Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 15

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 15
 Ingólfur á ytri hnfninni. Þá dreymir mig, að það er veisla heima á Hól- um. I þetta sinn var maturinn ekkert sérstakur og ég ekkert ánægður með hann. Og það var sérstakt við drauminn að það var komið fram undir miðnætti þegar veislan hófst. Ég réði drauminn þannig, að ég hlyti að fá einhverja hrotu i restina á túrnum, fyrst draumveislan var svona seint um kvöld. Síðasti dagurinn til veiða rann upp, því ég átti að koma inn til Reykjavikur morguninn eftir til að fækka í áhöfn fyrir siglinguna. Ég ákvað að draga upp kantinn á Eldeyjarbankanum og annar togari með mér var svolítið grynnra, þvi við vildum prófa ýmis dýpi í kantinum. Undir dimminguna vorum við komnir langleiðina upp undir landhelgislínu. Þá verður sá er grynnra fór fisks var og fær sæmilegt af milli- ufsa. Ég fer þegar í átt til hans og fæ þegar alveg mokveiði sem varð allt kvöldið og fram á nótt eins lengi og ég gat verið að. Lestar fylltust og afli var á dekki. En aflinn var í samræmi við matinn í draumnum sem ég var ekki ánægður með. Þetta var smár og milli-ufsi. Þessi draumur eins og allir aðrir varðandi veislu heima á Hólum rættist. Ég var þó farinn að örvænta í þetta sinn, því tæpur sólarhringur var eftir af veiðiferðinni þegar aflinn loksins kom. En þessi draumaveisla á Hólum hófst líka óvenju seint eða ekki fyrr en undir miðnætti, sem var mjög óvenjulegt. En draumurinn skil- aði sér. Svo man ég einu sinni eftir að við vorum að fiska við A-Grænland. Þar var mikill ís og mörg skip í fiskileit. Snemma í túrnum dreymir mig, að ég er í veislu heima og búinn að borða mig alveg pakksaddan. Svo er ég í draumnum kominn út og gat nreð engu móti borðað meir. En þá er ég með mat í höndunum, sem ég hafði tekið með mér frá borði þó pakksaddur væri. Ég sé strax að nú á ég von á fiski. Það brást ekki, að nokkru síðar lentum við í miklu moki, dallurinn fyllist og við vorum lengi enn í aðgerð og með fisk á dekki er við lögðum af stað heim á leið. Það var auðvitað maturinn, sem ég hélt á i höndunum í draumveislunni, eftir að vera búinn að borða mig pakksaddan. Þannig brást þetta aldrei. — Þetta er merkilegt, en dreymir þig nokk- uð núna? — Ja stundum og þá er ég alltaf að toga, en veislurnar eru hættar. — Það er kannski út af ástandinu í sjónum og samkeppni hins stóra flota? — Já auðvitað er það staðreynd í dag, að við höfum gengið ofsalega mikið á alia okkar fisk- stofna. Þetta er hlutur sem getur ekki gengið. Við erum líka með allt of stóran fiskiskipaflota. Allt of mikið fjármagn er í þessu bundið og sem gerir ekkert annað en rýra afkomuna og brenna olíu. — Ef þú mættir ráða, hvað myndirðu gera? — Ég held að það sé afskaplega erfitt að gera eitthvað í einum hvelli. Mérsýnist bara að við séum komnir út í hálfgert fen með þetta. Það er vandi úr að ráða, en aðgerða er vissulega þörf. — Hvernig lýst þér á fiskifræðinga og spá- dóma um afla sem ekki fæst og gífurleg karfa- veiði, þegar karfi átti varla að vera til í sjónum? — Ja, fiskifræðin. Hún erlíklega ekki konrin á nógu hátt stig hjá okkur. Mér finnst nú eiginlega það versta sem fiskifræðingarnir gerðu, þegar þeir átu ofan í sig Svörtu skýrsl- una á sínum tíma. Þá gáfu þeireftir, samþykktu meiri veiði en þeir höfðu lagt til. Ógæfan hvað þorskinn snertir byrjaði þar. Við erum núna og eigum enn eftir að bíta úr nálinni með það. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Óskar öllum sjómönnum til hamingju með daginn, og þakkar þeim unnin störf. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.