Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Page 45

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Page 45
Tígrisdýrið réðist ekki á beituna: Þýzk og brezk orustuskip voru í feluleik hvert við annað. En þýzkar sprengjuflugvélar og kafbótar murkuðu niður varnarlausa skipalestina. Þrautreyndir og stríðshertir sjóarar hlógu innilega og spauguðu sín á milli, þegar barnabuxur og bleyjur voru hengdar til þerris um borð í rússneska tankskipinu „Aserbeidschan" 6,114 brúttótonn að stærð, byggt 1932. Og sú skýring fréttist af þessu fyrirbæri, að bátsmaðurinn ætti barn með 1. stýri- manni sem væru hjón, og ennfremur að skipstjóri væri borgaralega giftur 1. vélstjóra, eða nánar tilgreint á sannan öreigamáta vígðir saman. „Aserbeidschan“ er í annarri röð ís- hafsskipalestarinnar PQ 17, beint aftur af brezka forustuskipinu. Að kvöldi 4. júlí 1942 deyr hláturinn út og víkur fyrir virðingu á móðurhlutverkinu. Sprengja 'frá árásarflugvél hefir lent í einum lestartanka skipsins; þegar 60 metra hár reykjarstrókur sem gosið hef- ir upp er að hjaðna, má sjá í gegnum reyk og gufumistur, nokkrar rússnesk- ar konur á byssupalli í stafni skipsins skjóta eins og ekkert hefði komið fyrir, í sífellu á eftir óvinaflugvélinni — með- an frá skut skipsins má sjá hvar sjö karlmenn kasta sér í ískaldan sjóinn og á eftir þeim hlejrpur öskrandi af reiði GPU-einkennisklæddur náungi, en brezkt björgunarskip dregur þá alla upp. Þessir sjö rússar eru síðan teknir af lífi fyrir liðhlaup. Það tekst að gera bráðabirgðaviðgerð á rússneska tankskipinu, og innan skamms er það aftur komið í röð skipa- lestarinnar, sem flytur vestræn vopn til rauða hersins, sem er aðþrengdur eftir sumarsókn þýzku herjanna, og á að af- skipa í Archangelsk. Þennan 4. júlídag 1942 hafa Banda- rísku skipin dregið að hún splunku- nýja stjörnufána í tilefni þjóðhátíðar- dags þeirra, — þar sem skipin eru stödd um 500 km vegalengd norður af Nordkap. Ensk-amerísk tundurspilla- deild er á næstu grösum, viðbúin að koma skjótt á vettvang, en nokkuð fjær í vestri er deild stærri herskipa ásamt flugvélamóðurskipi. Hin hraðskreiðu 'fylgdarskip lestarinnar — brezkir tund- urspillar og korvettur — varna þýzku kafbátunum aðgang og hörkuárásir þýzkra sprengjuflugvéla verða mátt- lausar vegna óslitinnar loftvarnaskot- hríðar. Fram að þessu hefir þeim aðeins tekizt að ráðast á þrjú af þessum 33 skipum. En að kvöldi 4. júlí verða örlagarík umskipti. Kl. 22.11 og 22.13 fá flota- deildirnar tilkynningar frá hermálaráðu- neytinu í London, að breyta um stefnu og stærri tundurspillarnir sem voru með lestinni yfirgefa hana og fylgja í kjöl- 'far hinna herskipanna, og nær varnar- laus flutningaskipin verða nú að bjarga sér sjálfir í rússneska höfn. Hitler hampar sigri yfir Roosevelt. Eftirleikurinn er miskunnailaus mannaslátrun: tveir þriðju allra skip- anna, hlaðin hergögnum að verðmæti um 700 milljónir dollara, vígbúnaður fyrir 50.000 manna rússneskan her, eru léttunnin bráð fyrir þýzkar flugvélar og kafbáta. Aðeins ellefu flutninga- skipanna, þar á meðal „Aserbeidschen", komast í rússneska höfn. Ameriski kvikmyndaleikarinn Dou- glas Fairbanks jr., sem um þetta leyti starfar sem sjóliðsforingi á ameríska tundurspillinum „Wichita", skrifar í dagbók sína 5. júlí: „Eru bretarnir orðn- ir byssuhræddir? Hvernig er hægt með svona framkomu að vinna styrjöld?" Brezki beitiskipaaðmírállinn Louis Hamil- ton þráði sjóorustu. Hitler og sjóherforingi hans, Raeder, vildu ekki Ieggja stórskip sín í tvísýnu. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.