Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 60
Skrúðganga Sjómannadagsins á Skagaströnd. Fremst fánaberar: Jón Ólafur ívarsson
skipstjóri á vb. Helgu og Gimnar Sveinsson skipstjóri á vb. Hugrúnu. Prestarnir eru
sr. Birgir Snæbjörnsson, til hægri og Pétur Þ. Ingjaldsson til vinstri.
Eins og að framan greinir, er erfitt
að rekja ýtarlega sögu Sjómanna-
dagsins á Suðureyri, þar sem skráð-
ar heimildir vantar. En eitt er þó
landmanna, og ekki má gleyma reip-
toginu, sem áhorfendur fylgjast með
af miklum áhuga. Og þegar gott er
veður, hefur kvartettsöngur oft óm-
að yfir skemmtisvæðið.
Um kvöldið hefur síðan farið fram
inniskemmtun. Þar hefur farið fram
afhending verðlauna fyrir beztu af-
rek í keppnisgreinum. Síðan hafa
komið önnur skemmtiatriði eins og
leikþættir, upplestur, söngur, gam-
anvísur o. fl., og að lokum stiginn
dans fram eftir nóttu. Einn er sá lið-
ur, sem verið hefur á dagskrá hvers
Sjómannadags í þessi 20 ár, en það
er gamanvísnasöngur Jóns Kristjáns-
sonar, sem er sívinsæll skemmti-
kraftur í Súgandafirði.
Þó að þátttaka Súgfirðinga í Sjó-
mannadeginum sé mjög almenn, er
ekki um stórar fjárhæðir að ræða til
tekna af hátíðahöldum dagsins, því
að kauptúnið er fámennt. En nokk-
urt fé hefur þó safnazt og liggur að
víst: Þessi dagur er orðinn raunveru-
legur hátíðisdagur í hugum fólksins
og nauðsynleg tilbreyting í lífi og
störfum harðsækinna og dugmikilla
vestfirzkra sjómanna. J. P.
S j ómannadagur inn
á Skagaströnd
Sjómannadagurinn var fyrst hald-
inn hátíðlegur á Skagaströnd árið
1940, og voru forvígismenn fyrstu
hátíðahaldanna þeir Bogi Björnsson,
nú afgreiðslumaður hjá Sements-
verksmiðjunni á Akranesi, Björn
Jónsson, nú á ms. Akraborg, og Ing-
var Jónsson, núverandi hreppstjóri
í Höfðakaupstað, en hann hefur vrer-
ið samfleytt í Sjómannadagsráði í 20
ár, og jafnframt stjórnandi hátíða-
haldanna hverju sinni.
Hátíðahöldin hefjast með hóp-
göngu frá hafnargarðinum til kirkju
og þar hlýtt á guðsþjónustu. Að lok-
inni messu hefjast svo útihátíðahöld
með ræðuhöldum, íþróttakeppni og
kvikmyndasýningum.
Tekjum af hátíðahöldum dagsins
hefur í aðalatriðum verið varið
þannig: Arið 1948 keyptir kappróðra-
bátar, kr. 16.000,00. Sjóvinnunám-
skeið haldið. Lagt í björgunarskipið
Albert kr. 15.000,00. Byggt hús yfir
bátana 1958, kostnaður 37.000,00 og
keyptir fánar o. fl., ásamt viðhaldi á
bátunum.
Engin heiðursverðlaun hafa verið
veitt, nema verðlaunapeningar og
verðlaunagripir.
Árið 1943 gaf Kaupfélag Skag-
strendinga fagran silfurbikar til þess
að keppa um í kappróðri. Reglur,
sem fylgdu bikarnum voru þær, að
vinna varð hann þrisvar sinnum í
röð til eignar eða 5 sinnum, ef hann
var ekki unninn í röð.
Þessir skipstjórar hafa unnið bik-
arinn.
Árið 1943 Þórarinn Jónsson, form.
Árið 1946 Ernst Berndsen, form.
Árið 1948 Þórarinn Jónsson, form.,
Skagaströnd.
66 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ