Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 61

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 61
Eitt af því sem breyst hefur á sjónum er líklega það, að skipin eldast fyrr en áður. Sumir segja að ekki sé eins vel til smíði þeirra vandað, og má það vera ein af or- sökunum, en líklega er það þó fremur tæknin, sem dæmir þau úr Ieik, en ellin. Áður fyrr breyttust skip tiltölu- lega lítið og þau, sem ekki fórust í fárviðrum, urðu eldi að bráð, eða strönduðu, þau héldu bara áfram að sigla, og sum sigldu í meira en heila öld. Það má því segja að skip, sem ekki fórust, hafi átt Iangt líf fyrir höndum. Lawhill hcppna * íslendingar hafa nokkra reynslu af þessu frá fyrri tíð. ÓLAFS- VÍK.UR—SVANURINN, seglskip i eigu Clausens-verslunarinnar í Ólafsvík sigldi til íslands í 110 ár, ef ég man rétt, en þá rak skipið á land í norðanáhlaupi, er gjörði í Breiðafirði. Ólafsvíkur-Svanurinn var happaskip, og þótt mörg seglskip hafi haft misjafna lullu, þá skáru ýmis skip sig úr, og skal nú sagt frá einu slíku, en það var fjórmastr- aður finnskur barkur LAWHILL, eða LUCKY LAWHILL, (Lawhill heppna) en auknefni sitt hlaut skipið, vegna þess að hvað eftir annað bjargaðist það úr hafsnauð á síðustu stundu, eftir að menn höfðu talið það af. Lucky Lawhill LAWHILL, eða LUCKY LAWHILL eins og við munum nefna hana hér, var frægt skip í sinni tíð. Hún var járnskip, fjórmastraður barkur, smíðuð í Dundee í Skotlandi árið 1892. Hún var gríðarstór, lestaði um 4.600 tonn, sem var mikið á tímum seglskipanna og það var vanda- samt að sigla svo stóru og þungu skipi um öll heimsins höf við þær aðstæður. En óskýranleg vemdarhönd virtist hvíla yfir barkskipinu LUCKY LAW- HILL, og hér verður sagt frá einu atviki, en Don nokkur Munro, síðast skipstjóri, réðist á LUCKY LAWHILL sem háseti, þegar hann var ungur maður. Frásögn hans er á þessa leið: Ég réði mig um borð í þetta fræga seglskip, sem fullgildur háseti í Newcastle í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, sem er við Kyrrahafsströndina. Þetta var árið 1924 og þegar ég kom um borð, hafði skipið losað ballestina og var alð lesta kol. Allir undirmennirnir á þilfarinu, að tveim undanskildum, höfðu sagt upp starfi sínu, þannig að allir hásetar voru óvanir skip- inu, sem var sérstaklega bagalegt. Þetta var samsafn af allskonar mönnum, sem einn dugnaðarmaður sem í daglegu tali var nefndur Svarti Harris, hafði útvegað með einhverjum ráðum, og 1. júlí árið 1924 var LUCKY LAWHILL dregin á rúmsjó með 4.600 tonn af kolum innan- borðs og var ferðinni heitið til Tocopilla í Chile, sem erá vesturströnd Suður-Amer- íku, sem kunnugt er. Það kom fljótlega í ljós, eftir að lagt var af stað, að hásetar voru fákunnandi um allt er varðaði sjómennsku, og sem verra var, þá virtust flestir þeirra hafa tak- markaðan áhuga á sjómennsku og að til- einka sér þá vinnu með þeim hætti, sem nauðsynlegur er, til þess að unnt sé að sigla stóru seglskipi með góðum árangri. Flestir þeirra voru líklega að flýja und- an, eða frá einhverju í þessum ömurlega heimshluta og gripu til þess ráðs að ráða sig á þetta skip, til þess að losna. Að vísu var ekkert vitað um þessa menn með vissu, það tíðkaðist ekki í þá daga að spyrja spurninga, en erfitt var að fá skip- rúm á gufuskipum, seglskipin fengu úr- hrakið úr sjómannastéttinni — og við það sat. En þótt áhöfnin væri bölvuð, þá gat ég ekki annað en dáðst að yfirmönnunum, sem voru Finnar. Þeir kunnu vel til verka og það var mesta furða, hvernig þetta bjargaðist. að sigla þessu stóra skipi með svona lélegri skipshöfn. Ekki bætti það heldur úr skák, að árið 1924 var sérlega stormasamt á Tasman- hafinu, milli Ástralíu og Nýja-Sjálands og hvert stórviðrið af suðri rak annað, og það varð til þess að við urðum að sigla norður fyrir Nýja-Sjáland, sem var úr leið, sem geta má nærri. Að vísu var reynt að brjótast á móti vindinum, en síðan var SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.