Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 67
jafnvel þótt hluti af nýsköpunar-
togurunum, hefði verið smíðaður
þar, eins og margir vita.
Það sem gjörir þessa stöð
áhugaverða fyrir íslendinga, er að
þarna er verið að reisa hús, sem
vantar tilfinnanlega á íslandi, það
er að segja til skipaviðgerða.
Stálskipasmíði á fiskiskipum fer
nú fram innanhúss, víðast hvar, en
aðstaða til inniviðgerða er ekki til í
landinu, svo vitað sé, en það hefur
gífurleg áhrif á afköst í viðgerðum,
sér í lagi að vetrarlagi, og kann það
að vera orsökin, að útgerðarmenn
leita mikið með stærri viðgerðar-
verkefni til útlanda.
Það hefur lengi verið draumur
þeirra er fást við skipasmíði og
skipaviðgerðir á íslandi, að fram-
kvæma þær innanhúss. í flestum
löndum er það gert, og eru þó
veður betri víðast hvar, en hér á
landi.
Nýja húsið í Aberdeen er
stærsta, einlyfta húsið og nær það
yfir tvö fyrri smíðasvæði.
Húsið er 121 metri á lengd, 46
metrar á breidd og hæðin er 30
metrar. Þarna má smíða allt að
7000 lesta skip.
Húsið er búið tveim 40 tonna
krönum, er ganga á spori í loftinu
og sjávarmegin eru vatnsheld
skilrúm, er halda sjónum frá, milli
þess sem skipum er rennt út, —
eða inn í stöðina.
L
Smíði fyrsta skipsins í skál-
anum, er þegar hafin, en það er
annað skipið í fimm skipa rað-
smíði á varðskipum fyrir bresku
nýlenduna Hong Kong, eða öllu
heldur breska varnarmálaráðu-
neytið.
Hefur komið í ljós að mjög
margar vinnustundir sparast við
að smíða inni, einkum í vondu
veðri.
Innivinna borgar sig
í skipasmíði
Hollendingar búa að sjálfsögðu
við betra veðurfar en íslendingar.
Samt kjósa þeir að smíða skip inni
og að gera við þau undir þaki.
Þessi mynd er frá Krimpen skipa-
smíðastöðinni, Van der Giessen,
sem nú getur smíðað stórskip inni,
allt að 240 metra löng. Veggir
þessarar „dómkirkju skipasmíð-
anna“ eins og sumir nefna skálann
eru 52 metra háir. Þarna inni er
unnt að byggja skipshluta, sem
vega allt að 250 lestir og koma
síðan fyrir á réttum stað, þar sem
skipið síðan flýtur upp, full-
smíðað. Þarna hafa verið smíðuð
tvö gámaskip um það bil 1500 tonn,
og koma þau fullgerð út og geta
haldið á hafið eftir tvo daga, frá
því að þau sigla út um dyrnar.
Þessi innivinna sparar í smíða-
kostnaði um 30% á skip, sem er
ekkert smáræði hjá stöð, sem þó er
ekki að byrjað að smíða skip.
Skipasmíðahúsið í Aberdeen.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67