Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 77

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 77
föstum áætlunarferðum milli Reykjavík- ur, Leith og Kaupmannahafnar, með smávægilegum breytingunr. Gullfoss var þó meira en skip. Hann var ef til vill fyrst og fremst aleiga. Með dularfullum hætti urðu allt í einu til pen- ingar fyrir stóru gufuskipi á Islandi. Er manni nær að halda að enginn hafi verið svo fátækurá íslandi. þrátt fyrirallsleysið, að ekki fyndust fáeinar krónur í Gullfoss, og Vestur-íslendingar fundu líka til og lögðu út græna dollara. Hluthafar í skipinu skiptu þúsundum og hvar sem það kom. eða lagðist að bryggju, safnaðist fólk saman til að berja það augum. Var sagt að margir íslend- ingar hefðu tárfellt, er þeir sáu skipið í fyrsta sinn nreð splittflaggið, eða þjóð- fánann við hún. Skipið var partur af menningartengsl- um og nauðsynlegur farkostur. er flutti vörur og farþega. nauðsynjar og munað. Valinn maður var í hverju rúmi, og það var sérstakur metnaður að fá starf á þessu skipi, eða hafa verið í áhöfn þess, og ara- grúi sagna eru af listamönnum og öðru merkisfólki, er fór með Gullfossi. Náms- menn sigldu með Gullfossi vor og haust. En þrátt fyrir munað varð Gullfoss aldrei að fígúruverki, heldur hélt hann áfram að vera sálarskip sinnar þjóðar. Ólafur Tómasson, stýrimaður (1908—1977), sigldi á Gullfossi og I ævi- sögu sinni, ..Farmaður I friði og stríði“, sem Jóhannes Helgi skráði. segir hann frá atviki, sem ef til vill lýsir viðhorfunum vel. Hann segir: „Einu sinni vorum við að sigla þræsing inn Flóann, vorurn djúpt út af Akranesi. Og þá sjáunt við úr brúnni hvar trillu flatrekur með einn rnann undan veðrinu. Við gerum lykkju á leið okkar. siglunt að trillunni og stöðvum skipið. Við bárum strax kennsl á manninn, þar var á ferð Guðmundur Helgastaða. faðir Krist- manns skálds. Guðmundur var skytta góð og sjósóknari, sótti oft djúpt á trillu sinni. Sigurður spurði hvort nokkuð væri að, bauð aðstoð. Guðmundur þakkaði gott boð, bað skipstjóra þá að rétta sér enda og taka skipið i tog. Sigurður kvað nú viðurhlutaminna að setja út bómu og kippa bát og manni upp á lúgu. Gullfoss gæti þá haldið för sinni áfrant á fullri ferð, ekki færri en hundrað farþegar væru unt borð og orðnir nokkuð óþreyjufullir sumir. Guðmundi Helgastaða lá hátt róntur þegar hann afþakkaði, kvaðst þá mundu bjarga sér sjálfur, ef ekki væri hægt að draga skip sitt að landi. Nú hefði margur skipstjórinn —og ekki þurft skipstjóra á flaggskipi þjóðar til — Fyrstu gufuskipin í siglingum hingað voru dönsk. Hér sést þróunin í danska gufuskipa- flotanum. Skipin eru frá SAMEINAÐA, en það skipafélag hélt uppi siglingum til fslands fram á áttunda áratuginn. sagt far vel og haldið sínu striki, talið sig lausan mála. Að minnsta kosti karpað, reynt að lempa kollega sinn. En ekki Sig- urður Pétursson. Hann gerði sér lítið fyrir — fremur en að skilja bátinn eftir i tvísýnu — og tók skip Guðmundar Helgastaða I tog og sigldi það sem eftir var leiðarinnar á lúshægri ferð. Guðmundur sat allan tímann keikur undir stýri á sínu skipi.“ Með Gullfossi má segja að íslendingar eignist sinn gufuskipastíl. ef svo má orða það. Hann dregur dám af danskri hefð. Þetta er alþjóðlegur siglingastíll, er þró- aðist á ntörgum öldum. Og sem dærni um áhrif danskra skipstjórnarmanna og flotaforingja, þá eru allir sjóherir í heim- inum grundvallaðir á dönskum reglum og siðum, en sömu siðir, með litlum frávikum gilda í sjóherallra landa. íslendingar nema þó alþjóðlegan sigl- ingastíl, fremur en danskan. Fyrstu skip- stjórar okkar á gufuskipum, lærðu í Dan- mörku. Og Sigurður Pétursson, skipstjóri á gamla Gullfossi, gekk ríkt eftir vandaðri sjómennsku og siðum. Því litu rnargir á það sem skólagöngu, að hafa verið þar í plássi: sem það reyndar var, því margir af þekktari farmönnum okkar voru upþaldir á fyrstu skipum Eimskipafélagsins. Að þessu búum við enn og erurn heldur ekki SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.