Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 55
m/s Stakfell ÞH 360
Skrá þessi er .meðal annars svo
ófullkomin, að ómögulegt er að
sjá hve íslenski skipastóllinn er
margar rúmlestir. Það ætti næsta
skrá að geta sýnt.
Skipaskráin á að vera svo ýtar-
legt heimildarrit, að hún gefi allar
þær upplýsingar. sem henni er
ætlað að veita um hvert íslenskt
skip.“
Þegar Sjómanna Almanak 1983
er skoðað kemur í ljós að elsti
bátur landsins þar skráður er m.b.
NAKKUR SU 380 frá Djúpavogi.
Bátur þessi var smíðaður í Fær-
eyjum árið 1912 og er því sjötugur
og er 5 brúttósmálestir að stærð.
Þegar farið var að kanna sögu
bátsins kom í ljós að hann var
gerður út frá Færeyjum til ársins
1939 er hann kom, eftir því sem
best er vitað, til landsins, en það
var ekki fyrr en 21. maí 1941 að
hans er fyrst getið á skoðunar-
skýrslum hér. Það er vitað að á
meðan báturinn var gerður út frá
Færeyjum að hann slitnaði frá og
rak á haf út frá Klakksvík í
vonskuveðri og var týndur í
nokkra daga, en fannst heill og
óskemmdur rekinn inn á vík eina í
Færeyjum.
Báturinn er fyrst skráður í Sjó-
manna Almanakið 1942 og er þá
eign Stefáns Jónassonar og Árna
Jónssonar á Seyðisfirði. í fyrstu
skoðunarskýrslu bátsins er sagt að
hann hafi verið endurbyggður
1930 og þá sett í hann Bolinder vél
12 hestöfl, trúlega þá í fyrsta sinn.
Árið 1950 kaupir Ernst Petter-
sen skipasmiður á Seyðisfirði bát-
inn, en þá hafði hann verið ónot-
hæfur í nokkur ár. Ernst gerir
bátinn upp og setur í hann nýja
vél, Kelvin 22 hestafla.
Árið 1954 kaupir Eðvald Jóns-
son Seyðisfirði bátinn og notar
hann m.a. í póstflutninga milli
Seyðisfjarðar og Loðmundar-
fjarðar. Árið 1964 kaupa þeir
Ámór Karlsson og Stefán
Arnórsson á Djúpavogi bátinn og
er hann enn í dag gerður út þaðan
m.a. á rækjuveiðar svo og línu,
neta og færaveiðar. Árið 1971 var
sett ný vél í bátinn Perkins 62
hestafla.
Nakkur SU 380 hefur haldið
sama nafni frá því hann kom til
landsins svo og sama númeri 380,
en fyrst var hann skráður Ns á
meðan hann var gerður út frá
Seyðisfirði,ennúSU380. Þessmá
geta til gamans að þegar báturinn
var í eigu Ernst Pettersen á
Seyðisfirði, hugðist hann breyta
nafni bátsins. Þetta fréttu ungar
dætur Stefáns Jónassonar, fyrri
eiganda bátsins, og komu þær til
fundar við Ernst og margbáðu
hann um að breyta ekki nafni
bátsins, því mikil gæfa myndi
fylgja nafninu.
Vegna þess hve ungu stúlkurnar
sóttu þetta mál fast, lét Ernst
undan og sagði þessa sögu núver-
andi eiganda, sem einnig vildi
ekki breyta nafni bátsins.
Að sögn núverandi eiganda
bátsins hefur hann ætíð verið
mikið happaskip og mikið eftir í
honum, þannig að með góðri um-
hirðu væri hægt að gera hann út
mörg ókomin ár.
Eins og áður er um getið var
ætlunin að fjalla hér nokkuð um
fiskiskipastólinn eins og hann var
skráður um síðustu áramót, en þá
töldust fiskiskip 841 skjp samtals
um 11 1.858 brúttórúmlestir, og
skiptust þau þannig eftir stærðar-
flokkum og til samanburðar fyrra
ár.
Árslok 1982 Árslok 1981
Bátar undir 12 brl. 252— 2.141 brl. 255— 2.194 brl.
— 13—25 brl. 74— 1.331 brl. 77— 1.441 brl.
— 26—50 brl. 89— 3.176 brl. 87— 3.117 brl.
— 51—lOObrl. 101—7.035 brl. 108— 7.513 brl.
— 101—150 brl. 87—10.800 brl. 88—10.878 brl.
— 151—200 brl. 46— 8.119 brl. 42— 7.393 brl.
— 201—250 brl. 34— 7.612 brl. 34— 7.655 brl.
— 251—300 brl. 15— 4.124 brl. 14— 3.856 brl.
— 301 og yfir 37—16.442 brl. 38—17.677 brl.
Samtals 735—60.780 brl. 743—61.724 brl.
Skuttogarar undir 500 brl. 84—33.879 brl. 76—31.160 brl.
Skuttogarar yfir 500 brl. 18—15.246 brl. 16— 13.317 brl.
Hvalveiðiskip 4— 1.953 brl. 4— 1.953 brl.
841—111.858 brl. 839—108.154 brl.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 55