Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 45

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 45
Hfuti af verkfærasafninu úr Gunnarshúsi. Á veggnum eru gamlir bjarghringir og fánar. Þetta eru brimflögg Eyrbekkinga. Fáninn vinstra megin er rauður, en hinn svartur. Rauði fáninn var viðvörunarflagg. Þegar bæði brimflöggin voru komin upp var lendingin alófær. Safnahúsið, sem Sigurður Guðjónsson, skipstjóri hefur reist fyrir eigin reikning. Allir eru sammála um að þetta framtak hans sé ekki einasta lofsvert, heldur einstakt afrek og beri vott um óvenjulegt örlæti og ást á forsögunni og þjóðararfinum. Sigurður hefur bjargað hundruðum muna frá glatkistunni. austan úr Eyjum og fékk að skoða skipið, en þá var verkið komið vel á veg. Og það var heil orðabók að heyra þá tala saman. Þetta var Guðmundur Jónsson, einn af þeim mörgu systkinum frá Gamla-Hrauni, sonur Jóns heit- ins, bróður dr. Guðna Jónssonar heitins, prófessors. Þeir eru nú flestir dánir þessir miklu skipasmiðir. Þeir lifðu það þó að fást við plankabyggða mótorbáta. Einna síðastur var Gunnar Marel, sem var mikill skipasmiður í Eyjum. Skipin voru smíðuð á haustin — Steinn Guðmundsson byggði sín skip á haustin. Byrjaði á þeim á haustin og lauk við smíðina, en hausttíðin var tími aðdyttinga og nýsmíði. Þegar skipið var tilbúið, var það sett á flot og því siglt í Þorláks- höfn. Til eru sagnir um að menn undirbjuggu smíði á nýju skipi með sérstökum bænum, eða sið- um, en eigi veit ég hvort Steinn Guðmundsson viðhafði einhverja kúnst. En allavega vandaði hann sín skip. Málin voru hnefamál smiðshandarinnar og formið var fengið úr haföldunni. Farsæll var smíðaður úr furu. Á skipinu var 14 manna áhöfn, en burðargeta svona skipa mun hafa verið um 10 tonn, eða 1000 fiskar. — Nú eru fleiri skip sýnd í safninu hvaða skip eru það? — Þarna er ferjubátur frá Þjórsárholti, sem áður var notaður á Þjórsá. Hann var að drafna niður þarna austurfrá, en seinast notaður í heyflutninga úr hólma í Þjórsá. Annar bátur er svo frá Fljótshólum, sem upphaflega var notaður sem selabátur í ósnum. Þá er ég með sjóklæði, en þó eru þau eigi eins og ég ætlaðist til, því ég gat ekki fengið neinn klæð- skera, eða feldskera, eins og það heitir víst núna, til að sauma skinnklæði fyrir mig. Skinnklæðasaumaskapurinn forni er alveg úr sögunni og ég get engan fengið til að sauma fyrir mig skinnklæði, eins og þau tíðk- uðust hér. Þau skinnklæði er þarna hanga eru líklega unglingaskinnföt, því þau eru það lítil og þröng, að þau hafa ekki verið ætluð fullvöxnum manni. Og þótt þau séu ekki nema svipur hjá sjón, tel ég rétt að láta þau hanga þarna. Þau gefa ákveðna vísbendingu um sjó- klæði. Reyndar frétti ég af einum manni austur í Mýrdal, sem var að fást við saumaskap. Það voru lík- lega menn austur með söndum sem lögðu þetta síðast fyrir sig, en þeir munu nú allir úr sögunni — eins og skinnklæðin og eins og reyndar skipasmiðirnir líka, þ.e. þeir sem smíðuðu áraskipin. Seglin á Farsæli eru rétt, og saumuð eftir teikningu af fap- manni. Fiskifélagið lét skipasmið teikna skipið á sínum tíma og auðveldaði það vissa verkþætti. — En eftir að skriður komst á þessa söfnun þína, og húsið var komið undir þak, vaknaði þá ekki einhver áhugi meðal Eyrbekkinga? — Jú ég hygg að þetta hafi orðið til þess að eitt og annað bjargaðist, sem annars hefði farið á haugana. Einkum gömul verk- færi. Þó er það bagalegt, að mér hefur ekki tekist að ná í nein sér- verkfæri frá skipasmiðunum gömlu. Þó reyndi ég að leita þau uppi og spurðist víða fyrir. Járnsmíðaáhöld eru úr sögunni. Eldsmíði er ekki lengur stunduð. Allt er rafsoðið og logbrennt, eins og menn vita, og meitill er ekki borinn að einu, eða neinu. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.