Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 37
þegar komið er í verklok, þá
gengur bóndi til vinnumanns og
segist vera orðinn afhuga kaup-
unum. Að hann gangi frá samn-
ingunum.
Þegar þetta gerðist, þá hittist
þannig á, að eftir var þessi eini
steinn í vörinni.
Vinnumaður hættir við stein-
inn, sem hann var að taka upp, og
segir að þessi steinn skuli áfram
vera þarna í vörinni. Og að hann
muni verða mönnum að fjörtjóni.
Síðan hvarf vinnumaður á brott
og sást aldrei framar.
Það er hinsvegar af Ósfólkinu
að segja, að bóndadóttir veslaðist
upp og.dó nokkru síðar. En frá
vörinni er það að segja, að í þriðja
róðri sem bóndinn, sem var for-
maður, réri úr vörinni, braut hann
skip sitt við þennan stein og fórst.
Síðan vita menn ekki til þess að
skip hafi farist í Ósvör, og var
vörin þó þrautalending Bolvík-
inga um aldir. Þar lentu þeir þegar
ófært var á Mölinni.
Steinninn heitir Vararkollur.
Jónas Guðmundsson, skráði
eftir Geir Guðmundssyni,
Bolungarvík.
Formanna-
vísa
Ólafur Einarsson, frá Butru:
Úr Fljótshlíð hann Ólafur,
öldu- hýðir jórinn,
þótt í hríðum Hræsvelgur
hrukki ófríða bjórinn.
Stýrir „ísak“ ótrauður,
áls- um heiði breiða,
altaf fýsist formaður
fram á leið til veiða.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37