Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 10

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 10
„Aldrei brást að draumur um veislu heima á Hólum boðaði mér mikinn afla — og aflinn var í samræmi við það sem borið var á borð í draumveislunni” Sigurjón Stefánsson, sem nú er framkvæmdastjóri Tog- araafgreiðslunnar í Reykjavík, er í hópi okkar farsælustu og gæfusömustu togaraskipstjóra. í aldarfjórðung var hann einn af fengsælustu skipstjórum togaraflotans. í 16 ár þar á undan hafði hann stundað sjóinn á smákænum, litlum mótorbátum, tekið þátt í síldarævintýrinu mikla og kynnst öllum störfum á togaraflotanum. Sigurjón dró fyrsta fiskinn úr sjó sex ára gamali, en ótaldar eru þær þúsundir tonna sem dregnar hafa verið úr sjó undir hans stjóm. í þessu viðtali segir hann okkur frá þeirri þróun sem orðið hefur á aðbúnaði sjómanna frá því hann svaf með áhöfnum tíu báta á sameiginlegu svefnlofti í bragga í Sandgerði, uns hann og skipshöfn hans naut góðs viðurværis á best búnu skuttog- urum sem þekkjast. Umfram allt gefur Sigurjón okkur innsýn í líf þeirra manna sem stjóma þurfa skipi og skipshöfn í leit að fiski og því, hve gott er að hafa góða samstarfsmenn sér við hlið. Loks segir hann frá því, hvemig hann sí og æ dreymdi fyrir aflahrotum og hvemig allir þeir draumar vom tengdir æsku- heimili hans, litla býlinu að Hólum í Dýrafirði. Rætt við Sigurjón Steíánsson skipstjóra og íramkvæmdastjóra Togaraaígreiðslunnar — Ja, hvenær sjómennskan hófst? Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja á því. Pabbi var skipstjóri á skútu frá Þingeyri, en var hættur því þegar ég fæddist. Fyrsta sjóferðin mín var á árabát, sem heima var, með honum út á Dýra- fjörð. Ég man það vel þegar ég dró fyrsta fisk- inn. Ég var 6 ára. Fiskurinn var ekki stór, en fiskur samt — lítill þyrsklingur. Búið heima á Hólum var ekki stórt dæmigert Vestfjarðabú sjórinn var kannski betri helmingur þess. Út á sjóinn var alltaf sótt til fiskjar fyrir heimilið. Til róðra réðist ég fyrst 15 ára gamall og þá á trillu sem gerð var út á skak. Hana átti Sigurður Fr. Einarsson, kennari á Þingeyri, sem stundaði sjó á sumrin og átti báta. — Hneigðist hugur þinn strax til sjávarins? — Já, frá því ég fyrst man var sjórinn þungamiðja tilverunnar. Um sjó og sjó- mennsku lék frá fyrstu tíð mikill ljómi í mínum huga og það kom eiginlega aldrei neitt annað til greina en að á sjó yrði mitt starfssvið. — Og hvernig gekk nú fyrsta skiprúms- ráðningin á skakbátnum frá Þingeyri? — Það gekk hörmulega, þetta var á kreppuárunum, nánar tiltekið 1935 og allt gekk eiginlega í takt við ástandið í lands- og heims- málunum. Það var ekkert upp úr þessu að hafa nema soðmatur fyrir heimilið, engir peningar. Sextán ára réð ég mig svo á stærri vélbát frá Dýrafirði á vertíð. Báturinn hét Geysir og var 17 tonn. Við vorum fimm um borð og beitn- ingamenn í landi. Haldið var út síðla nætur og komið að hvert kvöld. Það var ekki langt sótt, aðeins út á Barðagrunnið og Nesdýpið eins og þá tíðkaðist. Báturinn var einn af þeim, sem kallaðir voru Ámapungar frá ísafirði, sem eldri menn fyrir vestan muna eftir. Þeir voru smíð- aðir erlendis en Ásgeirsverslun, sem Ámi Jónsson veitti forstöðu lengi, keypti þá til landsins og gerði út stóran flota þessara 12—17 tonna báta. Geysir var keyptur gamall til Dýrafjarðar. Veran og vinnan á Geysi gaf fáar krónur í aðra hönd. Aflinn var sáratregur. Mikil ásókn erlendra og íslenskra togara var búin að vera á þessum slóðum og á þessum árum var nánast alger ördeyða fyrir vestan. Þetta varði í mörg ár og fór ekki að glæðast aftur fyrr en í stríðinu, eftir að Bretamir voru famir. Erlendu togar- amir og þeir íslensku sóttu stíft allt að 3 mílna línunni — og auðvitað oft innfyrir ef það gaf eitthvað betra. 1100 krónur fyrir toppvertíð Fyrsta vertíðin mín á Geysi gaf því ekki mikið í aðra hönd, en það var ekki að öðru að hverfa. Ég réðist því á sama bát á næstu vertíð 10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.