Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 63

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 63
Knud Rasmussen-. Þegar dýrseðlið segir til sin Hitamóðu leggur upp af vök í fjarðarmynninu, þar sem mikil- fenglegur ísbjörn laumast gætilega inn á milli íshraukanna. Hægt og bítandi er hafið að éta sig nær landi, þar sem straumrastirnar mylja íshrönnina við útjaðar heimskautsíssins. Feiknlegur skrokkur bjarnarins líður áfram hljóðlega milli jak- anna. Hann ýmist réttir nær alveg úr sér, — fer eins og á hækjum sér á afturfótunum og þokar sér áfram á hæklunum eða hann flatmagar og mjakar sér áleiðis á kviðnum, svo að hvítur silfurblikandi feldur hans hverfur að öllu milli snjó- skaflana. Hann stansar, liggur grafkyrr með lokuð augu og rétt aðeins dregur andann um titrandi nas- irnar. Sætum kjötilmi andar að honum svo hann verður nauðugur viljugur að liggja kyrr enn um stund, hvort tveggja til að njóta og til að aga varúð sína, því frammá skörinn við vökina er fjöldi rost- unga, sem sofa þar værum svefni. Liggja þar í einni kös mógul flykkin eins og samvöðlaðir risa- maðkar, þar sem einn og einn lyftir höfði öðru hvoru og rymur af velsæld út í vorkyrrðina. Það er hvítabjörn, sem er á ferðinni, á höttum eftir stórveiði. Hann situr um risabráð, sem sam- boðin er honum, þar sem væntan- lega verður um líf og dauða að tefla, ef hann á að fá sigur í átök- um, sem útheimta að hann beiti hvorutveggja, kænsku sinni og vöðvum, sem nú eru farnir að titra, stinnir og stæltir undir gljáandi feldinum. Þegar hann opnar aug- un eftir að hafa andað að sér ang- an fórnardýrsins, sem lofar góðu, nemur græðgislegt og óheillavæn- legt augnarráð hans staðar á ung- um rostungi, hálfvöxnu lostæti, sem liggur utast og sefur fastar en hinir. Björninn, sem fyrir skömmu er orðinn fullvaxinn, þó enn óreynd- ur við veiðar,er nú gjörsamlega á valdi eðlishvata sinna. Það er fyrst nú, að hann reynir sig við rostung og á sólskinið sinn þátt í því. Hann man aldrei áður slíkan dag, svo heitan. Það niðar í bráðnandi snjónum og björninn drepur tungunni letilega við ísnum. Vetr- armyrkrið er að baki og liðnir fyrstu yfirþyrmandi dagarnir eftir endurkomu sólar, þegar hann varð að láta sér nægja smáseli við þröng öndunaropin á ísnum, — þegar kuldinn nísti þá, sem þar lágu og biðu í gleðisnauðu umhverfi. En nú í dag segir til sín framandi gróska í lífi og limum og glýjandi sólskinið örvar matarlystina. Hjartslátturinn er nú annar en áð- ur. Nú er eftir aðeins ein og hin seinasta hindrunin á ísnum, milli froðufellandi kjaftsins á birninum og rjúkandi heitra kroppanna fyrir handan, sem liggja þar og sofa svefni, sem þó er ekki værari en svo, að þeir geta í einu vetvangi velt sér fram af skörinni, ef hann verður ekki nægilega fljótur til. Hann nemur staðar örskotsstund og sleikir út um. Nú er stundin komin. Hann heldur niðri í sér andanum og býr vöðvana undir aðförina miklu. Svo hniprar hann sig saman og flýgur yfir ísvegginn, snöggu, óhemjustóru stökki, og lýstur báðum hrömmum sínum í höfuð skepnunnar, sem hann hef- ur stöðugt haft augastað á. Rostungarnir vakna allir sem einn, reka upp öskur og rísa með andfælum upp á framhreifana. Höfuð þeirra riða smástund, en þegar þeir koma auga á björninn, velta þeir sér hljóðlaust niður í sjóinn og taka með sér meðvit- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.