Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 11

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 11
háseti og mér er það minnisstætt að fyrstu ver- tíðina með Magnúsi hafði ég 1100 krónur á vertíðinni, frá 11. janúar til 11. maí, eða fjóra mánuði og það þótti alveg frábært. Ég mun þá hafa verið hiutahæsti sjómaður, sem þá átti heima 1 Dýrafirði. af vertíð. Af mótorbátum í skipsrúm á togara Ingólfur við olíubryggju í Færeyingahöfn. en nú var gert út frá Sandgerði. Það var að vísu kominn annar skipstjóri um borð, en allt gekk jafn illa ogáður. Báturinn var lélegur miðað við það sem þama var. Þetta gekk nánast hörmu- lega og afkoman var engin eftir vertíðina. Við skulduðum nánast gallann okkar 1 vertíðarlok- in, afraksturinn var enginn. — Aðbúnaðurinn í Sandgerði? — Hann var eins og tíðkaðist víðast i þá daga. Þarna var braggi rneð samfelldu svefn- lofti. Þar áttu einar átta eða tíu áhafnir sitt svefnpláss. f fiskhúsinu voru einnig geymslur fyrir hvem bát. Þarna var matast líka og þama svaf ráðskonan, sem eldaði ofan í okkur, en ein ráðskona tilheyrði hverjum bát. Næstu vertíð á eftir komst ég í áhöfn hjá Magnúsi Ólafssyni í Höskuldarkoti 1 Njarðvík- um. Hann var einn af mestu aflamönnum Sunnanlands og aflakóngur Suðumesja í fjölda mörg ár, eða allt þar til hann hætti. Hjá honum var ég fjórar vertíðir á bát sem Freyja hét, 22 tonna bátur sem þá var algeng stærð. Magnús var skipstjóri fyrstu tvær vertíðimar en var þá kominn nokkuð á sextugsaldur. Hann gerði út fleiri báta og hætti þama að stunda róðra sjálfur. Hjá Magnúsi fór sjómennska mín að bera ávöxt. Við á Freyju urðum aflahæstirbæði árin sem hann var um borð, en síðan varð meiri tröppugangur á málunum. Ég var öll þessi ár 1941 byrja ég fyrst á togurum, komst í skips- rúm hjá Aðalsteini Pálssyni á Belgaum. Hann var frækinn aflamaður og þekktur skipsljóri. Það voru góð ár, góður afli og siglt með aflann. Við sigldum öll árin sem eftir voru stríðsins og gerðum það gott. Belgaum var af meðalstærð togara og blandaði sér ekki í stríðið milli afla- hæstu togaranna, sem alltaf voru þeir stærstu. En Aðalsteinn var farsæll skipstjóri og það var gott að vera hjá honum. Ég var hjá hans útgerð þar til mér bauðst skipstjórastaða hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur. Stríðsárin voru sérstakur kapituli hjá tog- arasjómönnum. Um mánuðurfór í veiðiferðog siglingu, ketilhreinsun og annað sem þurfti að gera. Þeir sem ákafastir voru komust kannski 1 14 ferðir á ári en flestir 12. — Lentirðu í einhverjum hasar út af stríð- inu? Varstu uggandi eða kvíðinn? — Nei, ég lenti aldrei í neinu í þessum tog- arasiglingum mínum og hræðslu eða kvíða kannaðist ég ekki við þá. Mér og fleirum fannst einhvern veginn að þetta ætti að vera svona, þetta fylgdi stríðinu og við leiddum held ég varla hugann að öðru. Þetta voru tímar spennu og átaka. Þessarar spennu gætti að sjálfsögðu í lífi okkar sjómannanna. Það var slappað vel af t.d. meðan landað var 1 Englandi, talsverður gleðskapur. Ég fann mikinn mun á stríðsár- unum og árunum eftir strfð hvað þetta snerti. Eftirá veit ég að spenna stríðsins hafði talsverð áhrif á okkar líf og hugsanagang. Eftir stríðið færðist þetta í meira og betra jafnvægi, en á stríðsárunum var eins og menn lifðu aðeins fyrir líðandi stund, og það að hafa sem mest út úr lífinu. FISKIMALÁSJÓÐUR Tjarnargötu 4 — Reykjavík Stofnsettur meö lögum 23. maí 1947. Veitir lán gegn siðari veðrétti til stofnunar alls konar fyrirtækja, sem horfa til eflingar fiskveiðum og hagnýtingu sjávar- afurða og veitir styrki í sama tilgangi. Fé sjóðsins á að verja til eflingar sjávarútvegi landsmanna. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.