Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 70

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 70
Gamli Gullfoss, kom til landsins 1915. því að GULLFOSS (II.), var seldur til Saudi-Arabíu árið 1973, eftir að hafa haldið uppi millilandasiglingum með farþega í liðlega tvo áratugi, einkum til Skotlands og Danmerkur, eða Kaup- mannahafnar. En þá voru liðin 114 ár síðan fastar póstferðir og farþegaflutn- ingar hófust með gufuskipum milli Is- lands og annarra landa. Þær byrjuðu með gufuskipinu Arctu- rusi, er hóf íslandsferðir árið 1859, en áður þurftu íslendingar að leita eftir fari með vöruskútum, þótt ein opinber póst- ferð væri til landsins á ári, með farþega og póst með seglskipi. Þar eð sjóferðaminningar íslendinga snúast yfirleitt um vond veður og örðug- leika, hefur tiltölulega lítið verið ritað um sjóferðir í gamla stílnum, eða hinar tíð- indalausu ferðir yfir hafið. Þó vöktu sigl- ingar manna yfirleitt töluverða athygli. Hundruð manna voru við brottför skipa til að gráta af söknuði, og við skipakomur var oftast mikill mannfjöldi á bryggjunní þegar skipið kom, það er að segja, eftir að bryggjur komu í hafnir. Og sagt var frá því í blöðunum, hverjir sigldu og hverjir voru að koma til landsins. Menn voru nafngreindir, því það þótti nokkur for- frömun, að hafa dvalið erlendis, eða vera sigldur, eins og það hét þá á íslensku. Og fróðlegt er að kanna atbúnað farþega og annan hag frá þessum löngu liðnu árum, og hér verður eitt og annað rifjað upp. Með póstskipi fyrir heilli öld „Skipin sem fluttu póst og farþega 1872, voru útbúin við hæfi ríkra manna; það voru skip fyrir stórkaupmenn með fjölbreyttu matarhæfi og flauelssófum til að sitja á. Diana hafði verið herskip en var nú póstskip, sem fór milli íslands, Hafnar og Skotlands," segir Indriði Einarsson, rithöfundur (1851—1939), en hann hafði lokið stúdentsprófi í Reykjavíkurskóla þá um vorið og var á leið til náms í stjórn- fræðum við háskólann í Kaupmanna- höfn. Og hann heldur áfram frásögn sinni á þessa leið, en fróðlegt er að bera hana saman við ferðamáta nútíðarinnar. Mun- urinn er nefnilega ekki svo mikill, ef hraðinn er undanskilinn: „(Díana) notaði seglin sem voru á skipinu til að stöðva skipið, svo það veltist minna“ og manni koma í hug tölvuuggar nýrra farþegaskipa eins og EDDU, sem draga úr veltingi. ,„ .. og á undanhaldi voru spöruð kol með seglunum. Jeg hef aldrei kent sjóveiki, þó jeg hafi farið landa á milli, og var því jafnan mikið á þilfari. Milli íslands og Færeyja sáum við tvo eða fleiri hvali koma upp í sólskininu og liggja með bakið ofansjávar, steypa sjer síðan og koma upp aftur á öðrum stað. Við komum til Færeyja, fórum í land í Þórshöfn. Þar var þá amtmaður Hannes Finsen, faðir Níels læknis Finsens. Amtmaðurinn tók á móti okkur með mesta velvilja og gest- risni. Sýndi okkur amtmannssetrið og garðinn í kringum það. Okkur var sýnt Færeyjavirkið, sem ekki mun hafa verið mikil vemd að, en í virkinu voru þá 12—20 sjóhermenn. Þórshöfn í Færeyjum þótti okkur Reykvíkingum ekki mikill bær, götur voru skakkar og ósléttar og húsin með stráþaki. Við vorum sunnudag í Þórshöfn og vorum þar við messu og vorum uppi við orgelið hjá rektor Lútken, sem var aðalkennari við gagnvísindaskól- ann í Þórshöfn, sem bjó skólakennara Færeyinga undir framtíðarstarf sitt. ..“ Indriði Einarsson, lýsir síðan Færeyjum nokkuð, en þaðan hélt Diana til Granton í Skotlandi. Edinborg skoðuð Og hann heldur áfram sögunni: „Við fengum okkur drosju og ókum langan veg upp í Hanoverstreet í Edin- borg. I þessari drosju ætluðum við, að jeg held, að taka Edinborg með áhlaupi. Frú Guðrún Hjaltalín sendi eftir manninum sínum upp í bókasafnið og hann kom að vörmu spori. Hann fór með okkur um Princessstreet, upp í kastalann og sýndi okkur hann. Þar sáum við veldissprota skozka ríkisins og kórónuna, sem fallin var af Maríu drottningu Stuart hinni fögru, áður en hún var hálshöggvin. Þar sáum við Háskotana — herdeildina frægu frá Spáni — og búningurinn, sem svipar svo til búningsins á rómversku hermönn- unum, vakti sjerstaklega mína eftirtekt. Háskota-herfylkin eru 4, og eru það sem kallað er tvö tvífylki, eða regiment. Hernaðarmúsikin þeirra er belgpípan, og við heyrðum hana á þessari kynnisför um Edinborg. Við sáum Holyrood höllina, þar sem María Stuart hafði búið, og allt var það Walter Scott ljóslifandi. I ridd- arasalnum á Holyrood eru myndir af öll- um Skotakonungum; mjer var mest um- hugað að sjá myndina af Macbeth, Shakespeare’s ódauðlega Macbeth; Hjaltalín áleit hann sögusögn. En Mac- Póstgufuskipið Arcurus. Nú fengu fslendingar 6 ferðir á ári í stað þriggja. Það sigldi þar til Sameinaða tók við 1866. 68 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.