Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 76

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 76
fara í tonnið, og 16 tonn af saltfiski, bessum, sem við tökum hausinn af og hrygginn úr, hlaðast upp í lest- inni á einum 6 klukkutímum. Meistarinn kemur upp. Hann er skítugur upp fyrir haus, einn af þeim sem ekki finnast nema fá eintök af lengur. Hann byrjar nefnilega að vinna á morgnana áður en jafnvel múkkarnir vakna. „Heldurðu að það fari ekki að glóra í hann?“ spyr hann mig, og á við þokuna. Ég yppi öxlum og tauta eitthvað um, að hann glóri þegar hann létti. Þetta er nefnilega áður en danskurinn fór að senda veður um Godthaab radio, og áður en ég var búinn að læra á nojarann á stuttbylgjunni. I Prins Christiansund töluðu þeir bara um þokubakka, hvað sem það nú er, þessi var a. m. k. búinn að vera glórulaus í viku. Sjórinn er sléttur og málmgljáandi þegar ég kem út á dekkið, „Fiska- nes“ er horfið í mygluna, en yzt á þessum 4—500 metra radius, sem er sjónmálsfær, glittir í blálýsandi jaka- borg, og smájakar eru hér og þar. I brúnni set ég dýptarmælinn í gang, hreinsa skít af pennanum og hendi ónýtum pappír út um gluggann í sjóinn. Kallinn geispar mér til sam- lætis, kokkurinn hefur komið með hreina könnu, og við fáum okkur meira af hálfvolgu kaffi. Kallinn fer í skitna úlpu, og segist ætla að taka í nokkrar kríulappir í afturvængnum á stjór, og biður mig að passa að við rekum okkur ekki á Þjóðleikhúsið. Hann meinar ísborg- ina. Ég sezt á bikkjuna, en það er nokkurs konar barstóll, í þeirri hæð að maður getur haft nefið út um gluggann, það er hrákalt á nefið, og maður reykir sígarettur, sem smakk- ast ekki eins og á bamum í Naust- inu. Um það bil sem skipað er farið að nálgast aðgöngumiðasölu Þjóð- leikhússins, set ég á hæga ferð, og beygi því rólega í bak, og slæ svo af aftur. Einhver af dekkinu kvartar yfir að engin músik sé í hátalaranum og ég fer inn og reyni að laga þessa ósvinnu, vel vitandi, að engin músik er finnanleg á þessum tíma sólar- hringsins. Hristi hausinn framan í strákana, sem segja ekkert, og gái ofan í radarinn, hvort ég sé á leið með að renna kannske á „Fiskanes- ið“, en það er í skikkanlegri fjar- lægð. Klukkan hálf ellefu kemur kallinn upp, og er kalt á lúkunum, ég fer aftur í eftir kaffi handa okkur. Eftir að hafa drukkið enn nokkur gallon af þessari guðaveig, fer ég inn, fleygi úlpunni, og skríð undir sængina, gallabuxur og allt saman. Messastrákurinn hefur gleymt að búa um í morgun, enda ekki að undra, sú tegund sjómennsku að hafa þjóna fyrir það sem kallað er yfirmannalið á togara, hefur enn ekki verið innleidd. Svo sofnar mað- ur, dreymir rjúkandi steik heima hjá mömmu eða kannske smákelerí 82 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.