Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Page 38

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1985, Page 38
Hollandásiglingu. Togarar og önnur fiskiskip stækka Þótt lítill hugur sé í íslending- um og menn sjái lítt fram úr vand- ræðum í útgerð, þá virðist mikill sóknarhugur vera hjá keppinaut- um okkar, sem koma fram með margháttaðar nýjungar. „ísbrjótur“ til rækjuveiða við Austur-Grænland Stærsta rækjutogara, sem smíð- aður hefur verið í Danmörku, var hleypt af stokkunum í Orskov skipasmíðastöðinni í Frederiks- Grænlensk/danski rækjutogarinn við sjó- setninguna í Frederikshavn. Þetta er stærsta og líklegast sterkasta fiskiskip, sem smíðað hefur verið í Danmörku, en skipið mun stunda rækjuveiðar við austur- strönd Grænlands. Togarinn er tæplega 70 metra langur og er ekki nein smásmíði, eins og myndin ber með sér. havn i Danmörku um áramótin og áætlað var að ljúka smíðinni fyrir vorið. Skipið er í sameign grænlenskra og dankra aðila, eða Angmangsalikbæjar og O.P. Mortensen á Borgundarhólmi, og heitir sameignarfélagið Tasilag hlutafélagið. Togarinner byggður í ísklassa 1A, super, og er hann 70 metra langur. í raun og veru er þessi rækjutogari í engu frábrugðinn ísbrjótum að styrkleika, og eru botn og síður af sterkustu gerð, en þessi yfirstyrkur mun gefa skipinu möguleika til þess að stunda veið- ar við Austur-Grænland, þar sem skilyrði til fiskveiða eru einhver þau örðugustu, sem menn þekkja í norðurhöfum. Sem áður sagði er þetta stærsti rækjutogari sem smíðaður hefur verið í Danmörku og án efa einn sá stærsti sem til er. 38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.