Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 73

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 73
en það er öðru nær. Og á góðu skipi, þar sem fer vel um mann, hygg ég að sé lítt mögulegt að verða þreyttur á sjónum. Hafið er aldrei eins, dag eftir dag, og aldrei leiðinlegt, nema þegar þokan, þessi óvinur farmannsins, grúfir hrollköld yfir skipinu og gerir daginn verri en nótt, því engin ljós duga í þokunni. En það er víst varla til hrikafallegri sjón á þessari jörð, en hafið í stormi. Þegar hvinurinn í reið- anum fór að vaxa, og hvítir dílar að verða æ þéttari á sjónum, er kvað hærra og hærra við súðina, þá vissi maður á hverju var von. Svo skorðar maður sig einhvers staðar, þar sem skjól er, og horfir á sí- kvikan sjóinn, á fuglana, sem eru að flökta alt í kring, eða sýnast liggja kyrrir í háa lofti á útþöndum vængjum og virða fyrir sér þennan undarlega, skoppandi hlut, langt fyrir neðan þá — og á sjó- mennina, sem klifrast um reiðann til þess að taka saman seglin. Það væri ekki gott að þeir væru Iofthræddir, þar sem þeir sitja yzt á ráarendunum, er sveiflast upp og niður í stórum bogum og ýmist benda upp í himininn eða niður í hvítfyssandi sjóbólguna.“ Já, dr. Helgi kunni að meta dásemdir hafsins, en nú á dögum þurfa farþegar ekki að henda sér fyrir borð, til að fá sér sundsprett, því sundlaugar eru til þess á meiriháttar skipum. Vesturfararnir Þótt Islendingar kynnist gufuskipum á síðari hluta 19. aldar, þá eru það að öllum Gullfoss í New York 1916. ES Brúarfoss var fullgerður í ársbyrjun 1927. Mjög nýtískulegt skip á sínum tíma. Frystiskip, sem gat tekið vörurog farþega. líkindum Vesturfararnir, sem einna fyrstir kynntust gufuskipunum af alþýðu manna, en þeir fóru yfirleitt vestur um haf með gufuskipum, og þóttu það mikil undur. Eiríkur Ólafsson, bóndi að Brúnum (1820—1900) hefur orðið frægur í sög- unni, en hann fór þó til Vesturheims af öðrum ástæðum en flestir, er leituðu gæfunnar í nýja heiminum. Hann tók gufuskip í Liverpool árið 1881. Eiríkur á Brúnum segir í ferðasögu sinni á þessa leið (nokkuð stytt): „Þar í Liverpool borguðum við allt fargjaldið þaðan frá, alla leið til Saltsjó- staðarins hér, fyrir hvern mann, sem er yfir 12 ára, borgað 300 krónur, en frá 5 og upp að 12 ára 150 krónur, en frá 1 og upp að 5 ára 40 krónur, en ekkert á 1. ári. Skipið heitir Nevada og er á lengd 350 fet, 58 faðmar, á vídd 50 fet, 8 faðmar, það stóð í sjó 22 fet, borðhæð ofan við sjó 27 fet og ber 2000 tonn; það er járnskip og fjarskalega sterkt og líka prýðilegt. Það er þrídekkaðogerekkert af góssiá þeim.allt það skelfingar góss undir því neðsta dekki. Maskínan stórog mikilfeng, upp úr henni stóðu 2 járnboltar, 4 álna langir og digrir sem strokkur, og gengu þeir upp og niður með kasti, eins og þeir væru ekki þyngri en físisveppur; dekkið er sums staðar steinlagt, allar rár og möstur klædd með járn, skipið æðir áfram með mikiili fart, þó það sé stormur og stórsjór á móti og kastar frá sér sjónum; því er stýrt með maskínu, og þarf ekki meiri átök en lið- legt hesputré. Fólk á skipinu var 590 manns, 490 far- þegar, 100 fylgdi skipinu, og allt þetta fólk SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.