Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 55

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 55
Næsti formaður var Kristján H. Jónsson, en við tók af honum Maríus Þ. Guðmundsson, sem hafði það starf lengst allra. Núverandi formaður ráðsins er Jón H. Guðmundsson. Af öðrum mönnum, sem starfað hafa bæði vel og lengi í Sjómanna- dagsráði má nefna Kristján Krist- jánsson, Símon Helgason, Sigurgeir Sigurðsson, Guðmund Bárðarson, Helga Þorbergsson og Jón B. Jóns- son. Sæfari sæmdur riddarakrossi. Kristján Kristjánsson, fyrrverandi hafnsögumaður á Isafirði, var á síð- asta vetri sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir störf sín í þágu slysavarnanna. Þeir mörgu landsmenn, sem þekkja Kristján og þessi störf hans, munu allir sammála um, að honum hafi þar verið sýndur verðskuldaður heiður. Málefni slysavarnanna hafa frá fyrstu tíð verið honum hjartfólgið áhugamál, sem hann um langan ald- ur hefur barizt fyrir með þeirri ósér- plægni og einlægni, er einkennt hafa öll störf hans, fyrr og síðar. Góð mál og gagnleg hafa ætíð not- ið ómetanlegrar liðveizlu hans, og enn eiga þau hug og hjarta þessa silfurhærða öldungs. Kristján Kristjánsson var fæddur í Önundarfirði 5. júlí 1883. Barn að aldri missti hann móður sína og var að mestu leyti hjá vanda- lausum eftir það, — og fátæktinni kynntist hann einnig í æsku sam- hliða sorginni. Þessi reynsla önfirzka drengsins hefur að sjálfsögðu mótað hann, — en ekki markað. Hann er alltaf glað- ur og reifur, og notalega hlýju og bróðurþel á hann í ríkum mæli, — og samúð hans með öllum, sem eiga bágt eða orðið hafa fyrir áfalli í lífinu, er djúp og sönn, énda hefur hann mörgum rétt hjálpandi vinar- hönd um dagana. Ungur að árum lagði Kristján leið sína á sjóinn, og þar ól hann allan sinn starfsaldur með heiðri og sóma. Snemma gerðist hann mótorvél- stjóri, og er hann einn sá fyrsti í þeirri stétt sjómennskunnar á Is- Kristján Kristjánsson, fyrrv. hafnsögumaður. landi. Síðar á ævinni var hann skip- stjóri, en síðast hafnsögumaður á ísafirði um 14 ára skeið. Öll þessi störf hafa farið honum prýðisvel úr hendi. Hann hefur al- drei kastað til þeirra höndunum, en rækt þau af alúð og trúmennsku. Hann hefur aldrei staðið hálfur að verki, heldur heill og traustur, eins og vestfirsku björgin. Málefni sjómannastéttarinnar hafa verið honum hugleikin frá fyrstu tíð, og þau hefur hann stutt með ráðum og dáð. Hann er einn af stofnendum Sjó- mannafélags Isfirðinga, og þar hef- ur hann haft á hendi margvísleg trúnaðarstörf. Sjómannafélagið gerði hann að heiðursfélaga sínum á 30 ára afmæli sínu. Þá var hann ennfremur einn af stofnendum Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins „Bylgjunnar ‘ á Isa- firði. I Sjómannadagsráði á Isafirði hef- ur hann starfað allra manna lengst, og þar taldi hann ekki á sig sporin, fremur en annars staðar, —síhug- andi að ýmsum eignum dagsins, svo sem kappróðrabátum og öðru hon- um tilheyrandi. Árið 1947 hlaut hann heiðurs- merki Sjómannadagsins, og var hann fyrir fjölmargra hluta sakir vel að þeim heiðri kominn. Sjómannadagurinn á Isafirði þakkar Kristjáni Kristjánssyni lang- an og farsælan starfsdag og óskar honum innilega til hamingju með heiðursmerki íslenzka ríkisins, sem hann hefur hlotið fyrir drengilega liðveizlu við göfug málefni slysa- varnanna. Og þá hefur Kristján ef til vill glaðastur gengið að verki, þegar hann tók þátt í að bægja slys- um og sorgum frá dyrum þjóðar sinnar. Jón H. Guðmundsson. S j ómannadagurinn á Bolungarvík Sjómannadagurinn var fyrst hald- inn hátíðlegur í Bolungarvík 29. maí 1939, er var 2. dagur hvítasunnu. Vafalaust hefur það fljótlega kom- ið til tals að halda hér hátíðlegan sjómannadag, eftir að sá siður var upp tekinn Sunnanlands og víðar, — og árið 1938 komu 12 bolvískir sjómenn saman á heimili Gísla Hjaltasonar til þess að ræða um stofnun Sjómannadags. Var þar ein- róma samþykkt að vinna að því að halda hátíðlegan sjómannadag á komandi vori. Þeir sem frumkvæðið áttu að þess- um fundi, voru Kristján Þ. Krist- jánsson og Óskar Halldórsson, en auk þeirra mættu á þessum fyrsta Sjómannadagsfundi í Bolungarvík eftirtaldir sjómenn: Gísli Hjaltason, Gísli Kristjánsson, Sigurður E. Frið- riksson, Finnbogi Bernódusson, Bjarni H. Jónsson, Jón Kr. Guðna- son, Ólafur Pétursson, Guðmundur Halldórsson, Jón Thímótheusson og Salomon Kristjánsson. Komu þeir tólfmenningarnir sér saman um að vinna allir í samein- ingu að undirbúningi hátíðahaldanna og kusu Gísla Hjaltason formann nefndarinnar. Héldu þeir með sér nokkra fundi, og um vorið, 29. maí, var fyrsti Sjómannadagurinn í Bol- ungarvík hátíðlegur haldinn, svo sem fyrr segir. Þessi fyrsti Sjómannadagur Bol- víkinga hófst með því, að sjómenn gengu fylktu liði til Hólskirkju og hlýddu á prédikun hjá sóknarprest- inum, síra Páli Sigurðssyni. Var síð- an aftur gengið fylktu liði frá kirkju, en um kvöldið var skemmtun í IOGT-húsinu. Skemmtunina setti Finnbogi Bernódusson og Karlakór Bolungarvíkur söng undir stjórn sr. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.