Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 44

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Síða 44
VEIÐARFÆRI Handfæravindur með sjálfvirkum hemlum. NÆLON-handfæri 0,9 — 1,0 — 1,2 — 1,3 — 1,5 — 1,7 — 2,0 — 2,5 mm. HANDFÆRASÖKKUR 1,25 — 1,5 — 1,75 — 2,0 kg. HANDFÆRAÖNGLAR með gerfibeitu, mislitir, tvílitir, sjálflýsandi, fjölbreyt úrval. SEGULNAGLAR, PILKAR, KASTLÍNUÖNGLAR, LAXALÍNUR, SILUNGALÍNUR, KOLANET, RAUÐMAGANET, GRÁSLEPPUNET, SILUNGANET, LAX-, SILUNGSÖNGLAR, KOLAÖNGLAR. Ánanaustum Siml 28855 Elzta og stærsta veiðarfæra verzlun landsins. smíða það handa sér, en um það leyti var hann að flytja bú sitt vestur í Selvog. Hann réri þó skipinu frá Þorlákshöfn, meðan hann gat. Páll reisti mikið bú í Nesi í Sel- vogi, sem mörgum er kunnugt. Enda dugnaðarforkur. Þó missti hann heilsuna, líklega kringum 1923. Þá tók við skipinu Kristinn Jónsson, síðar byggingameistari á Selfossi. Hann var með það í nokkur ár, en svo tók við Halldór Magnússon frá Hrauni í Ölfusi. Nú svo dró að því að það urðu hálfgerðar Hálfdánarheimtir á þessurn formönnum. Áraskipin fóru að hverfa af miðunum, en mótorbátarnir að koma til sög- unnar. Ég hygg að Halldór hafi verið með skipið í um það bil tvö ár, og svo tók við því Jón Jakobsson, frá Einarshöfn. Þá kemst skipið austur á Eyrar- bakka og var notað þar, sem „far- þegaskip“ eins og það var nefnt í gamla daga, þegar sá háttur var hafður á að hóa saman mönnum í einn og einn róður, er gæftir voru og von var um afla. Það var settur í skipið mótor, til þess að gera það nýtískulegra, því þá var svo kom- ið, að enginn maður fékkst til að leggja út ár. Allt var upp á vélar. Þetta bjargaði þó ekki málum, því þessi tíð var á enda runnin. Þegar ég kom að skipinu til þess að grafa það upp, var það vestan við Sunnuhvol. Þar hafði fokið að skipinu mikill sandur og var það að heita má sandi orpið. Stóð skipið í sandfönn, og sýnilegt að þar beið þess aðeins tortíming, af því að það var orðið skælt undan farginu, sem lagðist misjafnlega á það (snúið). Þarna mokaði ég það upp og hirti það, illa farið. Þess er þó að geta að einu sinni áður hafði verið gert nokkuð við það, og ber víst að þakka Fiskifé- laginu þá viðgerð. Þeir voru með áform um að gera við það og varðveita það, en einhvern veginn rann það út í sandinn í bókstaf- legri merkinu og skipið hélt áfram að hrörna. Þegar ég kom að því, hafði öll umgjörðin fúnað ofan af skipinu, niður á annað, eða þriðja borð, hástokkurinn og þófturnar allar. Þó voru tvær þóftur nothæfar. Ég fékk Jóhannes Siguijónsson á Gamla-Hrauni síðan til að gera við það að fullu. Það mátti ekki tæpara standa, því hann lifði að- eins eitt ár, eftir að hann hafði lokið við að gera við skipið. Jóhannes var mikill og fær skipasmiður, og ómetanlegt var að fá hann til þessara verka. Ég hlæ stundum með sjálfum mér, er ég hugsa til þessa tíma. Þá var ég að draga að karlinum ýmsar spýtur, er ég taldi að vel mætti nota í skipið, svona í eitt og annað smá- vegis. En það var ekki við kom- andi. Allt varð að vera eins og það var áður. Ég man til dæmis að ég kom með tvær spýtur, sem ég ætlaði að hafa í stoðir undir þófturnar. Hann leit fyrirlitlega á spýturn- ar og sagði: — Uss. Það er ekkert gagn að þessu í snældu. Á hinn bóginn hafði ég visst erindi sem erfiði, þegar ég var að draga að spýtur. Ég fékk í leiðinni að vita ýms heiti á skipinu, sem ég kunni ekki að nefna áður. Og at- hyglisvert var smíðalagið og vandvirknin. Þeir mældu allt með hnefa sínum þessir karlar. Hnefi var frá þóftunni undir hástokkinn og þannig var hnefamálið notað um allt skipið. Að vísu eru menn misjafnlega handstórir, en þó gekk ekkert úrskeiðis. Þeir sáu við því með dularfullum hætti. Jóhannes fékk líka allt eins og hann ætlaðist til, og í vissum stærðum. Mér er það minnisstætt að ein- hveiju sinni kom frændi hans 44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.