Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 9
Þorsteinn Gíslason, íiskimálastjóri:
Hcilla- og hamingjuóskir
til íslcnskra sjómanna
í dag fagnar þjóðin sjómanna-
deginum með öllum sjómönnum
og sjávarútvegsfólki og hátíð er
haldin um land allt.
Sjómannadagurinn er samein-
ingartákn íslenskra sjómanna og
við sem munum tilkomu hans
fyrir 45 árum hugsum með virð-
ingu og þökk til brautryðjend-
anna. Þeir settu merkið hátt og
hafa borið það með reisn.
Af sjómannadagsráði hefur
verið unnið kraftaverk. Dvalar-
heimili aldraðra sjómanna,
Hrafnista í Reykjavík og Hafnar-
firði, vitna þar um, og ekki ber
síður að þakka að tekist hefur að
glæða skilning alþjóðar á fram-
tíðarverkefninu, sem byggist á
kjörorðinu „að glæða ellina lífi“.
Þorsteinn Gíslason
Hátíðahöld dagsins í hinum
mörgu útgerðarstöðum verða ef-
laust mörgum þátttakendum
minnisstæð. Þau eru einskonar
uppskeruhátíð að lokinni vetrar-
vertíð. Alvara og gleði skiptast á,
unninna afreka og fallinna er
minnst. Menn gleðjast í leik og
keppni. Ræður eru fluttar og þá
stundum lúðrar þeyttir, sem
hljóðna oft fljótt að loknum degi. í
eyrum sjómanna hljóma þessir
tónar falskir. Þeirra óskir á þess-
um alvöru- og gleðidegi eru að
treysta bönd vináttu ogskilnings
við aðrar stéttir landsins.
Eflaust fjallar margur ræðu-
maðurinn í dag um, hve áþreifan-
lega við vorurn rninnt á legu
landsins okkar á nýliðinni vertíð
og að náttúruauðlindir hafa tak-
mörk.
Þótt nú hafi syrt hastarlega í ál-
inn vitum við ósköp vel að okkur
er jafn nauðsynlegt að sigla og
fyrr, því við viljum halda áfram að
lifa í landinu okkar. Eins og
„brælumar, sem gleymast fljótt“,
þá gleymum við e.t.v. of mörgu í
góðæri seinustu ára.
Þeim, sem lengi verður að
dvelja fjarvistum, getur sjó-
mennskan orðið á vissan hátt fóm.
Við íslandsstrendur hefur hún
orðið mörgu ungmenni harður en
hollur skóli og gefið gott veganesti
til starfa við hinar ýmsu atvinnu-
greinar, eins og hvert það starf
gerir, sem unnið er af trúmennsku
og einlægni.
Áður réði giftu oft meir afl og
áræði. Margskonar tækni hefur
haldið innreið og breytt starfs-
háttum. Tæknin hefur vissulega
aukið afköst og á margan hátt létt
störfin. Rafeindatæknin hefur
gjörbreytt starfsskilyrðum og við-
brögðum skipstjórnarmanna.
Hún hefur auðveldað þeim störf-
in. En þrátt fyrir þessa miklu þró-
un stjórntækja og öryggisbúnaðar
skipa verða allt of mörg óhöpp.
Mannlegi þátturinn gleymist oft,
því tækin verða aldrei annað en til
aðstoðar þeim sem nýtur þeirra.
í dag er þakklæti ofarlega í
huga til brautryðjenda sjómanna-
dagsins og sjómannadagsráða.
Þeir stigu heillaspor og þótt gatan
grói og fennt hafi í spor þeirra
margra, þá stendur varðinn,
óbrotgjarn.
Við minnumst þeirra sem fallið
hafa á sjónum með hljóðri þökk.
Ég bið almættið að gefa öllum
sjómönnum styrk þess, sem trúir
og biður, svo þeir öðlist það afl að
skynja, að guð hjálpar þeim, er
hjálpar sér sjálfur.
íslenskir sjómenn!
Til hamingju með daginn.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9