Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 42

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 42
Einn þessara manna er Sigurð- ur Guðjónsson, skipstjóri, sem nú stendur á áttræðu. Sigurður hóf sjómennsku um fermingu, og réri þá á opnum skipum. Hann varð síðan farsæll togaraskipstjóri, fyrst á togurum Kveldúlfs hf., eða á gömlu togurunum. Síðan var hann lengi skipstjóri hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur. Þótt hann léti af fastri skipstjórn, til að helga sig öðrum málum, þá var hann tog- araskipstjóri fram á sjötugsaldur. Sigurður er aukinheldur þekkt- ur fræðimaður á bók, og fyrir að sinna sögu. Á efri árum sínum, hefur Sig- urður varið miklum tíma og fjár- munum, til að koma upp sjó- minjasafni á Eyrarbakka. Til þess að fræðast um safnið, litum við til hans, heim að Litlu-Háeyri á Eyr- arbakka, en Sigurður hefur alla tíð haft bú sitt þar. Fyrir þá, sem ókunnir eru stað- háttum, þá liggja tvær aðalgötur um Eyrarbakka, önnur nær sjón- um, sem er líklega eldri, og hin, eða Túngata, liggur fjær sjó. Þar er nú safnahús það, sem Sigurður Guðjónsson hefur reyst. Við tókum hús á Litlu-Háeyri, snemma morguns á sunnudegi. Eftir að okkur hafði verið borið kaffi, hóf Sigurður frásögn sína af safnamálum Eyrbekkinga og öðru. Mæltist honum á þessa leið: —- Það eru nú orðin æði mörg ár síðan ég byrjaði að sinna því verki að koma hér upp safni og leitaði til hreppsnefndarinnar á sínum tíma, en með engum árangri, svo ég byrjaði á þessu sjálfur fyrir tveim áratugum, eða svo. Tók ég mig til sjálfur og byrjaði að grafa upp þetta eina skipshræ, sem eftir var, en það var skip er bar nafnið Farsæll og Páll heitinn Grímsson frá Nesi átti. Byggði ég þá hús, eða skýli yfir það fyrir eigin reikning. Þetta var bráða- birgðahús, sem þar ofan í kaupin stóð á annarra lóð. Húsið fékk ég að reisa þarna fyrir velvilja þeirra er lóðina áttu. Þetta hús var reist skipinu til hlífðar og húsið stóð, þar til séð var að sjálft safnahúsið við Tún- götu myndi komast undir þak. Þá varð að rífa fyrra húsið, því það var voldugt félag sem átti lóðina og þurfti að nota hana undir ann- að. Reif ég því húsið og varð að hafa skipið úti eitt árið, þangað til að unnt var að hýsa það á nýja staðnum. Ég byggði nýja húsið einnig fyrir eigin reikning. Það var ekki um annað að gera. Þetta er krossbygging, 7X14 metrar, en húsið er eins og þú hefur séð aðeins hálfkarrað — og verður kannske alltaf. Húsið er háreist. Það er ekkert milliloft í því, en það var gert til þess að unnt væri að hýsa skipið SJÓMENN! Ingólfs Apótek hefur ávallt tilbúnar lyfjakistur fyrir fiski- og farskip. — í kistunum eru: Lyf, hjúkrunargögn og umbúðir, samkvæmt fyrirmælum gildandi reglugerðar. — Fljót afgreiðsla. — Fimmtfu ára reynsla tryggir góða og ör- ugga þjónustu. INGÓLFS APÓTEK Hafnarstræti 5 — Sími 29300. (Rétt við höfnina.) 42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.