Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 77

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 77
við einhvern, sem maður hefur ekki séð í marga mánuði, og vaknar svo við að kallinn stingur inn höfðinu og tilkynnir að klukkan sé kortér yfir ellefu, eins og hún hefur orðið á sama tíma í ótal gengna morgna. Nú býr maður um, vefur lakinu um sængina og treður öllu í skotið til fóta á bekknum. Eg þykist hafa greint, að kallinn segði „sama og síð- ast“, og til tilbreytingar hef ég út- sendinguna í því formi, enda má alls ekki senda nema það sem kallinn segir, þó svo maður fái kannske ekki annað hjá honum en t. d. „allt í heit- asta helv....“, sem getur vel skeð, þegar dræsurnar hanga flengrifnar á síðunni, eða allt kemur upp öfugt og saman snúið. Sumir eru ákaflega nægjusamir, láta heita gott að senda bara að þeir liggi „með bæði á spít- alanum“, sem þýðir að bæði trollin séu í því ástandi að ekki sé hægt að kasta. En bæði ég og fleiri erum búnir að senda og taka á móti ýmsu kyndugu um dagana, eins og þegar „Keflvíkingur“ sendi út „eitt hol yfir Ingólfshöfða, 2 pokar.“ Og næsta skip var fljótt að taka við sér, og spurði um hæl: „Vxnslamlegast, í hvaða hæð varstu?“ Eða Þegar „ís- ólfur“ sendi á stafacoda nokkuð, sem í þýðingunni varð „hula-hula‘ bom bom.‘, I þetta skipti er tíminn ákaf- lega litauðugur, aðeins einn farinn að kasta, og eftir að hafa skilað bók- inni til yfirvaldsins, skiptir maður á náttjakkanum og óhreinni vinnu- skyrtu, og victorypeysu utan yfir. Maður tyllir fleiri hámálum í lubb- ann, sem er orðinn grámaður af salti, árangur þess að hafa heitið að þvo hann ekki fyrr en komin væru 300 tonn, og síðan reynir maður með ab- strakt loftnetstengingum, er fá klef- ann til að líta út eins og víravirki, að fá eitthvað annað en öskur og urg, þar sem maður er vanur að finna „Utvarp Reykjavík" á móttak- aranum, þegar maður er inni í Faxa- flóa. Arangurinn er geigvænlega lít- ill, en eftir að hafa legið með eyrað eins nálægt Jóni Múla og hægt er í þessari fjarlægð, og heyrt einhvern ávæning af öllu því, sem fólkið ætl- aði að skemmta sér við heima 17. júní, stillti maður á morgunútvai-p Grænlendinga, þar sem Erla Þor- steinsdóttir virðist ofarlega á vin- sældalista um þessar mundir, og olnbogaði sig síðan milli slorugra og hreinna stakka aftur í borðsal. Það voru fiskbollur í tómat, ekki karry, svo líklega hefur verið annað hvort fimmtudagur eða þriðjudagur, það ruglaði mann nefnilega stundum þetta með tómatinn og karryið. Það var verra, þegar kokkurinn skipti á sunnudagslærinu og miðvikudags- smásteikinni, og maður áttaði sig ekki á að væri mið vika fyrr en um kaffi, af því að þá vantaði kakóið. Einn gleymdi jafnvel einu sinni að senda konunni sinni afmælisskeyti fyrir þessi uppátæki kokksins, um að rugla fólk í dögunum. Maður gat nefnilega ekkert áttað sig á súpunni. Það var bara ein uppskrift til, og þegar maður hefur borðað kjötsúpu kvelds og morgna til margra ára, getur maður jafnvel ruglazt á hádegi og miðnætti, a. m. k. í skammdeginu. Maður slafrar í sig tómatnum, ásamt ýmislegri vizku viðstaddra, um lengd á vírum í sjó, höfuðlínu- leggi og fleira, og innan í þetta vefst annað slagið kvennafarssaga úr Grundarfirði, sem virðist þó hafa skeð að mestu leyti bak við ein- hverja hurð, fremur en í firðinum sjálfum. Einhver spyr, hvað hafi verið í fréttunum, og ég segi að það hafi verið mest 17. júní, engir brunar eða dauðaslys, og þá er áhugi fólks fyrir gamla landinu saddur í bili. Það er farið að skarka á síðunni, og ég fer upp og staldra við í brúnni. Hlera- mennimir eru að lása í, skipið beyg- ir allskarpt, og kallinn er með annað augað á kompásnum og hitt á lóðn- ingunum, sem koma fram eins og slétt slæða á dýptarmælapappírnum, ofan við botninn. Jafnframt hefur hann ábyggilega eitthvert sérskyn fyrir tíma og stefnu. .. ., vélsíminn á stopp, stýrið beint í eldsnöggum snúningi. ... höfuðið út í gluggann .... „Slaka niður,“ kallar hann. . . . hlerarnir skella í sjóinn, vélsíminn slær á fulla ferð áfram, vírarnir renna ýskrandi af spiltromlunum og skipið nötrar af átaki. „Hvar er „Fiskanesið“?“ spyr kallinn út úr öðru munnvikinu til mín og kallar í sömu andrá út um gluggann: „Þrjú tuttugu og fimm á síðu.“ Eg kíki ofan í radarinn, og fræði kallinn á að það sé ýmislegt fleira en „Fiskanesið“ á sjónum, eitthvað tvennt framundan á stjór, ca. míla í það. Hann bað mig að vera kyrra við radarinn meðan hann kasti, og ég segi honum afstöðuna annað slagið. Annað er auðsýnilega jaki, en hitt skip, sem ég aðgreini á misturhala, sem myndast við hreyf- ingu okkar og þess á skerminum. Kallinn slær af, kallar „klárir“ og messengerkrókurinn fellur af æfðu handkasti yfir forvírinn, spilið hífir á fullum dampi, og krókurinn kem- ur upp með báða vírana í greip sinni, og það er tekið í blökkina, vélsíminn smellur á ferð, kallinn lít- ur á klukkuna og bíður eftir merki bátsmannsins um að trollið sé í botni. Hann réttir sig upp, með aðra höndina ennþá á vírnum og veifar O. K., og kallinn kemur og lítur í radarinn. Eg kveiki í sígarettu og bíð í brúnni. Bæði fylgjumst við með þykku svörtu toppunum, 'sem ritast á dýptarmælinn, kallinn er með annað augað á úrinu, og maðurinn við blökkina stendur til- búinn með útsláttarjárnið. Kokkur- inn kemur með heitt kaffi, og lítur upp fyrir gleraugun á mælinn. „Ja, hvert í þreifandi,“ segir hann og brosir, og kallinn hlær, lítur á klukkuna, fær sér kaffi í könnu, opnar brúardyrnar áður en hann sýpur á henni, lítur á vírana, tekur teyg og setur könnuna frá sér. „Það er bezt að sprengja ekki draslið.“ Stýrið snýst. ... „Lago“, út um dyrnar, hendin á vélsímann og blökkin opnast með skelli og spilið byrjar að mala. Nákvæmlega 7 mín- útur, og ég veit að gjaldeyrisforði þjóðarbúsins er aukinn um slatta í viðbót...., það er að segja, ef ekki springur, þegar upp kemur. Vírarnir eru strekktir, og standa næstum beint út, öruggt merki um að holið hefur ekki brugðizt, kalllinn skver- ar ekki nema hálfhring, vélin fulla ferð afturá eitt augnablik, síðan stopp. Allir bíða með öndina í háls- inum, það er næstum eitthvað hátíð- legt við þessi augnablik, en við þurftum ekki að halda andanum lengi, áður en hlerarnir eru úr sjó skýzt pokinn upp, langt úti í sjó, af svo miklu afli, að maður grípur andann á lofti, og svo heyrist eitt SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.