Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 19
Frá kvöldskenimtun á sjómannadaginn í Bolungarvík fvrir tveim
árum.
Nefndin sem sá um kvöldskemmtun sjómannadagsins. Þarna má
sjá skipstjórana og vélstjórana á ýmsum þckktum skipum í
Bolungarvík.
Þuríður sundafyllir sé enn við lýði,
en nú sem steindrangur í Óshlíð.
Sagan segir að sá sem geti klifið
upp að mitti á Þuríði, muni finna
fyrir stórt og mikið belti, en við
það hangi lyklahringur og lykill.
Og þegar bjargmaðurinn hefur
náð lyklinum, þá á að fljóta upp
gullkista, full af gulli, í vatni fram í
Syðri-dal. Vatnið heitir Miðdals-
vatn. Meinið er hinsvegar, að
engum hefur enn tekist að klífa
Þuríði. Þannig að okkar gullskip
bíður óhreyft, ef svo má orða það.
Enda án efa örðugt að klífa kerl-
ingu.
Þjóðsagan segir að Þuríður
sundafyllir hafi átt bróður, er
Þjóðólfur hét. Hann kom út hing-
að á eftir henni. Hann bauð Þuríði
að fá sér land í Bolungarvík, en
hún leyfði honum svo mikið land
sem hann gæti girt fyrir á dag.
Hann fer til og leggur garð frá
Stiga og vildi girða fyrir Hlíðardal
og Tungudal, en komst ekki lengra
en á miðjan Tungudal um daginn,
og sjást þess merki enn hvar hann
lagði garðinn. Þjóðólfur kallaði
sér báða dalina, en Þuríður þóttist
eiga þann dalinn er eigi var girt
fyrir til f ulls og varð svo að vera sem
hún vildi. Þetta líkaði Þjóðólfi
stórilla og hugðist að hefna sín og
stela nauti sem Þuríður átti á
Stigahlíð. Þuríður varð vör við er
hann gekk á hlíðina og fór á eftir
honum,en hann tók nautið og vildi
leiða heim. Þau mættust þar sem
nú heitir Ófæra, innst á hlíðinni.
Hún réð þegar á hann og vildi taka
nautið, en fékk ekki atgjört. Varð
hún þá svo reið að hún lagði það á
hann að hann yrði að steini þar
sem flestir fuglar á hann skiti, en
hann lét það um mælt á móti að
hún yrði að standa þar sem vindur
nauðaði mest á og stendur hún nú
efst á norðurhominu á Óshlíð.
Þjóðólfur varð að kletti og valt
fram í sjóinn og lenti á klöpp sem
upp úr stóð. Sá klettur var jafnan
alþakinn af fuglum og stóð þar
þangað til 1836 um haustið, hvarf
hann í logni og ládeyðu eina nótt
svo enginn vissi hvað af varð. Allir
muna Bolvíkingar eftir Þjóðólfi og
vissu gjörla hvar hann stóð því
hann var stakur og róið framhjá
honum hvurt sinn er á sjó var far-
ið, og fullyrða allir í einu hljóði að
svo sé grunnt allt í kringum klöpp-
ina sem hann stóð á að hann geti
þar hvurgi legið, en segja hann
fyrir því hafa horfið að þá hafi
verið úti álögutíminn. Gjörla sást
merki hvar hann stóð á skerinu og
hefur hann verið rúmra fimm
faðma á þann veginn sem niður
hefur snúið ...
Þjóðólfur lagði svo á hana á
móti að hún yrði einnig að steini,
sem varð. Ekki skal ég fullyrða um
gerð þessarar sögu, en garðar, eða
grjótgarðar, torkennilegir voru hér
lengi. Þeir síðustu voru teknir í
hafnargerðina.
Og við þjóðsöguna er svo því að
bæta, að merkur maður hér,
Finnbogi Bernódusson, er oft fór
með eitt og annað efni á sjó-
mannadaginn, ýmisst í formi
ræðu, eða frásagnar, greindi frá
því, að þegar hann var barn þá
hefðu eldri menn sagt sér, að það
hefði verið steinn út með Stiga-
hlíð. Mjög áberandi stór steinn í
flæðarmálinu.
Svo var það eitt sinn um vor í
mjög góðu veðri, að steinninn var
horfinn. Steinninn var áberandi
frá sjó, eða hafði verið það. Og
síðan hefur hann ekki sést, en
þetta átti að vera Þjóðólfur, þann-
ig að hann hefur sannarlega staðið
fram á seinustu öld, eða til 1836.
— En svo aftur sé vikið að sjó-
mannadeginum. Hvenær hefst
undirbúningurinn hjá ykkur?
— Eins og áður sagði, þá sjá
starfandi sjómenn um þetta. Núna
eru fundahöld að byrja, en við
kjósum nokkrar starfsnefndir.
Fyrsti fundurinn er í kvöld (5.4.
1983). Við höfum t.d. sérstaka
róðranefnd, sérstaka nefnd sem
sér um beitningu, sérstaka úti-
SJÓMANNADAGBLAÐIÐ 19