Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 17
Raett vid Geir
Gudmundsson um
sjómannadaginn
í Bolungarvík
Geir Guðmundsson, formaður sjómanna
dagsráðs í Bolungarvík.
Þriðjudaginn eftir páska, í
norðanhríð, ókum við Óshlíðina
frá ísafirði til Bolungarvíkur.
Landið var snævi þakið og haf-
aldan barði ströndina. Það var
því æði vetrarlegt að aka snjó-
ruðninginn í hríðarkófinu, þótt
komið væri framundir sumar-
mál. Og sá sem einn er á ferð, að
frátöldum ruðningsmaskínum,
hlýtur ósjálfrátt að hugleiða
hversu örðug sjósókn hlýtur að
vera á þessum slóðum að vetr-
arlagi, þar sem fjöll heita Stiga-
hlíð, Ófæra og Banahieinar.
Það var því gott að taka hús
hjá Geir Guðmundssyni og fjöl-
skyldu hans á Vitastíg í Bolung-
arvík, því þótt húsið væri nær
grafið í fönn var bjart yfir fólk-
inu og þar ríkti sú stillta gleði er
vandvirkni og sjósókn fylgir.
Sjómannadagurinn í
Bolungarvík
— Sjómannadagurinn var fyrst
hátíðlegur haldinn í Bolungarvík
29. maí 1939, er var 2. dagur
hvítasunnu.
Vafalaust hefur það fljótt komið
til tals að halda hér hátíðlegan
sjómannadag, eftir að sá siður var
upp tekinn sunnanlands og víðar,
— og árið 1938 komu 12 bolvískir
sjómenn sarnan til þess að ræða
um stofnun sjómannadags. Var
þar einróma samþykkt að vinna að
því að halda hátíðlegan sjó-
mannadag á komandi vori.
Þeir, sem frumkvæðið áttu að
þessurn fundi, voru Kristján Þ.
Kristjánsson og Óskar Halldórs-
son, en auk þeirra mættu á þessunr
fyrsta sjómannadagsfundi í Bol-
ungarvík eftirtaldirsjómenn: Gísli
Hjaltason, Gísli Kristjánsson, Sig-
urður E. Friðriksson, Finnbogi
Bernódusson, Bjarni H. Jónsson,
Jón Kr. Guðnason, Ólafur Péturs-
son, Guðmundur Halldórsson,
Jón Tímótheusson og Salomon
Kristjánsson.
Konru þeir tólfmenningarnir
sér saman um að vinna allir í
sameiningu að undirbúningi há-
tíðahaldanna og kusu Gísla
Hjaltason formann nefndarinnar.
Héldu þeir með sér nokkra fundi,
og um vorið, hinn 29. maí, var
fyrsti sjómannadagurinn í Bol-
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17