Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Síða 31

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Síða 31
uðum um 14.000 lestum erlendis, eða í Færeyjum og í Danmörku, en alls fórum við sex ferðir út með loðnu. — Flver er munurinn á verðinu heima og erlendis? — Það er örðugt að gjöra ná- kvæman samanburð á þessu, því þetta fer eftir fitu og öðru, en verk- smiðjur í Danmörku og í Færeyjum geta borgað mun hærra verð, til dæm- is er talið að við hefðum fengið 4—5 falt íslandsverð fyrir seinasta farm- inn, þannig að oft munar þetta tals- verðu, en þó ekki alltaf. — Hvað veldur þessum verðmun? — Það eru margar ástæður að því er talið er. Til dæmis greiða erlendu verksmiðjurnar mun lægra olíuverð en þær íslensku, styttra er að senda mjöl og lýsi á Evrópumarkað, og svo eru verksmiðjurnar ytra mun full- komnari og hafa betri hráefnisnýt- ingu. Að vísu er munur á verksmiðj- um hér. Til dæmis er Krossanes- verksmiðjan mjög fullkomin, og það er víst ekkert leyndarmál að sumar verksmiðjur hér á landi greiddu um 10% meira fyrir loðnuna en opinbert fiskverð gerði ráð fyrir. Það má því segja að það sé verkefni fyrir landið núna að vinna þessa afurð með öðrum og betri hætti en núna er al- gengast, því mikil verðmæti fara í súginn eins og núna er búið um hnút- ana og þetta lága verð kemur niður á útgerðinni og á heimilunum og auð- vitað landvinnu og þjóðarhag um leið. Þó vil ég vekja athygli á því að hér er fast verð, miðað við innihald, eða gæði, en verðið ytra breytist frá degi til dags eftir vissum markaðs- lögmálum. — Hvað fór langur tími í að ná þessum 20.000 lestum og hvaða verðmæti eru þetta í krónum? — Vertíðin stóð í fimm og hálfan mánuð, með jólafríum og tilheyrandi og skiptaverðið er um 32 milljónir króna (nálægt ársafla meðal skuttog- ara, sem mun vera 34 — 36 milljónir króna. Innskotblaðsins.) - Og hvað ber HILMIR afloðnu? — Það munu um 1400 tonn, en fullfermi er yfirleitt 1330 — 1340 tonn eftir mælingu, sem er misjöfn. — Eru menn vanir rækjuveiðum þarna? Eymar Ingvarsson, 1. stýrimaður. — Nei. Við erum byrjendur og reynslan verður að skera úr um árangurinn. Þetta ererfitt hafsvæði til veiða, en loðnusjómenn þekkja þetta hafsvæði þó vel, því þarna er oft veidd loðna. Við erum því þannig séð ekki byrjendur, en þetta er vel undir- búið af eigendum skipsins, og þótt einhverjir byrjunarörðugleikar, eða barnasjúkdómar komi upp, þá er ekki rennt blint í sjóinn. Þarna hafa verið stundaðar ábatasamar veiðar á úthafsrækju og það ættum við að geta eins og aðrir, sagði Eggert Þorfinns- son skipstjóri að lokum. Kristján Fjeldsted matsveinn við störf. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.