Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 63

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 63
Magnús varð ádeiluskáld og sjávar- og sjófaraskáld í svo ríkum mæli. II. I daglegu tali var aðeins sagt á Strönd þegar talað var um byggðina á Langanesströnd við Bakkaflóa. Sveitin er löng. Hún nær frá Foss- dal á Gunnólfsvíkurfjalli norður undir Langanes að Stapaá milli Við- víkur og Strandhafnar í Vopnafirði, og hana „takmarkar á aðra síðu hið mikla úthaf“, sagði séra Hóseas í sóknarlýsingu sinni. Bæirnir stóðu flestir á sjávarbakkanum, enda var sjórinn stundaður þegar aflavon var og sjávaraflinn annað höfuð- bjargræði manna þar í sveit. Sveitin var harðbýl, enda var það mál manna fyrrum, að harðindi byrj- uðu oftast fyrst í sveitunum kring- um Langanes. I heiðardrögunum upp af byggðinni voru góðir sauð- fjárhagar. Engin eiginleg fjöll eru upp af byggðinni, heldur aðeins bunguvaxnir hálsar. Mikið lausa- grjót er á hálsunum, gróður kyrk ingslegur í úthögum og mátti heita að háfjallagróður væri sumsstaðar in til harðindasveita, enda eru kulda- næðingar þar tíðir, snjóasamt og alveg niður að sjó. Ströndin var tal- þokusuddar af sjó. Sveitin blasir við norðri og norðaustri og við ströndina gnauðar úthafið, enda er mjög brimasamt kringum alla ströndina og lendingar víðast hvar slæmar, malarfjörur neðan við háa kamba og afdrep lítið, nema þá helzt í Bakkafirði. Svona kom Ströndin Þorvaldi Thoroddsen fyrir sjónir þegar hann ferðaðist um hana á miðju sumri ár- ið 1895. Rétt fyrir miðja 19. öldina skrifaði séra Hóseas Árnason á Skeggjastöð- um lýsingu sóknarinnar fyrir Bók- menntafélagið. Um atvinnuvegi sveitarinnar kemst hann svo að orði: „Sá helzti og arðsamasti bjarg- ræðisvegur sveitar þessarar er kvik- fjárræktin og þar næst fiskveiðin þegar hún gefst, en arður af smíðum og tóvinnu er varla teljandi með fram, vegna þess að sú síðarnefnda atvinnugrein borgast svo illa í kaup- staðnum. Sú helzta veiði, sem hér er fáanleg er fiski- og hákarlaveiði á handfæri og lagvaði . Hákarlaveið- in er stunduð á vorin og sumrin, en á fiskveiðum gefst sjaldan kostur, nema frá miðju sumri og til haust- nótta. Séra Hóseas leit ekki björtum aug- um andlegt líf og siðferði manna á Strönd. Lýsir hann því með þessum orðum, en þar er kannske tekið of djúpt í árinni: „Siðferði fólks má hér heita ólast- andi, því þar andleg deyfð og fram- taksleysi virðist vera drottnandi í hugskotunum, hvað eð ekki sízt or- sakast af þeim niðurþrykkjandi kringumstæðum, sem fólk oftast lif- ir hér í, þá ber venjulega hvorki mik- ið á stórum löstum eða mannkostum. Þar eð andleg deyfð, sem sagt virð- ist að vera ríkjandi í hugskotunum, þá er fólk hér yfir höfuð ekki mikið gefið fyrir upplýsingu. Það heldur einkum við sína gömlu trú og gömlu bækur, sem eins og allir vita í trú- arefnum eru yfirhöfuð mikið hrein- ar, en þar af flýtur þá líka, að það er allt of mjög fastheldið við ýmsa hleypidóma og hjátrú, sem það hef- ur inndrukkið með móðurmjólk- inni. Mér finnst af þessu nokkurn veginn auðráðið, að á meðan and- lega lífið getur ekki vaknað, muni þekking trúarbragðanna ekki til muna geta farið fram og máske ekki heldur mikið aftur . . Þar sem menn virðast hér lítið upplagðir til skemmtunar, þumbast hver helzt við verk sitt, en sé nokkuð í því tilliti brúkað, er það helzt fornaldarsögur og rímur.“ Um þær mundir sem Magnús var að vaxa úr grasi á Strönd, voru að jafnaði um 20 jarðir í ábúð, en eins og gengur í harðindasveitum fóru þær stundum í eyði og héldust í eyði um skeið, einkum þó heiðarkotin. Á þessum jörðum voru 34 ábúendur eða heimili og víða mannmargt, enda þurfti bæði að stunda sjóinn og sinna landbúskapnum og heimti það margt vinnufólk. Á sumum bæjunum voru upp undir 20 manns í heimili. Svo var á prestsetrinu Skeggjastöðum og í Miðfirði hjá Þorsteini Þorsteins- syni hreppstjóra. Á Þorvaldsstöð- um var einnig margt manna, enda voru stundum þrjár fjölskyldur á bænum eftir að synir Árna Þorkels- sonar hófu sjálfstæðan búskap eða húsmennsku. Árið 1884. árið sem Magnús fæddist, voru 238 manns í hreppnum og höfðu þá á árunum á undan farið um 20 manns til Ame- ríku, þeirra á meðal Magnús bóndi á Þorvaldsstöðum og Sveinbjörn vinnumaður á Skeggjastöðum, eitt af guðfeðginum Magnúsar. Sveitin mátti því heita nokkuð mannmörg, eftir því sem gerðist á þeim árum. Á þessum árum var afkoma manna yfirleitt þröng, en þó einkum þeirra sem bjuggu á rýrum og hlunninda- lausum jörðum, en þær voru fleiri en hinar. Nýafstaðin voru hin miklu harðindi um 1880 og varla það, enda ofarlega í ráðamönnum sveitarinnar ótti við sveitarþyngsli og bjargar- skort. Sveitarstjórnin og raunar sveitarstjómir um allt land, gripu þá til ráða, sem naumast voru sæm- andi, til þess að afstýra útgjöldum fyrir sveitarsjóðina, og koma í veg fyrir hugsanleg sveitarþyngsli. Alkunnugt er atferli sveitarstjórn- arinnar á Strönd eftir drukknun Ste- fáns í Kverkártungu, föður Magnús- ar. Seldi hreppstjóri reytur búsins áður en búið var að koma Stefáni í gröfina, og er það varla til afsök- unar, að líkið fannst ekki strax. Hér er annað dæmi um harð- neskju sveitarstjórnarinnar á Strönd: Hinn 1. janúar 1871 óskaði Gísli Ámason vinnumaður í Miðfjarðar- nesseli þess við sóknarprestinn séra Jens V. Hjaltalín á Skeggjastað, að hann lýsti til hjónabands með hon- um og Sveinbjalrgu Davíðsdóttur, vinnukonu, sama staðar, og fór fyrsta lýsingin fram þann dag. Nokkru síð- ar skrifaði Þorsteinn Þorsteinsson hrenpstjóri í Miðfirði presti strangt bréf og bannaði honum að gifta þessi hjónaleysi, sökum þess hve bláfátæk þau væm. Um leið skýrði hrenps- stjóri frá því, að annar svaramaður- inn, Guðmundur í Kverkártungu, bróðir Gísla, kannaðist ekki við að hafa lofað svaramennsku. Prestur ritaði hreppstjóra aftur og sagði hon- um frá því, að eftir þeim lögum, sem hann hefði í höndum, væri fá- tæktin ein ekki nægileg hindrun fyr- ir hjónabandinu. Meðan á þessum bréfaskriftum stóð fór önnur lýsing fram. Svara- menn staðfestu að þeir hefðu lof- að Gísla að vera svaramenn þeirra SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.