Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 15

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 15
 Ingólfur á ytri hnfninni. Þá dreymir mig, að það er veisla heima á Hól- um. I þetta sinn var maturinn ekkert sérstakur og ég ekkert ánægður með hann. Og það var sérstakt við drauminn að það var komið fram undir miðnætti þegar veislan hófst. Ég réði drauminn þannig, að ég hlyti að fá einhverja hrotu i restina á túrnum, fyrst draumveislan var svona seint um kvöld. Síðasti dagurinn til veiða rann upp, því ég átti að koma inn til Reykjavikur morguninn eftir til að fækka í áhöfn fyrir siglinguna. Ég ákvað að draga upp kantinn á Eldeyjarbankanum og annar togari með mér var svolítið grynnra, þvi við vildum prófa ýmis dýpi í kantinum. Undir dimminguna vorum við komnir langleiðina upp undir landhelgislínu. Þá verður sá er grynnra fór fisks var og fær sæmilegt af milli- ufsa. Ég fer þegar í átt til hans og fæ þegar alveg mokveiði sem varð allt kvöldið og fram á nótt eins lengi og ég gat verið að. Lestar fylltust og afli var á dekki. En aflinn var í samræmi við matinn í draumnum sem ég var ekki ánægður með. Þetta var smár og milli-ufsi. Þessi draumur eins og allir aðrir varðandi veislu heima á Hólum rættist. Ég var þó farinn að örvænta í þetta sinn, því tæpur sólarhringur var eftir af veiðiferðinni þegar aflinn loksins kom. En þessi draumaveisla á Hólum hófst líka óvenju seint eða ekki fyrr en undir miðnætti, sem var mjög óvenjulegt. En draumurinn skil- aði sér. Svo man ég einu sinni eftir að við vorum að fiska við A-Grænland. Þar var mikill ís og mörg skip í fiskileit. Snemma í túrnum dreymir mig, að ég er í veislu heima og búinn að borða mig alveg pakksaddan. Svo er ég í draumnum kominn út og gat nreð engu móti borðað meir. En þá er ég með mat í höndunum, sem ég hafði tekið með mér frá borði þó pakksaddur væri. Ég sé strax að nú á ég von á fiski. Það brást ekki, að nokkru síðar lentum við í miklu moki, dallurinn fyllist og við vorum lengi enn í aðgerð og með fisk á dekki er við lögðum af stað heim á leið. Það var auðvitað maturinn, sem ég hélt á i höndunum í draumveislunni, eftir að vera búinn að borða mig pakksaddan. Þannig brást þetta aldrei. — Þetta er merkilegt, en dreymir þig nokk- uð núna? — Ja stundum og þá er ég alltaf að toga, en veislurnar eru hættar. — Það er kannski út af ástandinu í sjónum og samkeppni hins stóra flota? — Já auðvitað er það staðreynd í dag, að við höfum gengið ofsalega mikið á alia okkar fisk- stofna. Þetta er hlutur sem getur ekki gengið. Við erum líka með allt of stóran fiskiskipaflota. Allt of mikið fjármagn er í þessu bundið og sem gerir ekkert annað en rýra afkomuna og brenna olíu. — Ef þú mættir ráða, hvað myndirðu gera? — Ég held að það sé afskaplega erfitt að gera eitthvað í einum hvelli. Mérsýnist bara að við séum komnir út í hálfgert fen með þetta. Það er vandi úr að ráða, en aðgerða er vissulega þörf. — Hvernig lýst þér á fiskifræðinga og spá- dóma um afla sem ekki fæst og gífurleg karfa- veiði, þegar karfi átti varla að vera til í sjónum? — Ja, fiskifræðin. Hún erlíklega ekki konrin á nógu hátt stig hjá okkur. Mér finnst nú eiginlega það versta sem fiskifræðingarnir gerðu, þegar þeir átu ofan í sig Svörtu skýrsl- una á sínum tíma. Þá gáfu þeireftir, samþykktu meiri veiði en þeir höfðu lagt til. Ógæfan hvað þorskinn snertir byrjaði þar. Við erum núna og eigum enn eftir að bíta úr nálinni með það. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Óskar öllum sjómönnum til hamingju með daginn, og þakkar þeim unnin störf. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.