Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 27
Frá sjómannadeginum á Patreksfirði. Verið er að heiðra sjómenn. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Friðrik Magnússon, Helgi Jak- obsson, Gísli Jónsson og Birgir Pétursson, formaður sjómanna- dagsráðs. Kvennasveitin frá sjúkrahúsinu, en hún hefur verið sigursæl í kappróðri á sjómannadaginn. lítt grónar og grýttar, að ræktun er afarörðug og kúahald nær ókleift. Veðurátt á Patreksfirði er fremur þurr, og snjólétta mikil. Norðan- stormar eru þar þurrir, en oft hvassir og kaldir. Lífhöfn Þótt Patreksfjörður hafi auðvit- að fyrst og fremst verið útgerðar- bær þeirra Patreksfirðinga, og pláss þeirra sem í sveitunum í kring búa, þá gegndi staðurinn og gerir enn, mikilsverðu hlutverki sem lífhöfn, eða neyðarhöfn skipa er leið eiga útifyrir Vestfjörðum, eða stunda þar veiðar. Skip hafa oft leitað þár í var, þangað hafa menn leitað læknis, og sótt marg- víslega þjónustu. Patreksfjörður er því nær öllum sjómönnum kunn- ur. Auðvitað hefur á ýmsu gengið í langri sögu, og nú um stundir eru fremur örðug ár á Patreksfirði. Verið er að endurreisa fiskvinnsl- una, en svo til lokið er við að smíða þar stórt frystihús, en fjár- hagurinn er bágborinn. Þá er út- gerð einnig talsverð allt árið. Og svo má minna á að í vetur féll krapaflóð gegnum þorpið og varð af mannatjón og eigna. Við hér á Sjómannadagsblaðinu höfðum ráðgert ferð vestur á Pat- reksfjörð síðast í mars, þegar verið var að vinna blaðið. Af því gat ekki orðið vegna illviðris, en við vorum svo heppnir að Jón Magn- ússon, skipstjóri kom til Reykja- víkur með steinbítsfarm til vinnslu og í birtingu á laugardag fyrir páska, kom Patrekur, bátur Jóns siglandi inn sundin, og með trill- una Katrínu frá Patreksfirði, en þeir á Patreki höfðu komið að trillunni með bilaða vél 10 sjómíl- ur suður af Malarrifi. Einn maður var um borð. Hann var á leið til Hafnarfjarðar með bát sinn til viðhalds og viðgerðar. Spáð hafði verið góðviðri, en hann hvessti illilega og voru bæði skipin í klakaböndum, þegar að landi var komið. Jón Magnússon skipstjóri hefur verið aflasæll skipstjóri og fram- kvæmdamaður, og hann hefur auk þess verið ein helsta drif- fjöðrin í sjómannadeginum á Pat- reksfirði um áratuga skeið. Við hittum Jón að máli yfir kaffibolla, þegar búið var að binda Patrek, og sagðist honum svo frá: Patrekur og Garðar — Jú Patrekur er nýtt yfirbyggt skip einkum til línuveiða, er smíðað var í Stykkishólmi. Það er gert eftir nýjustu kröfum og teikningum, en þó létum við breyta því ofurlítið eins og gengur. Lét ég gera svefnklefa fyrir skip- stjórann aftan við stýrishúsið, sem er hentugra. Alls er rými eða svefnpláss fyrir 16 manns um borð, þar af fyrir 11 manns í aft- urskipinu. Öll vinna fer fram undir þilfari og í lestinni er fiskinum komið fyrir í plastkörum, þar sem hann er ísaður. ísvél er um borð og svo eru tvær frystilestar fremst. Undir „bakkanum“ eru þrýstidælur fyrir vindur og verkstæði, en auk þess svefnklefi fyrir fjóra, góður bað- klefi og þvottavél fyrir skipshöfn- ina, en það þykir nú sjálfsagt og nauðsynlegt. — Nú ert þú ef til vill þekktastur fyrir hið fræga skip Garðar, sem nú hefur verið gert að einskonar safni. Hvemig bar það til? — Ja Garðar varorðinn gamall og ef til vill lá það beinast við að sökkva skipinu, eða höggva það, en ég kaus að setja það í naust, ef svo má orða það, og varðveita það eitthvað enn. Garðar var smíðaður árið 1912 í Osló í Noregi og var upphaflega hvalveiðibátur, eða hvalveiðiskip. Síðan eignuðust Færeyingar skip- ið og notuðu það við hvalveiðar. Á SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.