, þrautseigur að vanda. Allir hafa þessir menn verðskuld- að þennan viðurkenningarvott Sjó- mannadagsins. Þeir voru hetjur í starfi og stríði hinnar erfiðu lífsbar- áttu liðinna tíma. Sjómannadagurinn á Isafirði send- ir þeim, lífs og liðnum, hugheilar þakkir fyrir dáðrík störf, — fyrir þá steina, sem þeir lögðu í þann grunn, er við byggjum á okkar til- veru í dag, svo og öllum öðrum ónefndum liðsmönnum í þeirri vösku sveit, sendir Sjómannadag- urinn á Isafirði kveðjur sínar og þakkir. Formenn Sjómamiadagsráðs. Fyrsti formaður Sjómannadags- ráðs á Isafirði var Haraldur Guð- mundsson, og gegndi hann því starfi í mörg ár. Þrír formenn Sjómannadagsráðs, frá vinstri: Jón H. Guðmundsson, núverandi form.; Kristján H. Jónsson, fyrrv. form.; Marías Þ. Guðmundsson, form. um langt skeið. Fyrstu árin var ágóða dagsins safnað í sérstakan sjóð til sund- laugarbyggingar á ísafirði. Sjómannasamtökin á Isafirði höfðu um langt skeið beitt sér fyrir því máli af kappi, þar sem þeim var svo augljós nauðsyn þess, að allir sjómenn væru syndir. A árunum 1944 og 1945 var svo byggð sundhallar- og íþróttahúss- bygging á staðnum, og var þá þessi sjóður Sjómannadagsins látinn renna óskiptur til byggingarinnar, en hann var þá orðinn kr. 60,00, sem var mik- ið fé á þeim tíma. Þegar þessu áhuga- og nauðsynja- máli ísfirzku sjómannasamtakanna hafði verið komið í höfn, var far- ið að leggja ágóða dagsins í sjóð, sem nota skal, þegar nýtt elliheim- ili verður byggt á Isafirði, og er þá auðvitað haft í huga að stuðla að notalegum samastað fyrir aldraða sjómenn á ævikvöldi þeirra. Jafnhliða þessari fjársöfnun, legg- ur Sjómannadagurinn einnig fé í sjóð í því skyni að reisa veglegt minnismerki í bænum, um drukkn- aða sjómenn, þegar nægilegt fé verð- ur fyrir hendi. Halldór Sigurðsson, skipstjóri, var sæmdur heiðursmerki Sjómannadags- ins 1949. Hann var fengsæll og farsæll sæ- garpur um áratugi og naut virðingar og hylli skipverja sinna og samborgara. Jón Kristjánsson, skipstjóri, hlaut heiðursmerki Sjómannadagsins 1959. Hann var farsæll fyrirmyndar skipstjórn- armaður langa sjómannsævi. 60 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.