Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 13
— hvort hér væri um Þjóðverja að ræða. Byrj-
unin á þessu var nánast alveg eins og lýst hafði
verið, þegar ráðist var bæði á Fróða og
Reykjaborgina, skothríð utan úr myrkrinu. En
við vorum svona ólýsanlega heppnari en þeir.
Spennan var mikil um borð hjá okkur. eins
og áður sagði, og auðvitað urðum við smeykir.
Ég man t.d. að ég varð svo þurr í munninum að
ég fór fram í eldhús og fékk mér kaffi.
í sólarhring í austri
og 14 daga bamingi heim
En baslið í þessari ferð var ekki búið. Er nær
dró Englandi kom leki að skipinu, sem ágerðist
og var allmikill sjór kontinn í skipið er lensi-
dælan bilaði skyndilega og ekki varð við hana
gert. Um annað var ekki að ræða en allur
mannskapurinn færi í austur. Skipstjórinn stóð
við stýrið en í austri stóðu sex hásetar, vélstjór-
arnir tveir, stýrimaðurinn og kokkurinn. Þessi
hópur stóð við austurinn linnu- og hvíldarlaust
í rúman sólarhring. Þetta var barátta upp á líf
og dauða. En okkur tókst að komast inn til
Stomaway á Hebridgeeyjum og fá þar dælu til
að tæma skipið, svo halda mætti áfram til
Fleetwood. Þegar þangað kom var fiskurinn í
lestinni orðinn ansi slappur.
I Fleetwood var dvalist viku eða tíu daga til
að fá gert við lekann á skipinu. En loks var
haldið heim á leið. Þá lentum við í óvenju
vondum veðrum. Mikill norðvestan veðra-
hamur gekk yfir hafið þennan febrúarmánuð,
en þetta var um sama leyti og Þormóðsslysið
varð hér við vesturströndina.
Við vorum 14 sólarhringa að berjast frá
Fleetwood til Fáskrúðsfjarðar. Fengum á okk-
ur sjóa, misstum björgunarbát og annað
brotnaði og laskaðist, og seglin öll fóru fjand-
ans til. Skipið var hlaðið kolum. Þau köstuðust
út í aðra síðuna svo skipið var með miklum
halla. Það tók okkur langan tíma að moka kol-
unum til, þannig að skipið rétti við.
Eftir því sem tíminn leið gekk mjög alvarlega
á matarbirgðirnar. Við vorum búnir að eta allt
úr björgunarbátunum og fengum lítið síðustu
dagana áður en við náðum til Fáskrúðsfjarðar.
Skammturinn var lítill og aðeins einu sinni á
dag. Síðast ekki annað en kex. Við vorum því
sannarlega svangir en höfðum nægilegt vatn.
Ástæða matarskortsins var sú, að úti fengum
við ekki nema venjulegan skammt til venju-
legrar heimferðar. Vegna stoppsins í Fleet-
wood, út af viðgerð lekans, höfðum við hins-
vegar etið upp allar þær birgðir, sem við fórum
með að heiman. Við ætluðum til Reykjavíkur,
en okkur hrakti svo mikið af leið, að fyrst þegar
við sáum land voru það Austfjarðafjöllin, og
þvívarhaldiðinn til Fáskrúðsfjarðará 14. degi.
Þar spurðist strax út að við værum illa
haldnir með mat. Þarna voru Bandaríkjamenn
sem komu með bacon og ýmislegt fleira góð-
gæti. Einn bóndi í grenndinni kom með nytina
úr kúnni sinni um kvöldið, færði okkur fulla
fötu af spenvolgri nýmjólk.
í góðri vist
á nýju skipi
Árið 1943 hélt Sigurjón til náms í Sjó-
mannaskólanum og lýkur vorið 1945 meira
fiskimannsprófi. Námstíminn var tíðindalaus
að hans dómi og að námi loknu heldur hann
áfram hjá Aðalsteini Pálssyni á Belgaum og
fylgir honum yfir á nýsköpunartogarann Fylki
1947.
— Það var ólýsanlegur munur að fara á
þessi nýju skip, segir Sigurjón. Þau voru nátt-
úrlega miklu betri veiðiskip, en ennþá meiri
munur var þó á aðbúð áhafnarinnar og vinnu-
aðstöðu. Það var nánast eins og hvítt og svart,
allt rýmra og betra. Það var meiri vinna um
borð þá en nú. Allur fiskur var á stríðsárunum
og lengi eftir bæði slægður og hausaður um
borð. En með nýsköpunartogurunum breytist
öll aðstaða svo að við byltingu má líkja.
Um áramótin 1950/51 hættir Aðalsteinn
Pálsson skipstjórn á Fylki, er þá orðinn aðal-
eigandi útgerðarfélagsins og tekur nú við
framkvæmdastjórn þess. Við skipstjóm á
Fylki tók Auðunn Auðunsson. Sigurjón var
með honum í hálft annað ár sem fyrsti stýri-
maður og aflevsingaskipstjóri bæði á veiðum
og í siglingum.
Og 1952 bauðst
skipstjórastarfið
1952 hefst nýr kapituli í sjómannslífi Sigur-
jóns Stefánssonar. Hann varð 32 ára á því ári og
hafði hálfa sína ævi verið háseti. numið sjó-
mannsfræði og starfað sem 1. og 2. stýrimaður
og skipstjóri i afleysingum. Veiðiferðir hans
sem afleysingaskipstjóri höfðu tekist vel. Mikill
aflamaður, Sigurður Guðjónsson frá Eyrar-
bakka, var að hætta með Ingólf Arnarson,
fyrsta nýsköpunartogarann og þar vantaði
skipstjóra. Sigurjóni var boðin skipstjórastað-
an.
— Varst þú orðinn frægur þá?
— Nei, það er nú ekki hægt að segja það,
svarar Sigurjón með sömu hægðinni og var-
káminni og einkennir allt hans tal. — Mér
hafði þó gengið vel í þessum túrum, sem ég
hafði verið með skip. Mér þótti vænt um boðið
og ég tók því. Mín skipstjómarár á Ingólfi
Amarsyni urðu síðan tuttugu talsins óslitin.
— Hvernig var þessi tuttugu ára kafli í lífi
þínu?
— Það er ekkert nema gott um hann að
segja. Þetta gekk alltaf vel, aldrei neitt reiðileysi
og góð áhöfn með mjög góðum og samhentum
kjarna.
— Dreymdi þig fyrir afla og kannski hvert
þú ættir að fara í leit að fiski?
— Mig dreymdi alltaf fyrir afla og þó
draumarnir væru ekki alltaf eins, þá var ég
orðinn nokkuð öruggur um hvenær ég átti von
á góðum afla. Þá dreymdi mig venjulega að ég
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13