Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Síða 6

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Síða 6
Matthías Bjarnason, samgöngurádherra: • • Oryggismál sjómanna Sjómannadagsblaðið hefur farið þess á leit við mig að ég ritaði stutta grein í blaðið um öryggismál sjó- manna. Mér er afar ljúft að verða við þessari beiðni, ekki síst þar sem al- mennur áhugi vaknaði á þessum málum fyrir rúmu ári og hefur haldist síðan, og á ég þar ekki einungis við ráðamenn og þá aðila sem starfa að slysavörnum daglega, heldur og allan almenning í þessu landi. Orð mín má þó ekki skilja svo að ekki hafi áður verið unnið að öryggis- málum sjómanna. Það hefur vissu- lega verið gert lengi og með umtals- verðum árangri. Sett hafa verið lög gefnar út reglugerðir, sem gera kröfur til útgerðarmanna og skipstjórnar- manna, fjöldamargir opinberir aðilar og stofnanir hafa markvisst unnið að því að auka öryggi sjófarenda, svo sem Siglingamálastofnun ríkisins, Rannsóknarnefnd sjóslysa, Land- helgisgæslan, Brunamálastofnun ríkisins og síðast en ekki síst Slysa- vamafélag íslands. Gúmmíbjörgun- arbátarnir voru á sínum tíma bylting. í öryggismálum' sjómanna og ís- lendingar hafa verið með fremstu þjóðum heims í þróun þeirra. Með þeirri ákvörðun stjórnvalda að öll ís- lensk skip skyldu hafa gúmmíbjörg- unarbáta um borð fylgdi vaxandi áhugi á öryggismálum sjómanna al- mennt. Ekki má heldur gleyma til- kynningarskyldu fiskiskipa, en þar hafa íslendingar verið í fremstu röð fiskimannaþjóða. Unnið er nú að tölvuvæðingu tilkynningarskyldunn- ar og einnig á því sviði eru íslending- arí fararbroddi. Þrátt fyrir þessar aðgerðir í öryggis- málum sjómanna, hefur slysatíðni á sjó verið allt of há og gildir þar einu hvort miðað er við slysatíðni sjó- manna hjá nágrannaþjóðum okkar eða slysatíðni í landi. Þannig fórust á árunum 1964—1983, 365 menn á sjó Matthías Bjarnason, samgönguráðherra. og eru þá meðtaldir þeir sjómenn sem fórust í höfnum og við land. Þessi tala jafngildir því að 18 menn hafa að jafnaði farist á hverju ári á þessu tímabili. Sé litið á tímabilin 1964-1973 og 1974-1983 hvort í sínu lagi kemur í ljós að meðaltal banaslysa á ári fyrra tímabilið er 21—22 en samsvarandi tölur fyrir síðara tímabilið eru 14—15. Þegar einnig er tekið inn í dæmið að starf- andi sjómenn eru fleiri á síðara tíma- bilinu en því fyrra eða um 5600 á móti 4700, hefur um greinilega fækk- un slysa verið að ræða á síðara tíma- bilinu miðað við það fyrra. Án þess að farið sé nánar út í talna- lega skilgreiningu er ljóst að þessi slysatíðni er allt of há, til að mynda í samanburði við sambærilegar tölur, sem birtar hafa verið um slysatíðni meðal sjómanna í Noregi. Við frekari greiningu á þessum töl- um kemur enn í ljós og kemur raunar engum á óvart, að tíðni banaslysa meðal sjómanna er hæst meðal fiski- manna og miðað við mannfjölda á skipunum er hlutfallið mun óhag- stæðara í heild á smærri skipunum. I framhaldi af ógnvænlegum mannsköðum sem hér urðu á sjó seint á árinu 1983 og snemma árs 1984 skipaði ég 30. mars 1984 nefnd 9 alþingismanna til að vinna að könn- un og tillögugerð um öryggi sjó- manna. í skipunarbréfi mínu sagði m.a. svo um hlutverk nefndarinnar: „Nefndin skal fjalla um alla þætti öryggismála skipa og áhafna þeirra, þar með talin menntun og þjálfun áhafna. Nefndin skal jafnframt gera tillög- ur um nauðsynlegar úrbætur í örygg- ismálum sjómanna og tillögur um fjármögnun slíkra aðgerða. Hún skal í störfum sínum hafa náið samstarf við Siglingamálastofnun ríkisins, Rannsóknarnefnd sjóslysa, Slysavarnafélag íslands Landhelgis- gæslu íslands og samtök sjómanna og útgerðarmanna. Nefndin skal hafa lokið störfum eigi síðar en í árslok 1985, en æskilegt væri að áfangaskýrsla lægi fyrir eigi síðar en í október 1984.“ Nefndin skilaði mér, eins og um var beðið, áfangaskýrslu í október 1984, þar sem er að finna tillögur í 17 liðum um aðgerðir í öryggismálum sjómanna. Áður en ég kem frekar að tillögum nefndarinnar er rétt að geta þess að dagana 21. og 22. september 1984 héldu Siglingamálastofnun ríkisins og Rannsóknamefnd sjóslysa í sam- vinnu við 14 aðra hagsmunaaðila,fé- lög og stofnanir í sjávarútvegi og sigl- ingum, þar á meðal samgönguráðu- neytið og öryggismálanefndina, ráð- stefnu um öryggismál sjómanna. Á ráðstefnunni var fjallað um alla helstu þætti öryggismála og valdir menn til framsögu og til að stjóma umræðum á ráðstefnunni, með sem fjölþættasta þekkingu á þeim málum. 6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.