Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Page 18

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Page 18
var að sökkva í þriðja skipti, er Kristinn henti sér útbyrðis og náði honum. Var stýrimaðurinn þá með- vitundarlaus. Þetta afreksverk var unnið á fiskimiðunum út af Breiðafirði í slæmu sjóveðri og mjög köldum sjó. Að ósk Kristins og Sjómannadags- ráðs Stykkishólms var afreksverð- launabikarinn, sem er gefinn af Fé- lagi íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda, afhentur á hátíð sjómanna í Stykkishólmi. (Sjá bls. 20). Frá stakkasundinu. Piltar úr sjóvinnunámskeiðinu, að störfum undir stjórn kennara síns Harðar Þorsteinssonar. AÐ LOKNUM hátíðahöldunum við Hrafnistu var fjölbreytt dagskrá í Nýju sundlaugunum á Laugardag. 4 keppendur voru í stakkasundi, þeir Þcrsteinn Geirharðsson, Bjami Ragnarsson, Guðni Eyjólfsson og Smári Sæmundsson. Hlutskarpastur varð Þorsteinn Geirharðsson og hlaut hann Stakkasundsbikarinn. í björgunarsundi voru 5 keppendur, þeir Þorsteinn Geirharðsson, Atli Michaelsen, Sigurbjörn Svavarsson, Smári Sæmundsson og Guðni Eyj- ólfsson, þar varð einnig hlutskarp- astur Þorsteinn Geirharðsson og hlaut hann einnig björgunarsunds- bikarinn. Róðrarkeppni fór fram á eins manns gúmmíbátum. Þátttak- endur voru margir. Fyrstur varð Benedikt Agústsson, annar Gísli Jó- hannsson og þriðji Hrólfur Gunn- arsson. í reiptogi sigraði sveit Haraldar Ágústssonar. Aðrir keppendur í reip- togi voru Skipstjórasveit og sveit Benedikts Ágústssonar. Þá fór fram sýning í sjóvinnubrögðum. Piltar úr Sjóvinnunámskeiði Æskulýðsráðs sýndu undir stjórn Harðar Þorsteins- sonar, einnig sýndi flokkur úr Björg- unarsveit Ingólfs meðferð gúmmí- björgunarbáta. Þá voru einnig flutt skemmtiatriði. Sjómannadagsblaðið og merki dagsins voru seld víðsvegar um borg- ina. Sjómannadagshóf var um kvöld- ið að Hótel Sögu og dansleikir á veg- um Sjómannadagsins í mörgum sam- komuhúsum borgarinnar. Sjómannadagurinn færir öllum þátttakendum, svo og öllum þeim sem stuðluðu að því að hann mætti fara sem bezt fram, sínar beztu þakkir. 4 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.