Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 76
samkvæminu. Það fannst lækninum líka,
og það var ólíkt Einari Benediktssyni að
bregðast þeim góðu löndum sem þyrsti í
sögur og ljóð. Hann tók útúr glasinu,
lygndi augunum einsog hann væri að rifja
eitthvað upp og fór svo að lesa Útsæ
uppúr sér, milt en þó innilega.
Hve myndir og skuggar miklast í þínu
veldi.
— Ég man þig um dægur, er skín ei af ári
né kveldi.
Þá lyftirðu þungum og móðurn bylgju-
barmi
og bikar hins volduga myrkurs þú
drekkur á höfin.
Augu þín lykjast undir helsvörtum
hvarmi.
en hart þú bindur að ströndunum líkfölu
tröfin. —
Þá er eins og líði af landinu svipur af
harmi.
Þeir leita í þínum val undir marareldi,
— og mæðuandlit svefnþung á svæfli og
armi
sjá þá, er varstu bæði lífið og gröfin!
Þjónninn kont og skipti aftur um
flösku.
— Slökktu djöfuls ljósið! sagði Bal-
tazar.
— En mennirnir ætla þó varla að sitja í
myrkrinu?
— Kvæðin hans Einars lýsa betur í
ntyrkri! sagði læknirinn.
Ljósið var slökkt en fyrst var hellt í
glösin. Og þetta langa særingaljóð dró net
sín gegnum myrkrið fyrir ögn hræðri en
yfirvegaðri og hálfbældri rödd skáldsins,
þangaðtil í lokaerindinu að hún lyftir sér á
breiðum vængjum og heilsar nýjum degi.
— Sem leikandi börn á ströndu, er kætast
og kvarta,
með kufung og skel frá þínu banvæna
fangi,
ég teyga þinn óm frá stormsins og
straumanna gangi
stirnandi, klökka djúp, sem átt ekkert
hjarta.
— Missýnir. skuggar, mókandi ey og
drangi,
myndaskipti þín öll, þau skulu mér fylgja.
Þó kalt sé þitt brjóst, þar sem bliknar
geislanna sylgja,
þó björgin þú knýir til ákalls, en svarir ei
neinu.
ailt það, sem hjúpur þíns hafborðs gjörir
að einu,
hnígur að minni sál eins og ógrynnis-
bylgja.
Þeir tæmdu glösin þegjandi. Lengi var
ekkert sagt.“
Og áfram siglir Botnía og án þess að
vita skil draums og veruleika, staðreynda
og svonefndra staðreynda, er sjóferðin
með Heinesen, líkari raunverulegum sjó-
ferðum, en ntargar ferðir með skipum:
„Upp úr miðnætti tók veðrið að hægja
hann gekk i norðrið; stjörnur fóru að
kvikna uppyfir brimsollnu hafinu þar sem
frostrósirnar lágu eins og glitrandi silfur-
keðjurá lafmóðum öldubrjóstunum.“
Gullfoss
Það er mál manna, að raunverulega
hafi millilandaferðir með farþegaskipum
til og frá fslandi ekki komist í viðunandi
horf. fyrr en MS GULLFOSS, fyrsta skip
Eimskipafélagsins kom í gagnið, en skipið
kom til iandsins 15. apríl 1915 og var
skipstjóri þar Sigurður Pétursson — og æ
síðan, þar til skipið varð innlyksa í stríð-
inu í Kaupmannahöfn og hertekið af
Þjóðverjum árið 1940.
Gullfoss var fyrsta vélknúna milli-
landaskipið, sem smíðað var sérstaklega
fyrir íslendinga. Gullfoss tók 74 farþega á
farrými, þar af 44 á fyrsta pláss, eins og
það var nefnt.
Gamli Gullfoss var einkum í Kaup-
mannahafnarferðum, en þó ereinsog það
liafi gleymst. að skipið var einnig mikið í
Ameríkusiglingum og líklega fyrsta ís-
lenska skipið, sem sigldi til Ameríku, eftir
að Vínlandsferðunum lauk. Sigldi Gull-
foss á New York og Halifax, en eftir að
fyrra stríðinu lauk var skipið í tvo áratugi í
Sigurður Pétursson, skipstjóri. „...skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim“. — J.H.
74 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ