Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 71

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 71
beth hefur áreiðanlega verið til. Við vor- um forviða á klettunum inni í bænum og fyrir utan hann. Fegurð bæjarins og söguleifarnar, sem við sáum, höfðu gagn- tekið okkur á 5 eða 6 klukkutímum. Edinborg hafði hertekið okkur áhlaups- laust. Við vissum ekki, hvemig við áttum að endurgjalda þeim hjónunum alla þessa alúð, að sýna okkur bæinn og benda okkur á, hvers vegna Skotar kalla Princessstreet fegurstu götu í Evrópu, og til þess að sýna einhvern lit á þakklæti, buðum við þeim niður á skipið, og þar voru þau gestir okkar í eina tvo klukku- tíma. Við sátum uppi á þilfarinu og sáum jámbrautarvagna koma brunandi áfram af landi, fara út hjólskip, sem sýndust vera skip að nafnbót, og hjólskipin renna yfir fjörðinn til Burnt Island og skila þar upp á land þessum stuttu vagnatrossum sem þau höfðu innanborðs. Þetta var áður en Forth-brúin var bygð yfir fjörðinn og var nýtt fyrir okkur, en ekki fyrir þau. Díana fór að týgja sig til brottlögu, og við skild- um við hjónin með mestu kærleikum.“ Vöruskútur í Atlantshafi Sem að framan var sagt, þá voru vöru- skútur lengst af póst- og millilandaskip handa ferðamönnum. Slíkar ferðir gátu orðið æði slarksamar, en höfðu eigi að síður sína töfra. Margir hafa lýst slíkum ferðum, meðal annars dr. Helgi Pétursson, jarðfræðingur og heimspekingur (1872—1949). Hann lagði í Atlantsála með danska seglskipinu Perú, en förinni var heitið til Grænlands. Helgi lýsir förinni með skipinu all ítarlega og segir m.a. á þessa leið: „Um miðjan morgun sunnudaginn 2. maí lagði briggskipið „Perú“ á stað frá Kaupmannahöfn og höfðum vér fjórir tekið oss far með því. „Perú“ er frá þeim tímum, er það þótti meira um vert, að skipin tækju mikið, en að þau væru hrað- skreið, enda hefir einn farþegi sagt, að því svipaði mest til vindlastokks að lögun. Það þurfti líka að blása mikið og hagstætt til þess að „Perú“ gamla færi að herða á sér að mun og voru þó möstrin óvanalega há og segl og reiði í bezta lagi, eins og vant er að vera á skipum grænlenzku verzlun- arinnar. Káetan var góð, eftir því sem um er að gera á slíkum byrðingum, en skápar með hólfum hefðu þeir verið kallaðir á þurru landi. klefarnir, þar sem við áttum að vera tveir og tveir í tvo mánuði. En maður venst slíku ótrúlega fljótt á sjónum, og strax annan daginn sýndist alt rýmra; og á þiljum uppi er að minnsta kosti nógu hátt undir loftið." Eftir að hafa lýst ferðafélögum sínum nokkuð lýsir hann hafinu og er lýsing hans ógleymanleg. Hann segir: „Það er að ýmsu leyti skemmtilegra að ferðast með seglskipi heldur en með eim- skipi, og þótt það væri ekki nema vegna þeirrar ánægju, sem farmaðurinn finnur til, er hann kemur upp einn morgun, er á móti hefir blásið að undanförnu, og sér veifuna á siglutoppnum benda fram og seglin bunga fyrir hagstæðum vindi. En það er líka svo margt að athuga á langri sjóferð, sem gaman má hafa af, en miklu síður er hægt að gera það á eimskipum, sem bruna áfram jafnt í byr og iogni. Ennfremur má hlaupa fyrir borð af segl- skipinu, þegar ferðin er ekki of mikil, og synda sér til skemmtunar. Ég gerði það oft í Norðursjónum og Atlantshafi, en batt auðvitað löngurn kaðli utan um mig til þess að geta dregið mig inn aftur og verða ekki eftir af skipinu. Fallegur er sjórinn „Perú“ fór fram hjá Skaganum (norðurodda Jótlands) 5. maí. Næstu daga sást blá rönd af Noregi fyrir stafni, ekki há. Fallegur er sjórinn, það er ekki ofsög- um af því sagt, og rólega og tignarlega líða öldurnar yfir hafið. Sé horft með vind- inum, er eins og mest beri á lægðunum; hægt velta þær áfram og er eins og kembi aftur af öldunum. En á móti vindinum er alt bólgnir, marggáraðir ölduhryggir, hvítfextir, og skín oft blágrænt gegnum kambana áður en þeir brotna. Margir halda, að löng sjóferð hljóti að vera fjarska tilbreytingalítil og þreytandi, SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.