Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 22
Pétur Sigurðsson:
Horft íram á við
Lang stærsta verkefnið sem Sjó-
inannadagssamtökin, sem gefa
þetta blað út, hafa staðið að, er
bygging Hrafnistuheimilanna.
Þær framkvæmdir njóta almennr-
ar viðurkenningar hér á landi.
Erlendir gestir sem skoðað hafa
þessi heimiii eru fyrst og fremst
áhugasamir um þá staðreynd, að
samtökin sem að baki standa, urðu
til að fruntkvæði stéttarfélaga sjó-
ntanna í Reykjavík og Hafnarfirði,
og að allur rekstur, uppbygging og
stjórnun þeirra er í höndum full-
trúa, sem þessi félög kjósa, þótt
unt sjálfseignarstofnanir sé að
ræða.
Sumir þessara gesta hafa sagt í
mín eyru, að þetta sé því merki-
legra, þegar þess er gætt, að í
flestum nágrannalöndum okkar
virðist hugsun ráðamanna í laun-
þegasamtökum vera sú helst, að
þenja út alla stjórnunarstarfsemi
og stækka palesanderklætt hús-
næði sitt. Síðan beinist starfsemi
þeirra að hagsmunum félags-
manna sem í starfi eru og hafa full
félagsréttindi til að kjósa stjórnir
viðkomandi félaga. Ósjaldan eru
hagsmunir stjórnendanna sjálfra í
fyrirrúmi.
Ég hefi svarað þessum erlendu
gestum okkar á þann veg, að þótt
dæmi finnist hér um.slíkt, sé gott
húsnæði og starfsaðstaða eðlileg í
landi okkar og veðurfari, svo og sú
meginstarfsemi, sem fer fram á
vegum samtakanna, vegna samn-
inga um kaup og kjör, sem og
fræðslu- og orlofsstarfsemi. Ég
hefi líka bent þeim á Listasafn al-
þýðu og margháttaða samejgin-
lega menningarstarfsemi víðsveg-
ar urn land nteð öðrunt félögum
og klúbbum, sem þar starfa.
Óneitanlega flögrar þó að mér,
þegar ég mæli þessi orð og læt
hugann reika til ýmissa dæma hér
á landi, sem hinir erlendu gestir
hafa ímugust á í sínu heimalandi,
að betur hefðu santbærileg samtök
hér á landi getað staðið að velferð
eldri félagsmanna sinna en nú er
gert.
Sannleikurinn er því miður sá,
að í of mörgum tilfellum eru þeir
gleymdir, ýtt til hliðar og aftur
fyrir, um leið og félagsgjaldið er
ekki lengur greitt og áhrif til
stjórnarkjörs hafa verið rýrð eða
afnumin.
Á þessu eru þó gleðilegar und-
antekningar. Án þess að halla á
neinn bendi ég á Iðju, félag verk-
smiðjufólks hér í Reykjavík, sem
m.a braut ísinn meðal almennu
verkalýðsfélaganna við samnings-
gerð um lífeyrissjóð, stóð sjálft að
íbúðabyggingum fyrir félagsmenn
sína, keypti eina fallegustu jörðina
í Borgarfirði undir orlofsstarfsemi
og hefur tekið þátt í byggingu yfir
eldri félagsmenn sína í Hrafnistu í
Hafnarfirði og hyggur nú á enn
frekara átak í þeim efnum. Slíkrar
starfsemi ber að geta og lofa að
verðleikunt. en ekki alltaf draga
hið verra frant til að japla á.
Sjómannada gssam tök i n áttu
tillöguna um ár aldraðra og komu
henni af stað og fyldu eftir, svo
hún varð að veruleika, með aðstoð
áhugasamra alþingismanna. Mál-
efnaleg umræða og skoðanaskipti
stjórnmálamanna, sveitarstjórnar-
manna, borgaranna sjálfra og
gamla fólksins þar með, hrinti af
stað mörgum gagnlegum málum,
þ.á.rn. byggingunt fyrir aldraða,
Pétur Sigurðsson.
auk þess sem Alþingi samþykkti
frumvarp um málefni aldraðra. í
þessari umræðu hér heima, og
reyndar unt allan hinn vestræna
heim, var skýrt frá þeirri þróun
sem væri framundan í aldursskipt-
ingu íbúanna og um leið tilflutn-
ingi aldraðra úr dreifbýli til þétt-
býlis í leit að öryggi og aukinni
þjónustu.
Stórfjölgun þeirra, sem komast
á háan aldur, er þegar orðin stað-
reynd hér á landi. Stjórnmála-
menn beina huganum enn að því,
hvernig dreifa megi á heppileg-
astan hátt þverrandi fjármagni til
að mæta vaxandi vandamáli.
Fyrir um 30 árurn mótuðu Sjó-
mannadagssamtökin þá stefnu, að
auk nauðsynlegra dvalar- og
hjúkrunarheimila bæri að stefna
að bygginu sérhannaðra eigin
íbúða fyrir aldrað fólk, sem ætti
aðgang að þjónustu sem spannaði
yfir mat, heilbrigðisþjónustu,
vinnu- og tómstundaaðstöðu, auk
annarrar félagsaðstöðu. í Hafnar-
firði var þessi stefna útfærð við
fyrstu tillögugerð að framkvæmd-
urn þar syðra fyrir tæpum tíu ár-
um. í húsi hjúkrunardeildar og á
þjónustuhæðum vistheimilis er
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ